Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 85-95 | Grindavík kafsigldi KR í Vesturbænum Árni Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2018 22:00 Úr leik kvöldsins. vísir/bára Fyrir leik KR og Grindavíkur í kvöld var líklegast búist við því að KR myndi hafa yfirhöndina enda á heimavelli og hærra í töflunni en gestirnir en annað kom á daginn. KR byrjaði betur en um miðjan fyrsta leikhluta sigu Grindvíkingar framúr og litu aldrei til baka. Heimamenn virkuðu and- og stemmningslausir á löngum köflum leiksins en Grindvíkingar héldu góðum gæðum í sínum leik og þá sérstaklega sóknarlega. Lewis Clinch leiddi sína menn áfram en fékk góða aðstoð frá mörgum mönnum en allir byrjunarliðsmenn Grindavíkur skoruðu yfir 10 stig. Grindvíkingar juku jafnt og þétt við forskot sitt en sprettir KR-inga voru ekki nógu kraftmiklir eða nógu langir til að ógna Grindvíkingum af einhverju ráði og þegar yfir lauk var 10 stiga sigur Grindavíkur staðreynd 85-95. Afhverju vann Grindavík?Eins og áður segir þá náði Grindavík upp ákveðnum gæðum í sínum leik og hélt þeim út leikinn. Sérstaklega var sóknarleikurinn góður, nánast allan leikinn, þar sem skotnýting þeirra var 60% úr tveggja stiga skotum og 38% úr þriggja stiga skotum. Þá héldu Grindvíkingar heimamönnum vel frá körfunni og þá sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta þar sem KR skoraði einungis 17 stig í hvorum leikhluta. Aftur á móti voru KR-inga eins og áður segir andlausir og varsóknarleikur þeirra virkilega stirður á löngum köflum í leiknum. Þegar heimamenn náðu upp góðum varnarleik þá gerðist það allt of oft að þeir nýttu það ekki í sókninni.Bestu menn vallarins?Lewis Clinch er heldur betur að koma til fyrir Grindvíkinga. Hann leiddi sína menn í stigaskori í dag en kappinn skilaði 25 stigum ásamt því að skila 25 framlagspunktum í dag. Hann fékk góða hjálp frá félögum sínum og þeirra fremstu var Tiegbe Bamba sem skoraði 16 stig, náði í 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hjá KR var Jón Arnór bestur þó að Julian Boyd hafi skorað mest. Boyd skoraði 20 stig en Jón Arnór var með 19 stig og á löngum köflum sá eini sem var með lífsmarki í sóknarleik KR en hann vantaði sárlega einhverja hjálp.Tölfræði sem vekur athygli?Til marks um það hversu illa KR-ingar nýttu sóknirnar sem þeir fengu eftir að þeir unnu boltann þá fengu þeir tvö stig út úr þeim aðstæðum á móti 16 stigum Grindvíkinga í sömu aðstæðum. Þá leiddu Grindvíkingar í 32 mínútur í kvöld. Þeir þurftu smá stund til að finna taktinn í sínum leik en þegar takturinn var kominn þá var ekki litið til baka og siglt heim með stigin tvö.Hvað næst?Það er komið að landsleikjahlé og þurfa KR-ingar að nota það í til þess að finna andann og stemmninguna aftur í liðinu en næsti leikur er á móti Stjörnunni í Garðabæ. Það er leikur sem gæti orðið erfiður en bæði lið eru mjög vel mönnuð. Grindvíkingar væru líklega til í að halda áfram að spila körfubolta en þeir hafa ekki náð neinu skriði í vetur og þetta er akkúrat leikur sem hægt er að byrja sprett upp töfluna á. Grindvíkingar fara næst í heimsókn í Hafnarfjörðinn þar sem slagurinn um Reykjanesfólkvang verður háður.Jón var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.vísir/báraJón Arnór: Við erum greinilega svona heimskir körfuboltamenn Hann var stuttur í svörum hann Jón Arnór Stefánsson og virtist hann þurfa nokkur andartök til að ná saman hugsunum sínum þegar blaðamaður náði tali af honum eftir tap KR fyrir Grindavík fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvað væri að gerast hjá KR og hvort það væri sama upp á teningnum og á móti Njarðvík og komu tvö stutt svör. „Við erum eins og dauðyfli“ og „Sama og var að gerast á móti Haukum“. Hann var beðinn um útskýringu á því hvað væri að gerast: „Við erum greinilega svona illa þjálfaðir eða svona vitlausir og heimskir körfuboltamenn eða eitthvað. Þetta eru grundvallaratriði sem við erum að klikka á. Eins og maðurinn sem þú ert að dekka, hvort vill hann fara til vinstri eða hægri, hvað finnst honum þægilegt að gera. Hvað ætlar þú þá að þvinga hann út í? Væntanlega það sem hann vill ekki gera og það er greinilega ekki verið að hamra þessu nægjanlega vel inn í hausinn á mönnum eða menn eru ekki að móttaka það sem verið er að segja við þá. Það er nákvæmlega þannig“ Jón Arnór var svo spurður að því hvort að landsleikjahléið kæmi á góðum eða slæmum tíma fyrir KR. „Það er ógeðslega slæmt. Það er leiðinlegt að fara með tap inn í það frí en við eigum að vera á betri stað núna en erum það ekki. Við verðum að nota fríið til að þjappa okkur saman og gera þetta betur. Það þarf aðeins að skerpa á hlutunum og vera svona aðeins meiri karakter skilur þú, aðeins að horfa í spegilinn. Kannski erum við það ekki, kannski erum við bara að reyna að kreista fram eitthvað sem við erum ekki. Við erum allavega komnir með mannskapinn til þess að gera eitthvað og við þurfum að fara að sýna eitthvað því annars skiptir þetta engu máli“.Jóhann gefur sínum mönnum góð ráð í kvöld.visir/báraJóhann: Getum keppt við hvaða lið sem er Þjálfari Grindavíkur var að vonum ánægður með sína menn í kvöld en hann var spurður að því hvað hans menn hafi verið að gera rétt í kvöld. Það hefur ekki alltaf verið þannig að Grindvíkingar hafi sótt gull í greipar KR í Vesturbænum. „Það er alveg rétt, við höfum skitið á okkur einu sinni eða tvisvar hérna en líka náð góðum leikjum inn á milli. Við vorum bara hörku góðir á báðum endum vallarins, sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta, það var bara kraftur í okkur með hörku frammistöðu sem við getum verið sáttur við. Eins og ég hef sagt áður þá getum við keppt við hvaða lið sem er“. „Botninum og ekki botninum en jú. Þetta er fimmti leikurinn sem þetta lið spilar saman og í þessum fimm leikjum þá eru fimm fantagóðar frammistöður. Við gerðum jú breytingar á liðinu og svo breytingar ofan í það og töluðum um það fyrir leik að við gætum ekki beðið endalaust til að ýta þessu af stað og ég er mjög ánægður með þau svör sem ég fékk frá drengjunum í kvöld“, sagði Jóhann Þór þegar hann var spurður hvort þessi leikur væri til þess að þrýsta sér frá, nærrum því, botninum á deildinni. Jóhann var svo spurður að því hvort einkenni liðsins væri góður sóknarleikur en sókn Grindvíkinga sló fá feilpúst í kvöld. „Varnarlega þurfum við að kannski að gera betur já, við fáum á okkur 85 stig þó mikið af þeim séu ruslastig í lokin en sóknarlega erum við með mikið af vopnum. Arnar [Sigtryggur Arnar Björnsson] tók til dæmis fjögur skot í fyrri hálfleik og ég held að hann hafi ekki gert það síðan hann var í Kanada en kemur svo sterkur inn í fjórða leikhluta og setur flottar körfur. Þannig að við erum með fullt af möguleikum í sókninni og á meðan við fáum kraft í vörnina þá erum við hörkugóðir“. Dominos-deild karla
Fyrir leik KR og Grindavíkur í kvöld var líklegast búist við því að KR myndi hafa yfirhöndina enda á heimavelli og hærra í töflunni en gestirnir en annað kom á daginn. KR byrjaði betur en um miðjan fyrsta leikhluta sigu Grindvíkingar framúr og litu aldrei til baka. Heimamenn virkuðu and- og stemmningslausir á löngum köflum leiksins en Grindvíkingar héldu góðum gæðum í sínum leik og þá sérstaklega sóknarlega. Lewis Clinch leiddi sína menn áfram en fékk góða aðstoð frá mörgum mönnum en allir byrjunarliðsmenn Grindavíkur skoruðu yfir 10 stig. Grindvíkingar juku jafnt og þétt við forskot sitt en sprettir KR-inga voru ekki nógu kraftmiklir eða nógu langir til að ógna Grindvíkingum af einhverju ráði og þegar yfir lauk var 10 stiga sigur Grindavíkur staðreynd 85-95. Afhverju vann Grindavík?Eins og áður segir þá náði Grindavík upp ákveðnum gæðum í sínum leik og hélt þeim út leikinn. Sérstaklega var sóknarleikurinn góður, nánast allan leikinn, þar sem skotnýting þeirra var 60% úr tveggja stiga skotum og 38% úr þriggja stiga skotum. Þá héldu Grindvíkingar heimamönnum vel frá körfunni og þá sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta þar sem KR skoraði einungis 17 stig í hvorum leikhluta. Aftur á móti voru KR-inga eins og áður segir andlausir og varsóknarleikur þeirra virkilega stirður á löngum köflum í leiknum. Þegar heimamenn náðu upp góðum varnarleik þá gerðist það allt of oft að þeir nýttu það ekki í sókninni.Bestu menn vallarins?Lewis Clinch er heldur betur að koma til fyrir Grindvíkinga. Hann leiddi sína menn í stigaskori í dag en kappinn skilaði 25 stigum ásamt því að skila 25 framlagspunktum í dag. Hann fékk góða hjálp frá félögum sínum og þeirra fremstu var Tiegbe Bamba sem skoraði 16 stig, náði í 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hjá KR var Jón Arnór bestur þó að Julian Boyd hafi skorað mest. Boyd skoraði 20 stig en Jón Arnór var með 19 stig og á löngum köflum sá eini sem var með lífsmarki í sóknarleik KR en hann vantaði sárlega einhverja hjálp.Tölfræði sem vekur athygli?Til marks um það hversu illa KR-ingar nýttu sóknirnar sem þeir fengu eftir að þeir unnu boltann þá fengu þeir tvö stig út úr þeim aðstæðum á móti 16 stigum Grindvíkinga í sömu aðstæðum. Þá leiddu Grindvíkingar í 32 mínútur í kvöld. Þeir þurftu smá stund til að finna taktinn í sínum leik en þegar takturinn var kominn þá var ekki litið til baka og siglt heim með stigin tvö.Hvað næst?Það er komið að landsleikjahlé og þurfa KR-ingar að nota það í til þess að finna andann og stemmninguna aftur í liðinu en næsti leikur er á móti Stjörnunni í Garðabæ. Það er leikur sem gæti orðið erfiður en bæði lið eru mjög vel mönnuð. Grindvíkingar væru líklega til í að halda áfram að spila körfubolta en þeir hafa ekki náð neinu skriði í vetur og þetta er akkúrat leikur sem hægt er að byrja sprett upp töfluna á. Grindvíkingar fara næst í heimsókn í Hafnarfjörðinn þar sem slagurinn um Reykjanesfólkvang verður háður.Jón var ekki sáttur með leik sinna manna í kvöld.vísir/báraJón Arnór: Við erum greinilega svona heimskir körfuboltamenn Hann var stuttur í svörum hann Jón Arnór Stefánsson og virtist hann þurfa nokkur andartök til að ná saman hugsunum sínum þegar blaðamaður náði tali af honum eftir tap KR fyrir Grindavík fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvað væri að gerast hjá KR og hvort það væri sama upp á teningnum og á móti Njarðvík og komu tvö stutt svör. „Við erum eins og dauðyfli“ og „Sama og var að gerast á móti Haukum“. Hann var beðinn um útskýringu á því hvað væri að gerast: „Við erum greinilega svona illa þjálfaðir eða svona vitlausir og heimskir körfuboltamenn eða eitthvað. Þetta eru grundvallaratriði sem við erum að klikka á. Eins og maðurinn sem þú ert að dekka, hvort vill hann fara til vinstri eða hægri, hvað finnst honum þægilegt að gera. Hvað ætlar þú þá að þvinga hann út í? Væntanlega það sem hann vill ekki gera og það er greinilega ekki verið að hamra þessu nægjanlega vel inn í hausinn á mönnum eða menn eru ekki að móttaka það sem verið er að segja við þá. Það er nákvæmlega þannig“ Jón Arnór var svo spurður að því hvort að landsleikjahléið kæmi á góðum eða slæmum tíma fyrir KR. „Það er ógeðslega slæmt. Það er leiðinlegt að fara með tap inn í það frí en við eigum að vera á betri stað núna en erum það ekki. Við verðum að nota fríið til að þjappa okkur saman og gera þetta betur. Það þarf aðeins að skerpa á hlutunum og vera svona aðeins meiri karakter skilur þú, aðeins að horfa í spegilinn. Kannski erum við það ekki, kannski erum við bara að reyna að kreista fram eitthvað sem við erum ekki. Við erum allavega komnir með mannskapinn til þess að gera eitthvað og við þurfum að fara að sýna eitthvað því annars skiptir þetta engu máli“.Jóhann gefur sínum mönnum góð ráð í kvöld.visir/báraJóhann: Getum keppt við hvaða lið sem er Þjálfari Grindavíkur var að vonum ánægður með sína menn í kvöld en hann var spurður að því hvað hans menn hafi verið að gera rétt í kvöld. Það hefur ekki alltaf verið þannig að Grindvíkingar hafi sótt gull í greipar KR í Vesturbænum. „Það er alveg rétt, við höfum skitið á okkur einu sinni eða tvisvar hérna en líka náð góðum leikjum inn á milli. Við vorum bara hörku góðir á báðum endum vallarins, sérstaklega í öðrum og þriðja leikhluta, það var bara kraftur í okkur með hörku frammistöðu sem við getum verið sáttur við. Eins og ég hef sagt áður þá getum við keppt við hvaða lið sem er“. „Botninum og ekki botninum en jú. Þetta er fimmti leikurinn sem þetta lið spilar saman og í þessum fimm leikjum þá eru fimm fantagóðar frammistöður. Við gerðum jú breytingar á liðinu og svo breytingar ofan í það og töluðum um það fyrir leik að við gætum ekki beðið endalaust til að ýta þessu af stað og ég er mjög ánægður með þau svör sem ég fékk frá drengjunum í kvöld“, sagði Jóhann Þór þegar hann var spurður hvort þessi leikur væri til þess að þrýsta sér frá, nærrum því, botninum á deildinni. Jóhann var svo spurður að því hvort einkenni liðsins væri góður sóknarleikur en sókn Grindvíkinga sló fá feilpúst í kvöld. „Varnarlega þurfum við að kannski að gera betur já, við fáum á okkur 85 stig þó mikið af þeim séu ruslastig í lokin en sóknarlega erum við með mikið af vopnum. Arnar [Sigtryggur Arnar Björnsson] tók til dæmis fjögur skot í fyrri hálfleik og ég held að hann hafi ekki gert það síðan hann var í Kanada en kemur svo sterkur inn í fjórða leikhluta og setur flottar körfur. Þannig að við erum með fullt af möguleikum í sókninni og á meðan við fáum kraft í vörnina þá erum við hörkugóðir“.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum