Erlent

Varað við gríðarmiklum rykstormi í Ástralíu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Yfirvöld hafa áhyggjur af loftgæðum vegna stormsins.
Yfirvöld hafa áhyggjur af loftgæðum vegna stormsins. vísir/epa
Yfirvöld í Ástralíu hafa gefið út viðvörun í Sydney vegna gríðarmikils rykstorms sem nú herjar á suðausturhluta landsins. Hafa yfirvöld áhyggjur af loftgæðum vegna stormsins og hvaða áhrif hann getur því haft á heilsu fólks.

Stormurinn er 500 kílómetrar á breidd og hafa meðal annars orðið tafir á flugferðum vegna hans. Þá hefur skyggni verið afar slæmt á tilteknum svæðum í New South Wales vegna stormsins og himininn hefur fengið á sig appelsínugulan lit.

Miklir vindar sem feykja upp þurrum jarðvegi valda rykstorminum. Heilbrigðisstarfsmenn segja að fjöldi fólks hafa leitað til heilbrigðisstofnana með öndunarerfiðleika vegna stormsins en ekki er ljóst hversu margir hafa fundið til óþæginda.

Heilbrigðisyfirvöld hafa hvatt fólk til þess að halda sig innandyra og þá sérstaklega börn, eldri borgara og þá sem þjást af öndunarfærasjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×