„Láttu okkur fá það óþvegið!“ Sæunn Kjartansdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Já, við foreldrar viljum fá spark í rassinn.“ Ég var stödd á fjölmennum og líflegum fundi foreldrafélags í leikskóla þegar talið barst að snjallsímanotkun, ekki barna heldur foreldra. Allir voru á einu máli um að síminn væri of fyrirferðarmikill í fjölskyldulífinu og að fullorðið fólk þyrfti að læra að umgangast hann af hófsemi áður en hægt væri að búast við því sama af börnum. Það er ekki langt síðan margir voru háðir annars konar litlum pökkum á stærð við farsíma sem þeir skildu aldrei við sig. Á þeim stóð ekki Apple eða Samsung heldur Winston eða Camel. Kannski er þess ekki langt að bíða að það þyki álíka heilbrigt að vera stöðugt með símann á lofti og sígarettu. Til að byrja með vissi fólk ekki mikið um skaðsemi tóbaks en hvað vitum við um áhrif þess að foreldrar séu sítengdir netheimum? Í bandarískri rannsókn var fylgst með 55 fjölskyldum borða á skyndibitastað.[1] 73% foreldra voru með eða notuðu símann og við það dró úr samskiptum við börnin, foreldrarnir voru lengur að bregðast við þeim og meira bar á árekstrum (foreldrar hækkuðu róminn, börnin hegðuðu sér illa). Önnur rannsókn skoðaði samskipti á milli foreldris og barns sem voru tekin upp á myndbönd og síðar greind.[2] Þar kom í ljós að símanotkun foreldra dró úr yrtum samskiptum um 20%, óyrtum um tæp 40% og hvatningu til barns um tæp 30%. Börnin sýndu meiri einhæfni, minni hugsun og takmarkaðri næmni í samskiptum. Vakandi eftirtekt foreldris veitir börnum öryggi og er þeim jafn nauðsynleg og heimili. Áhugasamt andlit gefur barni staðfestingu á að það skipti máli og styrkir sjálfsmynd þess. Umhyggjusöm athygli dregur úr streitu og með gagnkvæmum samskiptum lærir barn að þekkja og skilja sjálft sig og aðra. Venjist barn því að foreldrar gefi því athygli jafn fúslega og morgunmat má búast við að það þrói með sér öryggiskennd sem gerir því kleift að gleyma sér í leik og síðar í námi og starfi. Vitanlega eru foreldrar ekki alltaf stöðugt með augun á börnunum sínum, enda ekki ástæða til, en öll börn þarfnast vakandi athygli foreldra sinna á hverjum degi. Hellings af henni. Þegar venjan er að foreldri sé með annað eða bæði augun á símanum fær barn skilaboð um að það áhugaverða og mikilvæga gerist „annars staðar“. Með athyglina við skjáinn verður foreldrið annars hugar, finnst barnið vera truflandi og ýtir því frá sér, ef ekki með orðum þá með látbragði. Barn sem þarf að jafnaði að hafa fyrir því að ná athygli foreldra sinna verður meira krefjandi því það er upptekið við að halda þeim við efnið. Það má líka búast við að það verði eirðarlausara, háðara, eigi erfiðara með að sofna á kvöldin og vakni oftar á nóttunni. Það hlýtur því að vera tilraunarinnar virði fyrir foreldra að hvíla símann í morgunsárið og frá því að börnin koma heim úr leikskólanum þangað til þau eru sofnuð. Flest símtöl, póstar, skilaboð og fréttir þola nokkurra klukkutíma bið. Ef símalaus tími reynist of strembinn gæti verið forvitnilegt að spá í hvaða þörfum símanum er ætlað að svara, hversu vel honum tekst það og hvað það mögulega kostar. [1] Radesky JS, et al. Patterns of mobile device use by caregivers of young children during fast food meals. Pediatrics 2014. [2] Radesky JS, et al. Maternal mobile device use during eating encounters and mentalization. JDBP 2018. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Já, við foreldrar viljum fá spark í rassinn.“ Ég var stödd á fjölmennum og líflegum fundi foreldrafélags í leikskóla þegar talið barst að snjallsímanotkun, ekki barna heldur foreldra. Allir voru á einu máli um að síminn væri of fyrirferðarmikill í fjölskyldulífinu og að fullorðið fólk þyrfti að læra að umgangast hann af hófsemi áður en hægt væri að búast við því sama af börnum. Það er ekki langt síðan margir voru háðir annars konar litlum pökkum á stærð við farsíma sem þeir skildu aldrei við sig. Á þeim stóð ekki Apple eða Samsung heldur Winston eða Camel. Kannski er þess ekki langt að bíða að það þyki álíka heilbrigt að vera stöðugt með símann á lofti og sígarettu. Til að byrja með vissi fólk ekki mikið um skaðsemi tóbaks en hvað vitum við um áhrif þess að foreldrar séu sítengdir netheimum? Í bandarískri rannsókn var fylgst með 55 fjölskyldum borða á skyndibitastað.[1] 73% foreldra voru með eða notuðu símann og við það dró úr samskiptum við börnin, foreldrarnir voru lengur að bregðast við þeim og meira bar á árekstrum (foreldrar hækkuðu róminn, börnin hegðuðu sér illa). Önnur rannsókn skoðaði samskipti á milli foreldris og barns sem voru tekin upp á myndbönd og síðar greind.[2] Þar kom í ljós að símanotkun foreldra dró úr yrtum samskiptum um 20%, óyrtum um tæp 40% og hvatningu til barns um tæp 30%. Börnin sýndu meiri einhæfni, minni hugsun og takmarkaðri næmni í samskiptum. Vakandi eftirtekt foreldris veitir börnum öryggi og er þeim jafn nauðsynleg og heimili. Áhugasamt andlit gefur barni staðfestingu á að það skipti máli og styrkir sjálfsmynd þess. Umhyggjusöm athygli dregur úr streitu og með gagnkvæmum samskiptum lærir barn að þekkja og skilja sjálft sig og aðra. Venjist barn því að foreldrar gefi því athygli jafn fúslega og morgunmat má búast við að það þrói með sér öryggiskennd sem gerir því kleift að gleyma sér í leik og síðar í námi og starfi. Vitanlega eru foreldrar ekki alltaf stöðugt með augun á börnunum sínum, enda ekki ástæða til, en öll börn þarfnast vakandi athygli foreldra sinna á hverjum degi. Hellings af henni. Þegar venjan er að foreldri sé með annað eða bæði augun á símanum fær barn skilaboð um að það áhugaverða og mikilvæga gerist „annars staðar“. Með athyglina við skjáinn verður foreldrið annars hugar, finnst barnið vera truflandi og ýtir því frá sér, ef ekki með orðum þá með látbragði. Barn sem þarf að jafnaði að hafa fyrir því að ná athygli foreldra sinna verður meira krefjandi því það er upptekið við að halda þeim við efnið. Það má líka búast við að það verði eirðarlausara, háðara, eigi erfiðara með að sofna á kvöldin og vakni oftar á nóttunni. Það hlýtur því að vera tilraunarinnar virði fyrir foreldra að hvíla símann í morgunsárið og frá því að börnin koma heim úr leikskólanum þangað til þau eru sofnuð. Flest símtöl, póstar, skilaboð og fréttir þola nokkurra klukkutíma bið. Ef símalaus tími reynist of strembinn gæti verið forvitnilegt að spá í hvaða þörfum símanum er ætlað að svara, hversu vel honum tekst það og hvað það mögulega kostar. [1] Radesky JS, et al. Patterns of mobile device use by caregivers of young children during fast food meals. Pediatrics 2014. [2] Radesky JS, et al. Maternal mobile device use during eating encounters and mentalization. JDBP 2018.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun