Styðjum nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Valgerður Sigurðardóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Nýsköpun í atvinnulífinu er iðulega fagnað og ýtt undir frekari þrekvirki á þeim vettvangi til að kalla fram örari þróun bæði í tækni, viðskiptum og þjónustu. Til eru ótal sjóðir þar sem nýsköpunarfyrirtækin geta sótt styrki til ákveðinna verkefna bæði hjá hinu opinbera og fjárfestum. Við Íslendingar erum óspör á hvatninguna og hrósið í garð þeirra sem reyna að finna nýjar leiðir til að gera líf okkar allra betra. En þegar kemur að nýsköpun í heilbrigðismálum þá breytist allt. Þar er lítill vilji til þess að sjá einstaklinga finna nýjar leiðir til að gera hlutina, skara fram úr og berjast fyrir hönd þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Enn fremur virðist sem hið opinbera leggi heldur steina í götu þeirra sem berjast af hugsjón í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að skera niður fjárveitingar til þeirra. Þannig er málum háttað varðandi GET geðheilbrigðisteymi Hugarafls, samtök notenda í geðheilbrigðisþjónustu sem nú hafa misst fjárveitingu sína frá ríkinu. Auður Axelsdóttir stofnaði Hugarafl árið 2003, ásamt fjórum öðrum sem höfðu reynslu af geðröskunum. Hugarafl hefur unnið þrekvirki á síðustu fimmtán árum og lagt áherslu á forvarnir, uppbyggingu í bataferli og endurhæfingu. Starfið hefur breytt og bætt íslenskt heilbrigðiskerfi þann tíma sem það hefur starfað. Notkun hugtaka líkt og bati og valdefling eru nú almennt notuð innan geðheilbrigðiskerfisins en þau þekktust vart þegar starf Hugarafls hófst. Þá hefur Auður verið heiðruð fyrir störf sín og sæmd fálkaorðunni fyrir frumkvæði í geðheilbrigðismálum árið 2017.Heilsugæslan tekur við Á þeim fimmtán árum sem Hugarafl hefur verið starfrækt hefur náðst frábær árangur og fjöldi manns leitað eftir aðstoð. Nú er svo komið að GET sem vann í nánu samstarfi við Hugarafl hefur verið lagt niður en það gerðist 1. september sl. Fjárveitingin fyrir teymið hefur verið færð til heilsugæslustöðvanna. Starf Hugarafls hefur verið í uppnámi vegna þessa en stjórn Hugarafls hefur ekki hug á að gefast upp þrátt fyrir að starf samtakanna sér í hættu og óvissa ríki enn með framtíðina. Með því að loka GET er verið að hefta aðgengi fólks með geðröskun að hjálpinni sem það svo sárlega þarf. Ekki þurfti að panta tíma, allir gátu komið og sótt nauðsynlega þjónustu. Með þessum aðgerðum er búið að draga úr valfrelsi fólks í þessum málaflokki. Þess í stað var tekin ákvörðun um að auka enn frekar álag á heilsugæsluna sem mun gera fólki erfiðara fyrir að nálgast aðstoð hratt og örugglega þegar erfiðleikarnir knýja á dyr. Hjá GET starfaði fagfólk með mikla þekkingu sem vildi koma henni í farveg sem virkaði, farveg sem gagnaðist og var aðgengilegur öllum. Nú hefur ríkið lokað þeim farvegi og beinir öllu í hítina sem er heilsugæslan. Er þetta skýrt dæmi um hvernig nýsköpun og einkaframtak er ekki velkomið í heilbrigðiskerfinu.Þorum að fara nýjar leiðir Eftir stendur að við verðum að gæta að því að þeir einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda geti nálgast hana hratt og örugglega. Við stöndum frammi fyrir fíknifaraldri og sjálfsvígstíðni hefur aldrei verið hærri, ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að hafa val um fjölbreytt úrræði þá er það núna. Úrræðin spila oft saman eins og í tilfelli Hugarafls og GET og því verður að passa að keðjan slitni ekki eins og í þeirra tilfelli. Á bak við hverja tölu í Excel-skjalinu um kostnað hjá ríki og sveitarfélögum við úrræði sem þessi eru einstaklingar sem kjósa að leita sér hjálpar og koma sér aftur út í samfélagið. Það verður að bregðast við með varanlegum lausnum, líkt og að tryggja starfsemi GET og Hugarafls fjárhagslegt öryggi til frambúðar. Við þurfum ekki að vera hrædd við að styðja við bakið á nýsköpun í geðheilbrigðismálum. Þeir sem sýna árangur eiga ekki að þurfa að berjast fyrir tilvist sinni. Þeir einstaklingar sem taka þennan slag með nýjum leiðum og úrræðum eru ekki bara að spara á endanum tugi milljóna, heldur eru þeir að bjarga mannslífum og það verður seint metið til fjár. Höfum dug og þor til að fara nýjar leiðir og hjálpum þeim sem vilja byggja upp nýjar lausnir. Tryggjum að starfsemi GET og Hugarafls geti haldið áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun í atvinnulífinu er iðulega fagnað og ýtt undir frekari þrekvirki á þeim vettvangi til að kalla fram örari þróun bæði í tækni, viðskiptum og þjónustu. Til eru ótal sjóðir þar sem nýsköpunarfyrirtækin geta sótt styrki til ákveðinna verkefna bæði hjá hinu opinbera og fjárfestum. Við Íslendingar erum óspör á hvatninguna og hrósið í garð þeirra sem reyna að finna nýjar leiðir til að gera líf okkar allra betra. En þegar kemur að nýsköpun í heilbrigðismálum þá breytist allt. Þar er lítill vilji til þess að sjá einstaklinga finna nýjar leiðir til að gera hlutina, skara fram úr og berjast fyrir hönd þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Enn fremur virðist sem hið opinbera leggi heldur steina í götu þeirra sem berjast af hugsjón í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að skera niður fjárveitingar til þeirra. Þannig er málum háttað varðandi GET geðheilbrigðisteymi Hugarafls, samtök notenda í geðheilbrigðisþjónustu sem nú hafa misst fjárveitingu sína frá ríkinu. Auður Axelsdóttir stofnaði Hugarafl árið 2003, ásamt fjórum öðrum sem höfðu reynslu af geðröskunum. Hugarafl hefur unnið þrekvirki á síðustu fimmtán árum og lagt áherslu á forvarnir, uppbyggingu í bataferli og endurhæfingu. Starfið hefur breytt og bætt íslenskt heilbrigðiskerfi þann tíma sem það hefur starfað. Notkun hugtaka líkt og bati og valdefling eru nú almennt notuð innan geðheilbrigðiskerfisins en þau þekktust vart þegar starf Hugarafls hófst. Þá hefur Auður verið heiðruð fyrir störf sín og sæmd fálkaorðunni fyrir frumkvæði í geðheilbrigðismálum árið 2017.Heilsugæslan tekur við Á þeim fimmtán árum sem Hugarafl hefur verið starfrækt hefur náðst frábær árangur og fjöldi manns leitað eftir aðstoð. Nú er svo komið að GET sem vann í nánu samstarfi við Hugarafl hefur verið lagt niður en það gerðist 1. september sl. Fjárveitingin fyrir teymið hefur verið færð til heilsugæslustöðvanna. Starf Hugarafls hefur verið í uppnámi vegna þessa en stjórn Hugarafls hefur ekki hug á að gefast upp þrátt fyrir að starf samtakanna sér í hættu og óvissa ríki enn með framtíðina. Með því að loka GET er verið að hefta aðgengi fólks með geðröskun að hjálpinni sem það svo sárlega þarf. Ekki þurfti að panta tíma, allir gátu komið og sótt nauðsynlega þjónustu. Með þessum aðgerðum er búið að draga úr valfrelsi fólks í þessum málaflokki. Þess í stað var tekin ákvörðun um að auka enn frekar álag á heilsugæsluna sem mun gera fólki erfiðara fyrir að nálgast aðstoð hratt og örugglega þegar erfiðleikarnir knýja á dyr. Hjá GET starfaði fagfólk með mikla þekkingu sem vildi koma henni í farveg sem virkaði, farveg sem gagnaðist og var aðgengilegur öllum. Nú hefur ríkið lokað þeim farvegi og beinir öllu í hítina sem er heilsugæslan. Er þetta skýrt dæmi um hvernig nýsköpun og einkaframtak er ekki velkomið í heilbrigðiskerfinu.Þorum að fara nýjar leiðir Eftir stendur að við verðum að gæta að því að þeir einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda geti nálgast hana hratt og örugglega. Við stöndum frammi fyrir fíknifaraldri og sjálfsvígstíðni hefur aldrei verið hærri, ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að hafa val um fjölbreytt úrræði þá er það núna. Úrræðin spila oft saman eins og í tilfelli Hugarafls og GET og því verður að passa að keðjan slitni ekki eins og í þeirra tilfelli. Á bak við hverja tölu í Excel-skjalinu um kostnað hjá ríki og sveitarfélögum við úrræði sem þessi eru einstaklingar sem kjósa að leita sér hjálpar og koma sér aftur út í samfélagið. Það verður að bregðast við með varanlegum lausnum, líkt og að tryggja starfsemi GET og Hugarafls fjárhagslegt öryggi til frambúðar. Við þurfum ekki að vera hrædd við að styðja við bakið á nýsköpun í geðheilbrigðismálum. Þeir sem sýna árangur eiga ekki að þurfa að berjast fyrir tilvist sinni. Þeir einstaklingar sem taka þennan slag með nýjum leiðum og úrræðum eru ekki bara að spara á endanum tugi milljóna, heldur eru þeir að bjarga mannslífum og það verður seint metið til fjár. Höfum dug og þor til að fara nýjar leiðir og hjálpum þeim sem vilja byggja upp nýjar lausnir. Tryggjum að starfsemi GET og Hugarafls geti haldið áfram.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun