Meistaraverk Óttar Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Jólabókavertíðin er hafin og forlögin kynna af miklu kappi nýjar bækur. Samkeppnin er hörð enda fer bóksala og áhugi á bókum hratt minnkandi. Tölvuleikir og netsamskipti hafa náð yfirhöndinni. Bókin er á hröðu undanhaldi eins og sjá má út um allt samfélagið. Fyrir einhverjum árum sátu allir flugfarþegar með bók en núna eru flestir með tölvuskjá og horfa á skemmtiefni. Á biðstofum lækna og opinberra stofnana rýna menn í símann sinn en láta blöð og bækur afskiptalaus. Fæstir nenna að lesa langa doðranta og fólk velur hraða viðburðarás kvikmyndaheimsins. Bóklæsi víkur fyrir myndlæsi. Bókaútgefendur eiga heiður skilinn fyrir elju sína og þvermóðsku. Miklu skiptir að auglýsa bækur við þessar erfiðu kringumstæður. Það er venjulega gert með tilvitnunum í gagnrýnendur eða valinkunna gáfumenn sem tjá sig á netinu. Það vekur athygli og ánægju að allar bækur sem eru til umfjöllunar eru meistaraverk. Fjölmiðlar nota stjörnugjöf til að raða bókum í flokka og stærstur hlutinn fær fullt hús stiga, 4-5 stjörnur. Þegar bókmenntarýni samtímans er lesin mætti halda að þjóðin ætti sér nýjan Laxness, Hemingway eða jafnvel Shakespeare í hverri hillu. Einungis hástemmd lýsingarorð ná utan um alla þessa nýútkomnu snilld. Gagnrýnendur fyllast sæluhrolli við lesturinn og höfundar sigla með himinskautum í allri umfjöllun. „Íslands óhamingju verður allt að vopni,“ var einu sinni sagt. Það er sorglegt að bókin skuli vera deyjandi fyrirbæri einmitt þegar íslenskir höfundar hafa náð þessum bókmenntalegu hæðum. Þegar allt benti til þess að þeir væru að sigra heiminn með snilld sinni, gaf bókin upp öndina og framhaldsþættir á Netflix tóku við. Þetta heitir á vondu máli að toppa á kolvitlausum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Jólabókavertíðin er hafin og forlögin kynna af miklu kappi nýjar bækur. Samkeppnin er hörð enda fer bóksala og áhugi á bókum hratt minnkandi. Tölvuleikir og netsamskipti hafa náð yfirhöndinni. Bókin er á hröðu undanhaldi eins og sjá má út um allt samfélagið. Fyrir einhverjum árum sátu allir flugfarþegar með bók en núna eru flestir með tölvuskjá og horfa á skemmtiefni. Á biðstofum lækna og opinberra stofnana rýna menn í símann sinn en láta blöð og bækur afskiptalaus. Fæstir nenna að lesa langa doðranta og fólk velur hraða viðburðarás kvikmyndaheimsins. Bóklæsi víkur fyrir myndlæsi. Bókaútgefendur eiga heiður skilinn fyrir elju sína og þvermóðsku. Miklu skiptir að auglýsa bækur við þessar erfiðu kringumstæður. Það er venjulega gert með tilvitnunum í gagnrýnendur eða valinkunna gáfumenn sem tjá sig á netinu. Það vekur athygli og ánægju að allar bækur sem eru til umfjöllunar eru meistaraverk. Fjölmiðlar nota stjörnugjöf til að raða bókum í flokka og stærstur hlutinn fær fullt hús stiga, 4-5 stjörnur. Þegar bókmenntarýni samtímans er lesin mætti halda að þjóðin ætti sér nýjan Laxness, Hemingway eða jafnvel Shakespeare í hverri hillu. Einungis hástemmd lýsingarorð ná utan um alla þessa nýútkomnu snilld. Gagnrýnendur fyllast sæluhrolli við lesturinn og höfundar sigla með himinskautum í allri umfjöllun. „Íslands óhamingju verður allt að vopni,“ var einu sinni sagt. Það er sorglegt að bókin skuli vera deyjandi fyrirbæri einmitt þegar íslenskir höfundar hafa náð þessum bókmenntalegu hæðum. Þegar allt benti til þess að þeir væru að sigra heiminn með snilld sinni, gaf bókin upp öndina og framhaldsþættir á Netflix tóku við. Þetta heitir á vondu máli að toppa á kolvitlausum tíma.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun