Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Sighvatur Arnmundsson skrifar 24. nóvember 2018 07:45 Hart var tekist á um frumvarp um veiðigjald á Alþingi í gær. Umræðan heldur áfram á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Það er með ólíkindum að fylgjast með því hvernig það er verið að knýja í gegn margra milljarða lækkun á veiðigjöldum og ekki nein tilraun gerð til samkomulags eða sátta þvert á flokka. Ekki einu sinni um það sem allir flokkar hafa meira og minna talað um síðan auðlindanefndin sendi frá sér álit árið 2000. Það er að gera tímabundna samninga um nýtingu og síðan byggja upp innviði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í atvinnuveganefnd Alþingis. Önnur umræða um frumvarp um veiðigjald hófst á Alþingi í gær en stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega málsmeðferð meirihluta atvinnuveganefndar. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, hafnar áskökunum um samráðsleysi. „Það hefur verið fjallað mjög ítarlega um þetta mál í tvo mánuði inni í atvinnuveganefnd. Það hefur ekki komið nein kvörtun frá neinum nefndarmanni um þá meðferð sem málið hefur fengið þar.“ Hún segir að nefndin hafi rætt málið á ellefu fundum og yfir 100 gestir frá 26 aðilum hafi komið fyrir nefndina. „Ég lét vita viku áður en málið var tekið út að það stæði til á þessum tíma, öðruhvorumegin við helgi. Þegar síðan átti að taka málið út vöknuðu menn við að það þyrfti kannski að kveikja á stjórnarandstöðuelementinu.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir að vissulega hafi málið verið rætt mikið í nefndinni. Minnihlutinn hafi hins vegar fyrst fengið að sjá nefndarálit meirihlutans á sama fundi og átti að afgreiða það út. „Þannig vissum við ekkert hvað meirihlutinn var að fara að leggja til. Það var engin tilraun gerð af hálfu meirihlutans til samráðs. Eðlilega gagnrýnum við það því í umræðunni í haust var það ítrekað boðað.“ Hún segir að þær smávægilegu breytingar sem meirihluti nefndarinnar leggi nú til breyti því ekki að málið í heild sé gallað. „Þarna er verið að leggja til lækkun veiðigjalda sem við erum ekki tilbúin að samþykkja. Sérstaklega núna þegar staða greinarinnar er að styrkjast þá viljum við stíga varlega til jarðar,“ segir Albertína. Þá bendir hún á að von sé á stórri skýrslu Ríkisendurskoðunar í desember sem fjalli um eftirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda. „Ég held að þær niðurstöður geti skipt umtalsverðu máli í þessari umræðu.“ Lilja Rafney leggur áherslu á að það sé verið að breyta kerfinu og afkomutengja veiðigjöldin sem næst rauntíma. „Ríkisskattstjóri er kominn þarna að borðinu og hægt er að vinna upplýsingar úr skattframtölum hjá hverjum og einum útgerðaraðila og upplýsingum frá Fiskistofu um aflaverðmæti. Þá er hægt að leggja á veiðigjöld með mjög næmum hætti miðað við afkomu hverju sinni.“ Þorgerður Katrín segir að enn sé tækifæri fyrir ríkisstjórnarflokkana að taka skynsöm skref í málinu. „Tillaga okkar er að bíða með þessar breytingar í ár og nota tímann til að skila frumvarpi á næsta ári sem felur í sér meiri sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira