Aðgangur að helvíti á jörð Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 11:00 Bjarni og Erla Bender una hag sínum vel í Svíþjóð og hafa náð því að vera edrú í rúm fimm ár en áður lifði Bjarni í fjórtán ár á götum Reykjavíkur. fbl/EYÞÓR Breiðhyltingnum Bjarna Bender hlotnuðust lyklavöld að helvíti þegar hann tók fyrsta sopann og fór að fikta við fíkniefni á unglingsaldri. „Ég var skaðað barn þegar ég byrjaði í neyslu, hafði orðið fyrir miklum áföllum og var auk þess ofvirkur. Því var ég á sífelldum flótta undan sjálfum mér og umhverfinu,“ segir Bjarni sem átti að baki átta víkingameðferðir og hafði reynt öll meðferðarúrræði hér á landi þegar hann varð loks edrú á sænskri grund fyrir hálfu sjötta ári. „Það var komin regla á daglega drykkju þegar ég var þrettán ára og þegar ég var sautján ára sagði pabbi að ég ætti að íhuga að fara í meðferð. Ég leit á hann og hugsaði: „Mikið rosalega er hann ruglaður, þessi kall.“ Hann var þjónn og á þeim tíma fóru margir þjónar og kokkar í meðferð og eignuðust gott líf þegar vel tókst til,“ segir Bjarni sem var vinsæll til vinnu og sótti sjóinn eftir grunnskóla. „Ég var sextán ára farinn að smygla kjúklingum, áfengi og talstöðvum af þýsku leiguskipi, en svo fór ég sjálfur til sjós. Þá fór maður blindfullur um borð en í þá daga dóu allt að fjórir menn á ári eftir að hafa dottið á milli skips og bryggju. Ég sóttist mjög í útleguskipin og oft var skipstjórinn sá eini edrú um borð þegar dallurinn fór frá bryggju og maður vann í trollunum á skallanum. Fíknin var stjórnlaus. Fyrstu dagana var maður þunnur, svo pirraður í miðjum túr en restina af túrnum réði maður sér ekki af kæti yfir því að vera á leið í land þar sem maður gat gleymt öllu og eytt laununum í vímu og eignast ekki neitt,“ segir Bjarni sem í landi kynntist ölkunum alltaf fyrst þar sem hann bjó á hverjum stað. „Ég flutti oft en það var alveg sama hvar ég dvaldi á landinu, ég var alltaf á flótta undan sjálfum mér. Um leið og ég fékk mér fyrsta glasið gat ég ekki stoppað. Ég flúði undan óbærilegum minningum um kynferðislega misnotkun og óstjórninni í sjálfum mér, vitandi hvað var rétt en ekki ráðandi við tilfinningarnar. Ég varð aldrei fullgild manneskja og kvaldist af nagandi samviskubiti dagana langa, yfir því hvað ég var búinn að gera af mér, hvað ég var búinn að vera lélegur, gerandi skandala í landi, keyrandi fullur, eyðilagði bílinn og eitt sinn hvarf ég úr matarboði til Danmerkur,“ segir Bjarni sem var útigangsmaður á götum Reykjavíkur í fjórtán ár. „Ég átti hvergi heima, svaf í húsasundum og gekk mér til hita heilu næturnar því það var svo kalt. Stundum fékk ég inni í skýlinu en fílaði mig oftast illa. Á endanum fékk ég úthlutað gámi fyrir útigangsfólk en ég reyndi aldrei að fá íbúð því ég vissi að ég myndi missa hana eins og skot. Þá var alveg eins gott að nota peninginn í eiturlyf og ég notaði allt sem bauðst. Drakk handspritt og kardimommudropa en það eina sem ég hef aldrei komið niður er rauðspritt. Svo var þambað þar til maður fann nógu vel á sér til að lifa af fráhvörfin en ég var líka í læknadópi og götudópi og sprautaði mig með heróíni í Danmörku til að binda endi á þennan viðurstyggilega lífsstíl,“ segir Bjarni sem þá fékk úrskurð lækna um að það væri kraftaverk að hann hefði lifað af heróínskammtinn.Það tók Erlu og Bjarna dágóðan tíma að leggja af stað í meðferðina til Svíþjóðar því þau eyddu öllum sínum peningum jafnóðum í eiturlyf.fbl/EYÞÓR„Ég var í mörg ár mjög fúll yfir því að vakna og reyndi að drepa mig með heróíni 1995. Þegar það mistókst fann ég sterkt að mig langaði alls ekki að deyja heldur fá hjálp. Ég var þá orðinn faðir lítillar stúlku og hún sat í mér, eigingirnin að hverfa frá henni. Lífið er því búið að vera heljarinnar rússíbani og ekki alltaf létt en ég er á þunglyndislyfjum í dag og Guð hjálpi mér hvað það er betra líf.“Guð er mesti styrkurinn Talið berst að Guði almáttugum. Bjarni hefur frá barnsaldri verið trúaður og þrátt fyrir heljargöngu hefur trúin ekki yfirgefið hann né Guð, sem hann segir sinn mesta styrk. „Það er á hreinu, og því má aldrei gleyma, að Guð hefur veitt mér samfellda fylgd og hjálp á lífsgöngunni. Trúin er mikilvægasta haldreipið og ég tala við Guð á morgnana og bið til hans á kvöldin. Ég hef auðvitað oft velt því fyrir mér hvað Guð á að gera við skítalabba eins og mig, en maður má ekki missa sjónar á styrkum mætti trúarinnar,“ segir Bjarni og harmar að búið sé að loka kapellunni á Vogi. „Ástæðan var sögð að sjúklingarnir hefðu samfarir í kapellunni en fólk hefur samfarir um allan spítalann og mér finnst það ótæk afsökun. Nú er því miður í tísku að afneita Guði og öllu því andlega og það háir unga fólkinu okkar sem skortir andlega næringu og er allt í leit að henni. Allt er orðið svo brenglað og kröfurnar svo óraunhæfar að stelpur og strákar falla í fíkniefnaheiminn vegna skorts á andlegum styrk og þau fatta ekki að það eina sem blífur á tilgangsleysið er að sækja fundi og iðka trú til að komast út úr neyslumynstrinu.“Dílerinn neitaði um dóp Bjarni kynntist Erlu eiginkonu sinni 2010. Bæði voru djúpt sokkin í neyslu. Erla er fjögurra barna móðir og Bjarni faðir tveggja dætra. „Við Erla höfðum verið í þriggja ára harðri neyslu þegar hún sagði við mig: „Bjarni, við verðum að fara úr landi til að verða edrú, því annars mun ég vakna með þig dáinn við hlið mér einn daginn, eða þú með mig látna.“ Það var auðvitað rökrétt en þremur dögum síðar vorum við á leið út af dagsetrinu og áttum 1.500 kall til að kaupa okkur eina contalgín eða rítalíntöflu. Þá hittum við Runólf Jónsson, eiganda meðferðarstofnunarinnar AB Dennicketorp í Filipstad í Svíþjóð, en hann féll frá í vor og var hetja sem bjargaði mörgum úr fjötrum fíknarinnar. Runni, en svo var Runólfur kallaður, spyr okkur frétta og ég segi honum að ég hafi klikkað á öllum meðferðum. Þá spyr hann hvort við viljum ekki koma til hans út og við litum á hvort annað í mikilli undrun og þökk,“ segir Bjarni um gæfuspor sem breytt hefur lífi þeirra Erlu til hins betra. „Það tók okkur hins vegar þrjá mánuði að komast til Svíþjóðar því vorum jafnóðum búin með peninginn í eiturlyf. Á endanum neitaði dílerinn okkur um meira contalgín en hann er einn af mörgum sem hjálpuðu okkur að komast utan. Þegar við svo loks flugum til Stokkhólms vissum við ekki hvað meðferðarstofnunin hét og vorum í viku á götunni. Runni hafði skilning á því öllu og borgaði fyrir okkur í lestina þegar við á endanum litum við í kirkju sem sendi Runna skilaboð,“ segir Bjarni en þau Erla voru slipp og snauð þegar þau komu í Dennicketorp til Runólfs og konu hans Elísabetar Bjarnadóttur sem nú rekur meðferðarheimilið. „Í Stokkhólmi vorum við í rosalegum fráhvörfum og ég var svo veikur að ég þurfti að þvo buxurnar í síkinu, standandi á brókunum, í einum bol og sandölum. Þetta var í ágúst og afar heitt en fyrsta kastið gat ég lítið sofið og gekk um endalaust, svo mikið að ég var kallaður The Walker meðal hinna sjúklinganna. Við lentum í einstaklega góðum hóp og ákváðum að fara af heilum hug í meðferðina. Bæn og hugleiðsla er stór hluti af meðferðinni og ég segi það eiga 90 prósent af batanum. Að biðja og hugleiða tekur einbeitingu frá vandamálinu og maður sér það í öðru ljósi. Í trúnni er svo mikilvægt að vita að það fyrirfinnst eitthvað sem er annt um mann og hjálpar manni; ekki endilega á þann hátt sem maður óskar sér, ekki frekar en móðir sem segir ekki alltaf það sem barnið vill en beinir því á réttar brautir með visku og móðurlegri umhyggju.“Horfst í augu við erfiða æsku Liðin eru fimm ár og fjórir mánuðir síðan Bjarni og Erla hófu meðferð í Dennicketorp og þau hafa verið edrú allar götur síðan. „Fyrstu þrjú árin fórum við á fund tvisvar á dag. Það hjálpaði mér mikið að vera innan um fólk og hafa fasta rútínu. Ég les uppbyggjandi texta á hverjum degi og bið fyrir deginum, stefni að því að verða betri manneskja í dag en í gær. Í þessi fimm ár hef ég ekki skaðað neinn en getað leyst úr öllum málum. Ég hef eignast góða vini og á einn í Uppsölum sem ég tala við tvisvar á dag, um allt og ekki neitt, og það skemmir ekki fyrir að hann er trúaður.“ Bjarni sér ekki fyrir sér að flytja aftur heim. „Allt mitt líf er nú í Svíþjóð. Hér hef ég kirkjuna mína og við Erla erum komin með íbúð og eigum í fyrsta sinn húsgögn sem við höfum keypt sjálf. Við erum bæði öryrkjar og fjárhagurinn oft erfiður en þannig er það hjá velflestum og ástæðulaust að velta sér upp úr því. Við höfum fengið vini og ættingja í heimsókn og það er virkilega notalegt að hafa fólkið sitt hjá sér. Það segir mikið um á hvaða stað við erum í dag.“ Bjarni segir ólíklegt að þau Erla hefðu getað orðið edrú á Íslandi. „Besta meðferð sem ég hef sótt er víkingaprógrammið hjá SÁÁ. Þar er vel tekið á málum og mér finnst hrikalegt að búið sé að loka Staðarfelli því þangað fóru menn saman og voru ekki staddir beint ofan í vandamálinu. Nálægðin við Reykjavík er vandamál fyrir fólk sem er langt gengið í fíkn og freistingar á hverju horni, ásamt því að maður skammast sín fyrir vandamálið og fortíðina sem maður rekst á hvarvetna,“ segir Bjarni sem saknar áframhaldandi stuðnings eftir meðferðirnar heima. „Heima fór ég í meðferðir og vann virkilega góða vinnu en um leið og ég kom út var enginn stuðningur. Í Dennicketorp er mikil eftirfylgni og mikið gert til að sýna fólki fram á að það er til meira og ekki þurfi vímu til að hafa gaman og njóta lífsins. Við verðum að tryggja að allt sé gert til að hjálpa fólki út í lífið eftir meðferð. Að það hafi beinan og hraðan aðgang að geðlæknum og sálfræðingum, því hver og einn á sína sögu og vanda,“ segir Bjarni sem í gegnum árin hefur bitið á jaxlinn og reynt að gráta ekki harm æsku sinnar. „Í dag, orðinn 54 ára gamall, er ég loks á leið að horfast í augu við æskuna til að skilja rót vandans. Ég hef verið svo þrjóskur að ég hef farið það á hörkunni að afneita kynferðislegri misnotkun sem ég varð fyrir sem lítill drengur og beðið í áratugi eftir sálfræðimeðferð. Á sama tíma er ég þakklátur fyrir reynsluna og vil opinbera hana fyrir ungu fólki og fjölskyldum þeirra sem fá kannski skilið af hverju börnin þeirra falla aftur og aftur. Það er vegna áfalla í barnæsku og fíknisjúkdóms sem er ekki tekinn alvarlega sem geðsjúkdómur,“ segir Bjarni sem hafði verið edrú í tvö ár þegar hann fór fyrst á þunglyndislyf sem breyttu öllu til batnaðar. „Þegar fíknisjúklingar biðja um samtal við ráðgjafa verður að hleypa þeim að strax því ef fólk fær ekki hjálp á ögurstundu snýr það sér annaðhvort að kúlunni eða dettur aftur í það. Því vantar sárlega meira fjármagn í þennan málaflokk og það þolir enga bið því með réttum stuðningi eru meiri líkur á að fólk haldi út edrúmennskuna.“ Sjálfur er Bjarni ofvirkur. „Ég var aldrei settur á ofvirknilyf og það vegur þungt þegar kemur að því að taka rangar ákvarðanir. Maður ræður hvorki við hugsanir sínar né tilfinningar. Mjög hátt hlutfall þeirra sem eru í fangelsum eða á götunni hafa raskanir af einhverju tagi og 90 prósent þeirra sem eru á götunni eru góðar manneskjur sem hafa lent í áföllum, eru miklar tilfinningaverur og einstaklega hæfileikaríkt fólk, en á erfitt með að standa með sjálfu sér,“ segir Bjarni sem hefur alltaf haft áhuga á heimspeki og lærði um tíma húsasmíði og garðyrkju, en flosnaði upp frá námi. „Mig hefur aldrei langað að vera í neyslu. Ég fór ítrekað í meðferðir því ég þráði að losna undan þessum djöfullega lífsstíl. Það er örlítið brot fíkla sem er forhert í neyslu sinni og nýtur hennar í raun. Það gleymdist líka í metoo-byltingunni að karlar hafa margir lent í því sama. Það hefur ekki hjálpað í fíknivandanum að vera alltaf reiður og burðast með hatur gagnvart barnaníðingum en maður losar ekki um það á fjölmennum AA-fundum heldur í einrúmi með fagfólki sem getur hjálpað. Ég fór á Stígamót sem var eitt það besta sem ég hef gert en ráðgjafinn sagði við mig: „Horfðu á litla drenginn Bjarna, þennan sex ára.“ Það kveikti hjá mér ljós og hefur fylgt mér ætíð síðan en misnotkunin eyðilagði allt fyrir mér, alla möguleika til eðlilegs lífs og sársaukalausrar tilveru.“Þyngra en tárum taki Bjarni óttast dag hvern að falla. „Auðvitað, og ég er þakklátur fyrir þann ótta. Þá hef ég ekki gleymt því hvaðan ég kem og hvar ég er staddur núna. Slíkt má aldrei gleymast,“ segir Bjarni og sér eftir svo ótal mörgu. „Þetta er ekki alltaf létt. Nú líður að jólum og mér er minnisstætt þegar pabbi hafði upp á mér á aðfangadagskvöld, en ég lokaði alltaf á fjölskylduna. Þegar pabbi rétti mér sígarettukarton í jólagjöf sá ég tár renna niður vanga hans. Ég gleymi því aldrei og líður vitaskuld endalaust illa vegna alls sem ég lagði á foreldra mína og systkin, en sérstaklega mömmu sem er fallin frá,“ segir Bjarni alvarlegur. „Þetta er þyngra en tárum taki en í dag hugsa ég frekar um hversu mikið ég á eftir af lífinu í stað þess að dvelja við það sem ég hef sóað af mínum lífsins dögum. Ég fékk annan séns, ætla að reyna að halda honum og fara vel með lífið,“ segir Bjarni og er með áríðandi skilaboð til unga Íslands: „Takið aldrei fyrsta sopann né fyrsta smókinn og prófið aldrei fíkniefni. Í því öllu felst hraðferð til helvítis á jörðu. Forðist vítiskvalirnar sem fylgja neyslunni, að eiga sér ekkert líf og vera í daglegum þrældómi þess ljóta og illa. Gefist heldur aldrei upp hafið þið fallið og farið aftur og aftur í meðferð ef með þarf. Lífið er alltof stutt og yndislegt til að sóa því í eiturlyf og vímu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Breiðhyltingnum Bjarna Bender hlotnuðust lyklavöld að helvíti þegar hann tók fyrsta sopann og fór að fikta við fíkniefni á unglingsaldri. „Ég var skaðað barn þegar ég byrjaði í neyslu, hafði orðið fyrir miklum áföllum og var auk þess ofvirkur. Því var ég á sífelldum flótta undan sjálfum mér og umhverfinu,“ segir Bjarni sem átti að baki átta víkingameðferðir og hafði reynt öll meðferðarúrræði hér á landi þegar hann varð loks edrú á sænskri grund fyrir hálfu sjötta ári. „Það var komin regla á daglega drykkju þegar ég var þrettán ára og þegar ég var sautján ára sagði pabbi að ég ætti að íhuga að fara í meðferð. Ég leit á hann og hugsaði: „Mikið rosalega er hann ruglaður, þessi kall.“ Hann var þjónn og á þeim tíma fóru margir þjónar og kokkar í meðferð og eignuðust gott líf þegar vel tókst til,“ segir Bjarni sem var vinsæll til vinnu og sótti sjóinn eftir grunnskóla. „Ég var sextán ára farinn að smygla kjúklingum, áfengi og talstöðvum af þýsku leiguskipi, en svo fór ég sjálfur til sjós. Þá fór maður blindfullur um borð en í þá daga dóu allt að fjórir menn á ári eftir að hafa dottið á milli skips og bryggju. Ég sóttist mjög í útleguskipin og oft var skipstjórinn sá eini edrú um borð þegar dallurinn fór frá bryggju og maður vann í trollunum á skallanum. Fíknin var stjórnlaus. Fyrstu dagana var maður þunnur, svo pirraður í miðjum túr en restina af túrnum réði maður sér ekki af kæti yfir því að vera á leið í land þar sem maður gat gleymt öllu og eytt laununum í vímu og eignast ekki neitt,“ segir Bjarni sem í landi kynntist ölkunum alltaf fyrst þar sem hann bjó á hverjum stað. „Ég flutti oft en það var alveg sama hvar ég dvaldi á landinu, ég var alltaf á flótta undan sjálfum mér. Um leið og ég fékk mér fyrsta glasið gat ég ekki stoppað. Ég flúði undan óbærilegum minningum um kynferðislega misnotkun og óstjórninni í sjálfum mér, vitandi hvað var rétt en ekki ráðandi við tilfinningarnar. Ég varð aldrei fullgild manneskja og kvaldist af nagandi samviskubiti dagana langa, yfir því hvað ég var búinn að gera af mér, hvað ég var búinn að vera lélegur, gerandi skandala í landi, keyrandi fullur, eyðilagði bílinn og eitt sinn hvarf ég úr matarboði til Danmerkur,“ segir Bjarni sem var útigangsmaður á götum Reykjavíkur í fjórtán ár. „Ég átti hvergi heima, svaf í húsasundum og gekk mér til hita heilu næturnar því það var svo kalt. Stundum fékk ég inni í skýlinu en fílaði mig oftast illa. Á endanum fékk ég úthlutað gámi fyrir útigangsfólk en ég reyndi aldrei að fá íbúð því ég vissi að ég myndi missa hana eins og skot. Þá var alveg eins gott að nota peninginn í eiturlyf og ég notaði allt sem bauðst. Drakk handspritt og kardimommudropa en það eina sem ég hef aldrei komið niður er rauðspritt. Svo var þambað þar til maður fann nógu vel á sér til að lifa af fráhvörfin en ég var líka í læknadópi og götudópi og sprautaði mig með heróíni í Danmörku til að binda endi á þennan viðurstyggilega lífsstíl,“ segir Bjarni sem þá fékk úrskurð lækna um að það væri kraftaverk að hann hefði lifað af heróínskammtinn.Það tók Erlu og Bjarna dágóðan tíma að leggja af stað í meðferðina til Svíþjóðar því þau eyddu öllum sínum peningum jafnóðum í eiturlyf.fbl/EYÞÓR„Ég var í mörg ár mjög fúll yfir því að vakna og reyndi að drepa mig með heróíni 1995. Þegar það mistókst fann ég sterkt að mig langaði alls ekki að deyja heldur fá hjálp. Ég var þá orðinn faðir lítillar stúlku og hún sat í mér, eigingirnin að hverfa frá henni. Lífið er því búið að vera heljarinnar rússíbani og ekki alltaf létt en ég er á þunglyndislyfjum í dag og Guð hjálpi mér hvað það er betra líf.“Guð er mesti styrkurinn Talið berst að Guði almáttugum. Bjarni hefur frá barnsaldri verið trúaður og þrátt fyrir heljargöngu hefur trúin ekki yfirgefið hann né Guð, sem hann segir sinn mesta styrk. „Það er á hreinu, og því má aldrei gleyma, að Guð hefur veitt mér samfellda fylgd og hjálp á lífsgöngunni. Trúin er mikilvægasta haldreipið og ég tala við Guð á morgnana og bið til hans á kvöldin. Ég hef auðvitað oft velt því fyrir mér hvað Guð á að gera við skítalabba eins og mig, en maður má ekki missa sjónar á styrkum mætti trúarinnar,“ segir Bjarni og harmar að búið sé að loka kapellunni á Vogi. „Ástæðan var sögð að sjúklingarnir hefðu samfarir í kapellunni en fólk hefur samfarir um allan spítalann og mér finnst það ótæk afsökun. Nú er því miður í tísku að afneita Guði og öllu því andlega og það háir unga fólkinu okkar sem skortir andlega næringu og er allt í leit að henni. Allt er orðið svo brenglað og kröfurnar svo óraunhæfar að stelpur og strákar falla í fíkniefnaheiminn vegna skorts á andlegum styrk og þau fatta ekki að það eina sem blífur á tilgangsleysið er að sækja fundi og iðka trú til að komast út úr neyslumynstrinu.“Dílerinn neitaði um dóp Bjarni kynntist Erlu eiginkonu sinni 2010. Bæði voru djúpt sokkin í neyslu. Erla er fjögurra barna móðir og Bjarni faðir tveggja dætra. „Við Erla höfðum verið í þriggja ára harðri neyslu þegar hún sagði við mig: „Bjarni, við verðum að fara úr landi til að verða edrú, því annars mun ég vakna með þig dáinn við hlið mér einn daginn, eða þú með mig látna.“ Það var auðvitað rökrétt en þremur dögum síðar vorum við á leið út af dagsetrinu og áttum 1.500 kall til að kaupa okkur eina contalgín eða rítalíntöflu. Þá hittum við Runólf Jónsson, eiganda meðferðarstofnunarinnar AB Dennicketorp í Filipstad í Svíþjóð, en hann féll frá í vor og var hetja sem bjargaði mörgum úr fjötrum fíknarinnar. Runni, en svo var Runólfur kallaður, spyr okkur frétta og ég segi honum að ég hafi klikkað á öllum meðferðum. Þá spyr hann hvort við viljum ekki koma til hans út og við litum á hvort annað í mikilli undrun og þökk,“ segir Bjarni um gæfuspor sem breytt hefur lífi þeirra Erlu til hins betra. „Það tók okkur hins vegar þrjá mánuði að komast til Svíþjóðar því vorum jafnóðum búin með peninginn í eiturlyf. Á endanum neitaði dílerinn okkur um meira contalgín en hann er einn af mörgum sem hjálpuðu okkur að komast utan. Þegar við svo loks flugum til Stokkhólms vissum við ekki hvað meðferðarstofnunin hét og vorum í viku á götunni. Runni hafði skilning á því öllu og borgaði fyrir okkur í lestina þegar við á endanum litum við í kirkju sem sendi Runna skilaboð,“ segir Bjarni en þau Erla voru slipp og snauð þegar þau komu í Dennicketorp til Runólfs og konu hans Elísabetar Bjarnadóttur sem nú rekur meðferðarheimilið. „Í Stokkhólmi vorum við í rosalegum fráhvörfum og ég var svo veikur að ég þurfti að þvo buxurnar í síkinu, standandi á brókunum, í einum bol og sandölum. Þetta var í ágúst og afar heitt en fyrsta kastið gat ég lítið sofið og gekk um endalaust, svo mikið að ég var kallaður The Walker meðal hinna sjúklinganna. Við lentum í einstaklega góðum hóp og ákváðum að fara af heilum hug í meðferðina. Bæn og hugleiðsla er stór hluti af meðferðinni og ég segi það eiga 90 prósent af batanum. Að biðja og hugleiða tekur einbeitingu frá vandamálinu og maður sér það í öðru ljósi. Í trúnni er svo mikilvægt að vita að það fyrirfinnst eitthvað sem er annt um mann og hjálpar manni; ekki endilega á þann hátt sem maður óskar sér, ekki frekar en móðir sem segir ekki alltaf það sem barnið vill en beinir því á réttar brautir með visku og móðurlegri umhyggju.“Horfst í augu við erfiða æsku Liðin eru fimm ár og fjórir mánuðir síðan Bjarni og Erla hófu meðferð í Dennicketorp og þau hafa verið edrú allar götur síðan. „Fyrstu þrjú árin fórum við á fund tvisvar á dag. Það hjálpaði mér mikið að vera innan um fólk og hafa fasta rútínu. Ég les uppbyggjandi texta á hverjum degi og bið fyrir deginum, stefni að því að verða betri manneskja í dag en í gær. Í þessi fimm ár hef ég ekki skaðað neinn en getað leyst úr öllum málum. Ég hef eignast góða vini og á einn í Uppsölum sem ég tala við tvisvar á dag, um allt og ekki neitt, og það skemmir ekki fyrir að hann er trúaður.“ Bjarni sér ekki fyrir sér að flytja aftur heim. „Allt mitt líf er nú í Svíþjóð. Hér hef ég kirkjuna mína og við Erla erum komin með íbúð og eigum í fyrsta sinn húsgögn sem við höfum keypt sjálf. Við erum bæði öryrkjar og fjárhagurinn oft erfiður en þannig er það hjá velflestum og ástæðulaust að velta sér upp úr því. Við höfum fengið vini og ættingja í heimsókn og það er virkilega notalegt að hafa fólkið sitt hjá sér. Það segir mikið um á hvaða stað við erum í dag.“ Bjarni segir ólíklegt að þau Erla hefðu getað orðið edrú á Íslandi. „Besta meðferð sem ég hef sótt er víkingaprógrammið hjá SÁÁ. Þar er vel tekið á málum og mér finnst hrikalegt að búið sé að loka Staðarfelli því þangað fóru menn saman og voru ekki staddir beint ofan í vandamálinu. Nálægðin við Reykjavík er vandamál fyrir fólk sem er langt gengið í fíkn og freistingar á hverju horni, ásamt því að maður skammast sín fyrir vandamálið og fortíðina sem maður rekst á hvarvetna,“ segir Bjarni sem saknar áframhaldandi stuðnings eftir meðferðirnar heima. „Heima fór ég í meðferðir og vann virkilega góða vinnu en um leið og ég kom út var enginn stuðningur. Í Dennicketorp er mikil eftirfylgni og mikið gert til að sýna fólki fram á að það er til meira og ekki þurfi vímu til að hafa gaman og njóta lífsins. Við verðum að tryggja að allt sé gert til að hjálpa fólki út í lífið eftir meðferð. Að það hafi beinan og hraðan aðgang að geðlæknum og sálfræðingum, því hver og einn á sína sögu og vanda,“ segir Bjarni sem í gegnum árin hefur bitið á jaxlinn og reynt að gráta ekki harm æsku sinnar. „Í dag, orðinn 54 ára gamall, er ég loks á leið að horfast í augu við æskuna til að skilja rót vandans. Ég hef verið svo þrjóskur að ég hef farið það á hörkunni að afneita kynferðislegri misnotkun sem ég varð fyrir sem lítill drengur og beðið í áratugi eftir sálfræðimeðferð. Á sama tíma er ég þakklátur fyrir reynsluna og vil opinbera hana fyrir ungu fólki og fjölskyldum þeirra sem fá kannski skilið af hverju börnin þeirra falla aftur og aftur. Það er vegna áfalla í barnæsku og fíknisjúkdóms sem er ekki tekinn alvarlega sem geðsjúkdómur,“ segir Bjarni sem hafði verið edrú í tvö ár þegar hann fór fyrst á þunglyndislyf sem breyttu öllu til batnaðar. „Þegar fíknisjúklingar biðja um samtal við ráðgjafa verður að hleypa þeim að strax því ef fólk fær ekki hjálp á ögurstundu snýr það sér annaðhvort að kúlunni eða dettur aftur í það. Því vantar sárlega meira fjármagn í þennan málaflokk og það þolir enga bið því með réttum stuðningi eru meiri líkur á að fólk haldi út edrúmennskuna.“ Sjálfur er Bjarni ofvirkur. „Ég var aldrei settur á ofvirknilyf og það vegur þungt þegar kemur að því að taka rangar ákvarðanir. Maður ræður hvorki við hugsanir sínar né tilfinningar. Mjög hátt hlutfall þeirra sem eru í fangelsum eða á götunni hafa raskanir af einhverju tagi og 90 prósent þeirra sem eru á götunni eru góðar manneskjur sem hafa lent í áföllum, eru miklar tilfinningaverur og einstaklega hæfileikaríkt fólk, en á erfitt með að standa með sjálfu sér,“ segir Bjarni sem hefur alltaf haft áhuga á heimspeki og lærði um tíma húsasmíði og garðyrkju, en flosnaði upp frá námi. „Mig hefur aldrei langað að vera í neyslu. Ég fór ítrekað í meðferðir því ég þráði að losna undan þessum djöfullega lífsstíl. Það er örlítið brot fíkla sem er forhert í neyslu sinni og nýtur hennar í raun. Það gleymdist líka í metoo-byltingunni að karlar hafa margir lent í því sama. Það hefur ekki hjálpað í fíknivandanum að vera alltaf reiður og burðast með hatur gagnvart barnaníðingum en maður losar ekki um það á fjölmennum AA-fundum heldur í einrúmi með fagfólki sem getur hjálpað. Ég fór á Stígamót sem var eitt það besta sem ég hef gert en ráðgjafinn sagði við mig: „Horfðu á litla drenginn Bjarna, þennan sex ára.“ Það kveikti hjá mér ljós og hefur fylgt mér ætíð síðan en misnotkunin eyðilagði allt fyrir mér, alla möguleika til eðlilegs lífs og sársaukalausrar tilveru.“Þyngra en tárum taki Bjarni óttast dag hvern að falla. „Auðvitað, og ég er þakklátur fyrir þann ótta. Þá hef ég ekki gleymt því hvaðan ég kem og hvar ég er staddur núna. Slíkt má aldrei gleymast,“ segir Bjarni og sér eftir svo ótal mörgu. „Þetta er ekki alltaf létt. Nú líður að jólum og mér er minnisstætt þegar pabbi hafði upp á mér á aðfangadagskvöld, en ég lokaði alltaf á fjölskylduna. Þegar pabbi rétti mér sígarettukarton í jólagjöf sá ég tár renna niður vanga hans. Ég gleymi því aldrei og líður vitaskuld endalaust illa vegna alls sem ég lagði á foreldra mína og systkin, en sérstaklega mömmu sem er fallin frá,“ segir Bjarni alvarlegur. „Þetta er þyngra en tárum taki en í dag hugsa ég frekar um hversu mikið ég á eftir af lífinu í stað þess að dvelja við það sem ég hef sóað af mínum lífsins dögum. Ég fékk annan séns, ætla að reyna að halda honum og fara vel með lífið,“ segir Bjarni og er með áríðandi skilaboð til unga Íslands: „Takið aldrei fyrsta sopann né fyrsta smókinn og prófið aldrei fíkniefni. Í því öllu felst hraðferð til helvítis á jörðu. Forðist vítiskvalirnar sem fylgja neyslunni, að eiga sér ekkert líf og vera í daglegum þrældómi þess ljóta og illa. Gefist heldur aldrei upp hafið þið fallið og farið aftur og aftur í meðferð ef með þarf. Lífið er alltof stutt og yndislegt til að sóa því í eiturlyf og vímu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira