Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2018 15:37 Skúli Mogensen er stofnandi WOW air. Fréttablaðið/Anton Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. Þetta kemur fram í tölvupósti Skúla til starfsmanna flugfélagsins. Í dag tilkynnti Icelandair að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé í WOW Air yrðu uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir, næstkomandi föstudag.Áður höfðu viðskipti með hlutabréf í Icelandair verið stöðvuð í kauphöllinni að beiðni Fjármáleftirlitsins sem sagði það hafa verið gert til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tölvupóstinum, sem skrifaður er á ensku, segir Skúli að ljóst sé að það muni taka lengri tíma en gert var ráð fyrir að ganga frá samningum við Icelandair og að kaupin séu eftir sem áður háð áreiðanleikakönnun (e. due dilligence). Í tilkynningu Icelandair um hin fyrirhuguðu kaup á WOW frá því í byrjun mánaðarins var einmitt vísað í að kaupin væru meðal annars háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Segir Skúli að ljóst sé að hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW séu flókin og því komi það ekki á óvart að þau séu að dragast lengur en áætlað var, enda þurfi að fá marga hluti á hreint á mjög skömmum tíma. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu í morgun áður en viðskipti með bréfin voru stöðvuð. Frá því að opnað var fyrir viðskipti eftir hádegi hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,57 prósent í 179 milljón króna viðskiptum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air, segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. Þetta kemur fram í tölvupósti Skúla til starfsmanna flugfélagsins. Í dag tilkynnti Icelandair að ólíklegt væri að allir fyrirvarar í kaupsamningi félagsins á öllu hlutafé í WOW Air yrðu uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir, næstkomandi föstudag.Áður höfðu viðskipti með hlutabréf í Icelandair verið stöðvuð í kauphöllinni að beiðni Fjármáleftirlitsins sem sagði það hafa verið gert til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tölvupóstinum, sem skrifaður er á ensku, segir Skúli að ljóst sé að það muni taka lengri tíma en gert var ráð fyrir að ganga frá samningum við Icelandair og að kaupin séu eftir sem áður háð áreiðanleikakönnun (e. due dilligence). Í tilkynningu Icelandair um hin fyrirhuguðu kaup á WOW frá því í byrjun mánaðarins var einmitt vísað í að kaupin væru meðal annars háð niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Segir Skúli að ljóst sé að hin fyrirhuguðu kaup Icelandair á WOW séu flókin og því komi það ekki á óvart að þau séu að dragast lengur en áætlað var, enda þurfi að fá marga hluti á hreint á mjög skömmum tíma. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu í morgun áður en viðskipti með bréfin voru stöðvuð. Frá því að opnað var fyrir viðskipti eftir hádegi hefur gengi bréfa félagsins lækkað um 5,57 prósent í 179 milljón króna viðskiptum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50
Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05
Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný Viðskiptin voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins. 26. nóvember 2018 12:43