Heimsmeistaraeinvígið í bráðabana eftir umdeilda ákvörðun Carlsen Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2018 21:11 Heimsmeistarinn Carlsen tók ákvörðun sem hefur vekið furðu meðal skákheimsins. EPA/ Facundo Arrizabalaga Heimsmeistaraeinvígi heimsmeistarans norska Magnus Carlsen og áskorandans Fabian Caruana frá Bandaríkjunum í skák mun fara í bráðabana. Þetta er ljóst eftir að tólfta skákin milli stórmeistaranna endaði, líkt og hinar ellefu, með jafntefli. Carlsen virtist í skákinni vera með pálmann í höndunum en nýtti ekki tækifæri sín. Guardian greinir frá.Bandaríkjamaðurinn Fabian Caruana hugsi.EPA/ Facundo ArrizabalagaMeð sex vinninga hvor um sig eftir tólf skákir Í tólftu skákinni, sem fram fór í kvöld, virtist norðmaðurinn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari síðan 2013, vera með yfirhöndina og stefndi allt í sigur hans. Carlsen beitti í skákinni sikileyskri Sveshnikov vörn en tókst ekki að nýta sér stöður sínar til fulls. Þrátt fyrir að vera í betri stöðu en Caruana og hafði þar að auki meiri tíma til að vinna með heldur en andstæðingur hans, bauð Carslen Caruana upp á jafntefli. Staðan í einvíginu því 6-6.Furðar sig á ákvörðun Carlsen Stórmeistarinn Garry Kasparov, sem var heimsmeistari FIDE í skák á árunum 1985-1990, gagnrýndi ákvörðun norðmannsins á Twitter og sagði að í ljósi mistakanna teldi hann Caruana sigurstranglegri í bráðabanaskákunum á miðvikudaginn.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his. — Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Caruana getur með sigri orðið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í skák síðan að Bobby Fischer sigraði Spassky í Laugardalshöllinni árið 1972. Heimsmeistaraeinvígið fer fram í London og var fyrsta skákin tefld föstudaginn 9. nóvember. Eftir tólf jafntefli í röð munu bráðabanaskákir skera úr um úrslit einvígisins. Þær munu fara fram miðvikudaginn næsta, 28. nóvember. Sjá má framvindu tólftu skákar Carlsen og Caruana á Chess.com hér að neðan. Bandaríkin Bretland Norðurlönd Skák Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígi heimsmeistarans norska Magnus Carlsen og áskorandans Fabian Caruana frá Bandaríkjunum í skák mun fara í bráðabana. Þetta er ljóst eftir að tólfta skákin milli stórmeistaranna endaði, líkt og hinar ellefu, með jafntefli. Carlsen virtist í skákinni vera með pálmann í höndunum en nýtti ekki tækifæri sín. Guardian greinir frá.Bandaríkjamaðurinn Fabian Caruana hugsi.EPA/ Facundo ArrizabalagaMeð sex vinninga hvor um sig eftir tólf skákir Í tólftu skákinni, sem fram fór í kvöld, virtist norðmaðurinn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari síðan 2013, vera með yfirhöndina og stefndi allt í sigur hans. Carlsen beitti í skákinni sikileyskri Sveshnikov vörn en tókst ekki að nýta sér stöður sínar til fulls. Þrátt fyrir að vera í betri stöðu en Caruana og hafði þar að auki meiri tíma til að vinna með heldur en andstæðingur hans, bauð Carslen Caruana upp á jafntefli. Staðan í einvíginu því 6-6.Furðar sig á ákvörðun Carlsen Stórmeistarinn Garry Kasparov, sem var heimsmeistari FIDE í skák á árunum 1985-1990, gagnrýndi ákvörðun norðmannsins á Twitter og sagði að í ljósi mistakanna teldi hann Caruana sigurstranglegri í bráðabanaskákunum á miðvikudaginn.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his. — Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Caruana getur með sigri orðið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í skák síðan að Bobby Fischer sigraði Spassky í Laugardalshöllinni árið 1972. Heimsmeistaraeinvígið fer fram í London og var fyrsta skákin tefld föstudaginn 9. nóvember. Eftir tólf jafntefli í röð munu bráðabanaskákir skera úr um úrslit einvígisins. Þær munu fara fram miðvikudaginn næsta, 28. nóvember. Sjá má framvindu tólftu skákar Carlsen og Caruana á Chess.com hér að neðan.
Bandaríkin Bretland Norðurlönd Skák Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira