Golden State aftur á sigurbraut en 54 stig James Harden dugðu ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 07:30 Kevin Durant skorar tvö af 49 stigum sínum í nótt. Vísir/Getty Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125) NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125)
NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum