Gagnagnótt Gunnar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Gagnagnótt eða „big data“ er tískuhugtak sem vísar í hið mikla magn gagna sem safnað er í heiminum í dag, fjölbreytileika þeirra og þann mikla hraða sem gögnin verða til á. Á Íslandi safna ekki margir aðilar gögnum í svo stórum stíl að það verðskuldi þennan stimpil. Frekar ætti að tala um „small data“ eða „medium data“ í því samhengi. Þessi grein fjallar því frekar um hinn mikla fjölbreytileika gagna sem notuð eru á Íslandi og um allan heim við ákvarðanatöku, oft sjálfvirka. Á Íslandi er staðan sú að mikið magn af upplýsingum er orðið aðgengilegt á vélrænan, sjálfvirkan hátt með svokölluðum vefþjónustum. Í sinni einföldustu mynd þýðir það að eitt tölvukerfi getur kallað eftir gögnum frá öðru tölvukerfi án aðkomu mannshandarinnar, en þó þarf oftast samþykki notanda fyrir notkun gagnanna. Til dæmis er hægt er að taka einfaldar lánaákvarðanir til einstaklinga sjálfvirkt, á nokkrum sekúndum, byggt á fjölbreyttum upplýsingum, svo sem lánshæfismati og skuldastöðu, með vefþjónustum. Ef lánveitingin er vegna bílakaupa er hægt að nálgast allar upplýsingar um bílinn sjálfvirkt frá Samgöngustofu og ef hún snýst um fasteignir má nálgast fasteignaupplýsingar á sama hátt úr Fasteignaskrá. Ef fjárhæðin er það há að framkvæma þarf greiðslumat þá er líka hægt að gera það sjálfvirkt með sérstöku samþykki lántakans því Ríkisskattstjóri hefur búið til vefþjónustur fyrir upplýsingar úr staðgreiðsluskrá. Handan við hornið eru svo til dæmis rafrænar þinglýsingar, metnaðarfull áform ríkisstjórnarinnar um stafræna framtíð auk aðgangs að alls kyns upplýsingum sem einstaklingar munu geta deilt sjálfir eftir innleiðingu nýju persónuverndarlaganna. Fyrir vissa þjóðfélagshópa á Íslandi og einnig víða erlendis er ekki alltaf um jafnauðugan garð gagna að gresja. Sem dæmi má nefna að þegar ungir bílstjórar eru tryggðir er ekki mikið vitað um þá og því erfitt að meta hverjir eru áhættusæknir og hverjir ekki. Að minnsta kosti hafa tvær mismunandi leiðir verið skoðaðar erlendis til að bregðast við þessu. Ein er að setja mælitæki í bifreiðar og fylgjast með aksturslagi og láta svo iðgjöld fara að hluta til eftir því hversu varlega er farið. Einn galli á þessu er að slík tæki geta verið dýr og bilanagjörn og upplýsingarnar liggja ekki fyrir strax. Til að mæta því hefur verið prófað að senda bílstjórana í stutt sálfræðipróf sem meðal annars er ætlað að meta áhættusækni. Skoðanir hafa sýnt að slík próf virka vel til að meta unga bílstjóra. Annað dæmi má finna í Afríku þar sem innviðir samfélagsins eru ekki jafnþróaðir og á Vesturlöndum. Þar hefur stór hluti samfélagsins ekki verið í viðskiptum við fjármálastofnanir og því lítil fjárhagsleg saga til staðar. Í sumum löndum hefur verið gripið til þess ráðs við lánveitingar að nota upplýsingar um símanotkun einstaklinga. Dæmi um slíkar upplýsingar eru hvaða forrit eru sett upp, hvernig aðilinn notar símann auk upplýsinga um greiðsluhegðun úr símunum. Símar hafa í fjölda ára verið notaðir við greiðslumiðlun í Afríku, til dæmis í gegnum forrit eins og M-Pesa. Einnig eru notuð svipuð sálfræðipróf og rædd voru hér að ofan til að gefa mynd af persónuleika lántakans. Það er því ljóst að margar tegundir gagna eru til og margar þeirra eru aðgengilegar á sjálfvirkan hátt með samþykki einstaklingsins. Einnig sjáum við að ef gögnin eru ekki til þá má nota ímyndunaraflið til að nota óhefðbundin gögn eða hreinlega búa til ný gögn. Tækifærin eru því ótalmörg til að auka sjálfvirkni og taka öruggar, hraðar ákvarðanir byggðar á fjölbreyttum og traustum upplýsingum.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar