Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. nóvember 2018 06:00 Íslandspóstur hefur óskað eftir 1,5 milljarða neyðarláni frá ríkinu til að halda sér á floti. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslandspóstur (ÍSP) lagði fyrir fjárlaganefnd Alþingis tölur um alþjónustubyrði sem hafnað hefur verið af Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP). Þá má lesa úr opinberum upplýsingum að tap af alþjónustu sé ekki eingöngu að rekja til svokallaðra Kínasendinga. Sem kunnugt er hefur ÍSP farið fram á það við Alþingi að fyrirtækinu verði veitt 1,5 milljarða neyðarlán til að forða því frá þroti. Veiting lánsins er nú til skoðunar hjá fjárlaganefnd. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem og í máli forstjóra ÍSP, hefur komið fram að rekstrarvanda fyrirtækisins megi rekja til samdráttar í fjölda bréfa innan einkaréttar sem og svokallaðrar „ófjármagnaðrar alþjónustubyrði“. Stærstan hluta alþjónustubyrðarinnar má rekja til „Kínasendinga“, sem aukist hafa gífurlega undanfarin ár vegna netverslunar, en vegna alþjóðlegra póstþjónustusamninga nýtur Kína afsláttar af póstburðargjöldum. Í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu er gert ráð fyrir því að heimilt verði að velta þessum kostnaði yfir á neytendur. Undanfarin tvö ár hefur hagnaður af einkarétti verið umtalsverður eða tæpar 870 milljónir, samanborið við rúmlega 38 milljóna samanlagðan hagnað árin 2013-2015. Þó bréfsendingum hafi fækkað hefur ÍSP fengið magnminnkunina að fullu bætta með gjaldskrárhækkunum. Þetta kemur meðal annars fram í ákvörðun PFS fyrr í þessum mánuði þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar. Sömu tvö ár hefur verið tap á samkeppni innan alþjónustu, 790,6 milljónir árið 2016 og 691,8 milljónir árið 2017. Ekki liggja fyrir nákvæmar opinberar upplýsingar um hvernig það tap skiptist milli erlendra og innlendra sendinga. Þó kemur fram í yfirliti um bókhaldslegan aðskilnað ársins 2016 að 649 milljónir af tapinu megi rekja til erlends pósts. Í skýrslu Copenhagen Economics (CE) um alþjónustubyrði Póstsins er talan 475 milljónir hins vegar gefin upp. Í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu, sem nú er til umræðu á Alþingi, er þess getið að árið 2017 hafi tap vegna alþjónustubyrðar erlendra póstsendinga numið 426 milljónum. Af því má álykta að síðastliðin tvö ár hafi ÍSP tapað minnst 408 milljónum króna vegna rekstrarþátta sem ekki varða erlenda alþjónustubyrði. „Þegar litið er til afkomu þjónustuflokka í samkeppnisrekstri ÍSP kemur í ljós að mikill taprekstur er á einstökum þjónustuflokkum […]. Taprekstur verður því ekki eingöngu skýrður af umframkostnaði vegna kvaðar um alþjónustu heldur þarf einnig að líta til viðskipta- og/eða verðstefnu félagsins á samkeppnismarkaði,“ segir í úttekt PFS á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi ÍSP frá 2013. Er þar meðal annars vikið að því að viðvarandi tap sé á pakkasendingum og fjölpósti. ÍSP lagði fyrir fjárlaganefnd yfirlit yfir ófjármagnaða alþjónustubyrði árin 2013-2017. Útreikningar fyrir árin 2013-15 eru frá ÍSP en þar koma fram tölur sem PFS og ÚFP höfðu hafnað. Meðal þess var að ÍSP taldi laun yfirstjórnar og kostnað við markaðssetningu inn í heildarkostnað alþjónustubyrði.Alþjónustusamkeppni Samkvæmt lögum um póstþjónustu er óheimilt að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til að greiða niður alþjónustugjöld nema sýnt sé fram á að slíkt sé beinlínis nauðsynlegt til að standa undir alþjónustukvöðum. Af þessum sökum ber ÍSP að senda PFS ár hvert yfirlit um bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og alþjónustu. Fyrir liggur að ÍSP hefur brúkað að minnsta kosti hundruð milljóna af einkaréttartekjum til að mæta tapi af alþjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Íslandspóstur (ÍSP) lagði fyrir fjárlaganefnd Alþingis tölur um alþjónustubyrði sem hafnað hefur verið af Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP). Þá má lesa úr opinberum upplýsingum að tap af alþjónustu sé ekki eingöngu að rekja til svokallaðra Kínasendinga. Sem kunnugt er hefur ÍSP farið fram á það við Alþingi að fyrirtækinu verði veitt 1,5 milljarða neyðarlán til að forða því frá þroti. Veiting lánsins er nú til skoðunar hjá fjárlaganefnd. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, sem og í máli forstjóra ÍSP, hefur komið fram að rekstrarvanda fyrirtækisins megi rekja til samdráttar í fjölda bréfa innan einkaréttar sem og svokallaðrar „ófjármagnaðrar alþjónustubyrði“. Stærstan hluta alþjónustubyrðarinnar má rekja til „Kínasendinga“, sem aukist hafa gífurlega undanfarin ár vegna netverslunar, en vegna alþjóðlegra póstþjónustusamninga nýtur Kína afsláttar af póstburðargjöldum. Í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu er gert ráð fyrir því að heimilt verði að velta þessum kostnaði yfir á neytendur. Undanfarin tvö ár hefur hagnaður af einkarétti verið umtalsverður eða tæpar 870 milljónir, samanborið við rúmlega 38 milljóna samanlagðan hagnað árin 2013-2015. Þó bréfsendingum hafi fækkað hefur ÍSP fengið magnminnkunina að fullu bætta með gjaldskrárhækkunum. Þetta kemur meðal annars fram í ákvörðun PFS fyrr í þessum mánuði þar sem því var hafnað að hækka gjaldskrá einkaréttar. Sömu tvö ár hefur verið tap á samkeppni innan alþjónustu, 790,6 milljónir árið 2016 og 691,8 milljónir árið 2017. Ekki liggja fyrir nákvæmar opinberar upplýsingar um hvernig það tap skiptist milli erlendra og innlendra sendinga. Þó kemur fram í yfirliti um bókhaldslegan aðskilnað ársins 2016 að 649 milljónir af tapinu megi rekja til erlends pósts. Í skýrslu Copenhagen Economics (CE) um alþjónustubyrði Póstsins er talan 475 milljónir hins vegar gefin upp. Í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu, sem nú er til umræðu á Alþingi, er þess getið að árið 2017 hafi tap vegna alþjónustubyrðar erlendra póstsendinga numið 426 milljónum. Af því má álykta að síðastliðin tvö ár hafi ÍSP tapað minnst 408 milljónum króna vegna rekstrarþátta sem ekki varða erlenda alþjónustubyrði. „Þegar litið er til afkomu þjónustuflokka í samkeppnisrekstri ÍSP kemur í ljós að mikill taprekstur er á einstökum þjónustuflokkum […]. Taprekstur verður því ekki eingöngu skýrður af umframkostnaði vegna kvaðar um alþjónustu heldur þarf einnig að líta til viðskipta- og/eða verðstefnu félagsins á samkeppnismarkaði,“ segir í úttekt PFS á bókhaldslegum aðskilnaði og kostnaðarbókhaldi ÍSP frá 2013. Er þar meðal annars vikið að því að viðvarandi tap sé á pakkasendingum og fjölpósti. ÍSP lagði fyrir fjárlaganefnd yfirlit yfir ófjármagnaða alþjónustubyrði árin 2013-2017. Útreikningar fyrir árin 2013-15 eru frá ÍSP en þar koma fram tölur sem PFS og ÚFP höfðu hafnað. Meðal þess var að ÍSP taldi laun yfirstjórnar og kostnað við markaðssetningu inn í heildarkostnað alþjónustubyrði.Alþjónustusamkeppni Samkvæmt lögum um póstþjónustu er óheimilt að nota tekjur af þjónustu í einkarétti til að greiða niður alþjónustugjöld nema sýnt sé fram á að slíkt sé beinlínis nauðsynlegt til að standa undir alþjónustukvöðum. Af þessum sökum ber ÍSP að senda PFS ár hvert yfirlit um bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og alþjónustu. Fyrir liggur að ÍSP hefur brúkað að minnsta kosti hundruð milljóna af einkaréttartekjum til að mæta tapi af alþjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15
Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. 23. nóvember 2018 18:30