Fótbolti

Real, Roma, Bayern og Juventus komin áfram | Öll úrslit dagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Real fagnar marki í kvöld.
Real fagnar marki í kvöld. vísir/getty
Evrópumeistararnir í Real Madrid eru komnir áfram í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni eftir 2-0 sigur á Roma á Ítalíu í kvöld en það var fjör í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni.

Gareth Bale og Lucas Vazquez skoruðu mörk Real á fyrsta stundarfjórðungnum í síðari hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks fékk Cengiz Under rosalegt færi til að koma Roma yfir. Hann mokaði boltanum yfir nánast af marklínu.

Bæði Real og Roma eru komin áfram eftir að CSKA tapaði gegn Viktoria Plzen í dag en CSKA heimsækir Real í síðustu umferðinni. Þeir þurfa stig til að komast upp fyrir Viktoria í þriðja sætið vilja þeir komast í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar en á sama tíma spilar Viktoria gegn Roma.

Cristiano Ronaldo lagði upp mark Juventus sem vann 1-0 sigur á Valencia. Markið skoraði Mario Mandzukic á 59. mínútu en Juventus er á toppnum í H-riðlinum með tólf stig. Valencia er í þriðja sætinu og er á leið í Evrópudeildina.

Bayern München rúllaði yfir Benfica á heimavelli, 5-1. Arjen Robben skoraði tvö mörk, Robert Lewandowski gerði tvö og Franck Ribery eitt. Gedson Fernandes klóraði í bakkann fyrir Benfica.

Bayern er á toppi riðilsins með þrettán stig, Ajax er með ellefu, Benfica fjögur og AEK Aþena er án stiga á botninum. Bayern og Ajax mætast í síðustu umferðinni í Hollandi og þar verður hreinn úrslitaleikur um topp sætið.

Úrslit dagsins:

E-riðill:

AEK Aþena - Ajax 0-2

Bayern München - Benfica 5-1

F-riðill:

Hoffenheim - Shaktar 2-3

Lyon - Man. City 2-2

G-riðill:

CSKA Moskva - Viktoria Plzen 1-2

Roma - Real Madrid 0-2

H-riðill:

Juventus - Valencia 1-0

Man. Utd - Young Boys 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×