Carlsen og Caruana tefla til þrautar í dag Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2018 11:56 Heimsmeistarinn sjálfur, frændi okkar frá Noregi, Magnús Carlsen mætir áskorandanum Fabiano Caruana. AP/Matt Dunham Carlsen og Caruana eru komnir í bráðabana á heimsmeistaramótinu í skák í dag. Keppni hefst klukkan 15 og munu þeir kappar fyrst tefla fjögurra skáka atskák með 25 mínútna tímamörkum á hverja skák með 10 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Verði enn jafnt eftir atskákirnar fjórar verður farið í hraðskákeinvígi og ef svo ólíklega vill til að enn verði jafnt við svo búið er allt undir í einni lokaskák – svartur vinnur á jafntefli.Vísir miðlar beinni útsendingu Chess24 frá þessum viðburði en hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Já, Magnús Carlsen, heimsmeistari í skák og frændi vor frá Noregi stendur í ströngu í London þessa dagana þar sem hann ver titil sinn. Áskorandinn er frá Bandaríkjunum, ári yngri en Magnús, eða 26 ára gamall og heitir Fabiano Caruana. Í dag munu þeir tefla til þrautar; fyrst fjórar Blitz-skákir eða atskák þar sem þeir fá 25 mínútur á mann auk 10 sekúnda sem bætast á klukkuna við hvern leik. Verði jafnt við svo búið þá hefst hraðskákeinvígi og fá þeir þá 5 mínútur á mann og ef enn er jafnt verður allt undir í lokaskák þar sem jafntefli er ekki í boði – svartur vinnur ef þeim sem teflir með hvítu mönnunum nær ekki að knýja fram sigur.Carlsen sigurstranglegri Þegar þetta er skrifað hafa þeir teflt tólf hefðbundnar keppnisskákir; setið við samtals í 48 tíma og leikið meira en 630 leiki. Jafntefli í öllum skákunum. Aldrei áður í 132 ára sögu mótsins hefur ekki tekist að fá fram sigurvegara innan þess ramma sem ákvarðaður er þó áður hafi jafnteflisskákir einkennt heimsmeistaraeinvígi, svo sem milli þeirra Karpov og Kasparov 1984-1985 en þá urðu 17 jafntelfi í röð. Mörgum þykir nóg um þessa jafnteflishrotu nú. Einn þeirra er Hrafn Jökulsson skákfrömuður og forseti skákfélagsins Hrókurinn. Hann hefði kosið meira fjör. Hrafn veðjar á að Carlsen hafi sigur og lítur þar meðal annars til tölfræðinnar og jafnvel stjörnufræðinnar.Caruana mætti gríðarlega vel undirbúinn til leiks í London. Í dag mun það koma á daginn hvort hann nær að fylgja í fótspor Bobby Fichers, sem varð fyrstur Bandaríkjamanna til að verða heimsmeistari í skák.AP/Matt Dunham„En þetta eru tveir bestu skákmenn heims, á því leikur enginn vafi. Bogamaðurinn Carlsen, fæddur 30. nóvember árið 1990 hefur þrisvar teflt um heimsmeistaratitilinn, og ávallt unnið: Indverska bogamanninn Anand í tvígang og rússnesku steingeitina Karjakin, eftirlæti Pútíns, einu sinni. Carlsen og Caruana hafa á undanförnum árum teflt 37 kappskákir og tölfræðin er Norðmanninum í hag: Hann hefur unnið 10 sinnum, Caruana 5 sinnum og svo hafa þeir gert 22 jafntefli – þar af fjögur í London.“ Hrafn bendir jafnframt á þá staðreynd að í styttri viðureignum og sýningarskákum hefur Carlsen líka afgerandi forskot: 13 sigrar, 6 töp og 4 jafntefli.Óvænt jafntefli í lokaskákinni En þó mörgum þyki nóg um öll þessi jafntefli í einvíginu í London eru veisla hjá skáknördum. Þeim þykir þetta síður en svo einkennast af einhverjum leiðindum. Og mörg skákin hefur verið spennandi þó henni hafi lokið með jafntefli. Skákskýrandinn sem kallar sig Agadmator er með afar vinsæla skákrás á YouTube. Hann hefur meðal annars bent á að undirbúningur þeirra felist í því að styðjast við ofurskáktölvur sem reikna út af mikilli nákvæmni hverjir bestu leikirnir í stöðunni eru hverju sinni auk þess að fara yfir skákir sem þegar hafa verið leiknar og eru skráðar í tölvunum. Agadmator bendir á að þegar þeir eru komnir vel inn í miðtafl og þekktum stöðum sleppi, þá hraki gæðum, sé litið til þess sem skáktölvurnar reikna út. En, ekki mikið þó.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his.— Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Hér neðar má sjá Agadmator fara yfir lokaskákina í hinu hefðbundna einvígi, að hætti hússins. En, þar var samið um jafntefli eftir tiltölulega fáa leiki. Þetta kom ýmsum á óvart en Carlsen, sem var með svart, var talinn vera með betri stöðu og hefði Caruana þurft að tefla af mikilli nákvæmni til að sleppa með jafntefli. Þó Carlsen teljist sigurstranglegri, hann er ekki aðeins stigahæsti skákmaður heims í hefðbundinni skák heldur er stigahæstur í blitz-skák; hann telst sá besti í styttri skákum, þá höfðu ýmsir jafnteflið sem hann bauð í síðustu skákinni til marks um að hann sé hugsanlega að missa móðinn. Ekki aðeins var hann með betri stöðu heldur með talsvert betri tíma á sinni klukku. Sjálfur Garry Kasparov vill í það minnsta í ljósi þess endurskoða spá sína, þess efnis að Carlsen nái að verja titil sinn og greindi frá því á Twitter. Kasparov, sem lengi var stigahæsti skákmaður heims og heimsmeistari telur að taugarnar séu að gefa sig hjá Norðmanninum. Skák Tengdar fréttir Tíu skákum lokið og enn er staðan jöfn Glóðarauga heimsmeistarans og óheppilegt myndband áskorandans er meðal þess sem hefur verið rætt mikið um í einvígi Carlsen og Caruana. 23. nóvember 2018 07:30 Carlsen spilar fótbolta til að hvíla sig fyrir bráðabana á morgun Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. 27. nóvember 2018 12:45 Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Carlsen og Caruana eru komnir í bráðabana á heimsmeistaramótinu í skák í dag. Keppni hefst klukkan 15 og munu þeir kappar fyrst tefla fjögurra skáka atskák með 25 mínútna tímamörkum á hverja skák með 10 sekúndna viðbótartíma á hvern leik. Verði enn jafnt eftir atskákirnar fjórar verður farið í hraðskákeinvígi og ef svo ólíklega vill til að enn verði jafnt við svo búið er allt undir í einni lokaskák – svartur vinnur á jafntefli.Vísir miðlar beinni útsendingu Chess24 frá þessum viðburði en hægt er að horfa á hana í spilaranum hér fyrir neðan.Já, Magnús Carlsen, heimsmeistari í skák og frændi vor frá Noregi stendur í ströngu í London þessa dagana þar sem hann ver titil sinn. Áskorandinn er frá Bandaríkjunum, ári yngri en Magnús, eða 26 ára gamall og heitir Fabiano Caruana. Í dag munu þeir tefla til þrautar; fyrst fjórar Blitz-skákir eða atskák þar sem þeir fá 25 mínútur á mann auk 10 sekúnda sem bætast á klukkuna við hvern leik. Verði jafnt við svo búið þá hefst hraðskákeinvígi og fá þeir þá 5 mínútur á mann og ef enn er jafnt verður allt undir í lokaskák þar sem jafntefli er ekki í boði – svartur vinnur ef þeim sem teflir með hvítu mönnunum nær ekki að knýja fram sigur.Carlsen sigurstranglegri Þegar þetta er skrifað hafa þeir teflt tólf hefðbundnar keppnisskákir; setið við samtals í 48 tíma og leikið meira en 630 leiki. Jafntefli í öllum skákunum. Aldrei áður í 132 ára sögu mótsins hefur ekki tekist að fá fram sigurvegara innan þess ramma sem ákvarðaður er þó áður hafi jafnteflisskákir einkennt heimsmeistaraeinvígi, svo sem milli þeirra Karpov og Kasparov 1984-1985 en þá urðu 17 jafntelfi í röð. Mörgum þykir nóg um þessa jafnteflishrotu nú. Einn þeirra er Hrafn Jökulsson skákfrömuður og forseti skákfélagsins Hrókurinn. Hann hefði kosið meira fjör. Hrafn veðjar á að Carlsen hafi sigur og lítur þar meðal annars til tölfræðinnar og jafnvel stjörnufræðinnar.Caruana mætti gríðarlega vel undirbúinn til leiks í London. Í dag mun það koma á daginn hvort hann nær að fylgja í fótspor Bobby Fichers, sem varð fyrstur Bandaríkjamanna til að verða heimsmeistari í skák.AP/Matt Dunham„En þetta eru tveir bestu skákmenn heims, á því leikur enginn vafi. Bogamaðurinn Carlsen, fæddur 30. nóvember árið 1990 hefur þrisvar teflt um heimsmeistaratitilinn, og ávallt unnið: Indverska bogamanninn Anand í tvígang og rússnesku steingeitina Karjakin, eftirlæti Pútíns, einu sinni. Carlsen og Caruana hafa á undanförnum árum teflt 37 kappskákir og tölfræðin er Norðmanninum í hag: Hann hefur unnið 10 sinnum, Caruana 5 sinnum og svo hafa þeir gert 22 jafntefli – þar af fjögur í London.“ Hrafn bendir jafnframt á þá staðreynd að í styttri viðureignum og sýningarskákum hefur Carlsen líka afgerandi forskot: 13 sigrar, 6 töp og 4 jafntefli.Óvænt jafntefli í lokaskákinni En þó mörgum þyki nóg um öll þessi jafntefli í einvíginu í London eru veisla hjá skáknördum. Þeim þykir þetta síður en svo einkennast af einhverjum leiðindum. Og mörg skákin hefur verið spennandi þó henni hafi lokið með jafntefli. Skákskýrandinn sem kallar sig Agadmator er með afar vinsæla skákrás á YouTube. Hann hefur meðal annars bent á að undirbúningur þeirra felist í því að styðjast við ofurskáktölvur sem reikna út af mikilli nákvæmni hverjir bestu leikirnir í stöðunni eru hverju sinni auk þess að fara yfir skákir sem þegar hafa verið leiknar og eru skráðar í tölvunum. Agadmator bendir á að þegar þeir eru komnir vel inn í miðtafl og þekktum stöðum sleppi, þá hraki gæðum, sé litið til þess sem skáktölvurnar reikna út. En, ekki mikið þó.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his.— Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Hér neðar má sjá Agadmator fara yfir lokaskákina í hinu hefðbundna einvígi, að hætti hússins. En, þar var samið um jafntefli eftir tiltölulega fáa leiki. Þetta kom ýmsum á óvart en Carlsen, sem var með svart, var talinn vera með betri stöðu og hefði Caruana þurft að tefla af mikilli nákvæmni til að sleppa með jafntefli. Þó Carlsen teljist sigurstranglegri, hann er ekki aðeins stigahæsti skákmaður heims í hefðbundinni skák heldur er stigahæstur í blitz-skák; hann telst sá besti í styttri skákum, þá höfðu ýmsir jafnteflið sem hann bauð í síðustu skákinni til marks um að hann sé hugsanlega að missa móðinn. Ekki aðeins var hann með betri stöðu heldur með talsvert betri tíma á sinni klukku. Sjálfur Garry Kasparov vill í það minnsta í ljósi þess endurskoða spá sína, þess efnis að Carlsen nái að verja titil sinn og greindi frá því á Twitter. Kasparov, sem lengi var stigahæsti skákmaður heims og heimsmeistari telur að taugarnar séu að gefa sig hjá Norðmanninum.
Skák Tengdar fréttir Tíu skákum lokið og enn er staðan jöfn Glóðarauga heimsmeistarans og óheppilegt myndband áskorandans er meðal þess sem hefur verið rætt mikið um í einvígi Carlsen og Caruana. 23. nóvember 2018 07:30 Carlsen spilar fótbolta til að hvíla sig fyrir bráðabana á morgun Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. 27. nóvember 2018 12:45 Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38 Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tíu skákum lokið og enn er staðan jöfn Glóðarauga heimsmeistarans og óheppilegt myndband áskorandans er meðal þess sem hefur verið rætt mikið um í einvígi Carlsen og Caruana. 23. nóvember 2018 07:30
Carlsen spilar fótbolta til að hvíla sig fyrir bráðabana á morgun Það ræðst á morgun hver verður næsti heimsmeistari í skák en núverandi heimsmeistari og áskorandi hans gerðu jafntefli í öllum tólf skákum einvígis um titilinn í Lundúnum og eru því jafnir að stigum. 27. nóvember 2018 12:45
Bandaríkjamaður teflir í fyrsta sinn um heimsmeistaratitil frá einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígið í skák hefst í Lundúnum í dag þar sem Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana skorar heimsmeistarann Magnús Carlsen á hólm. 9. nóvember 2018 11:38
Heimsmeistarinn í skák segir að konur hati sig Norski skákmeistarinn Magnus Carlsen er mættur enn á ný á stóra sviðið til að verja heimsmeistaratitilinn sinn í skák. 9. nóvember 2018 15:00