Erlent

Ótrúlega stórt naut vekur heimsathygli

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Knickers er risavaxinn.
Knickers er risavaxinn. AP/Channel 7's Today Tonight
Ástralska nautið Knickers hefur vakið talsverða athygli fyrir stærð sína en nautið gnæfir yfir félaga sína í nautahjörðinni í Vestur-Ástralíu.

Myndir og myndbönd af Knickers hafa farið eins og eldur um sina um netheima að undanförnu. Skal engan undra enda er Knickers 1,94 sentimetrar á hæð og alls 1,4 tonn að þyngd.

Ástralskir fjölmiðlar greina frá því að öllum líkindum sé Knickers stærsti nautgripur Ástralíu.

Fréttaveita AP greinir frá því að eigandi Knickers, nautgripabóndinn Geoff Pearson, hafi ákveðið að þyrma lífi Knickers, hann væri einfaldleg of stór og þungur.

Í viðtali við Guardian segist Pearson ekki hafa undan því að svara símtölum fréttamanna vegna málsins en gríðarlegur áhugi sé á nautinu risavaxna. Segist hann hafa tekið á móti símtölum frá BBC, CNN, USA Today og Daily Mail vegna málsins sem og fjölda annarra frá öðrum fjölmiðlum.

„Ég hef fengið símtal á tíu mínúta fresti frá því klukkan fjögur í morgun,“ sagði Pearson en myndband af nautinu fræga má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×