Jólalegt í Köben Guðrún Vilmundardóttir skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Ég er að koma frá Köben. Er ekki enn nógu forfrömuð til að skella mér í julefrokost eða innkaup, það verður næst. Heimsótti átján ára dóttur mína sem flutti utan í haust. Færði henni vetrarfötin sem hún kom ekki fyrir í farangrinum. Af henni er gott að frétta og utandvölin hefur til dæmis kennt henni að það er gott að vaska upp eftir sig. Morgunkorn og hafragrautur verða hvimleið í skálum sem standa lengi óhreyfðar í vaskinum. Á þetta hef ég minnst endrum og sinnum í áratug, en eitthvað í útlandinu opnaði fyrir þessa skilningsrás. Þá hefur runnið upp fyrir henni að tómar mjólkurfernur sem eru settar fyrir aftan kranann hjá eldhúsvaskinum safnast bara saman þar. Það varð ákveðin vitrun þegar þær voru orðnar átta. Það lítur út fyrir að hún hafi fundið týnda hlekkinn í heimilisstörfum í Danmörku, mína ósýnilegu móðurhönd. Nú er svo sannarlega jólalegt í Köben. Við borðuðum á veitingastað með útsýni yfir jólatívolí og það var reglulega hátíðlegt. Einu sinni átti ég tvo samstarfsmenn sem fóru til Danaveldis í virðulegan julefrokost sem var haldinn í nágrenni höfuðborgarinnar. Þeir tóku lestina inn til Kaupmannahafnar daginn eftir, en þá voru þeir svo þreyttir, einhverra hluta vegna, að þeir komust aldrei út af lestarstöðinni heldur settust þar á írskan bar og horfðu á fótboltaleik. Fóru svo beint út á flugvöll með lest. Þegar þeir komu aftur til vinnu í Reykjavík og voru spurðir: „Er ekki orðið jólalegt í Köben?“ svöruðu þeir einfaldlega, fremur þurrlega: „Þegiði.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er að koma frá Köben. Er ekki enn nógu forfrömuð til að skella mér í julefrokost eða innkaup, það verður næst. Heimsótti átján ára dóttur mína sem flutti utan í haust. Færði henni vetrarfötin sem hún kom ekki fyrir í farangrinum. Af henni er gott að frétta og utandvölin hefur til dæmis kennt henni að það er gott að vaska upp eftir sig. Morgunkorn og hafragrautur verða hvimleið í skálum sem standa lengi óhreyfðar í vaskinum. Á þetta hef ég minnst endrum og sinnum í áratug, en eitthvað í útlandinu opnaði fyrir þessa skilningsrás. Þá hefur runnið upp fyrir henni að tómar mjólkurfernur sem eru settar fyrir aftan kranann hjá eldhúsvaskinum safnast bara saman þar. Það varð ákveðin vitrun þegar þær voru orðnar átta. Það lítur út fyrir að hún hafi fundið týnda hlekkinn í heimilisstörfum í Danmörku, mína ósýnilegu móðurhönd. Nú er svo sannarlega jólalegt í Köben. Við borðuðum á veitingastað með útsýni yfir jólatívolí og það var reglulega hátíðlegt. Einu sinni átti ég tvo samstarfsmenn sem fóru til Danaveldis í virðulegan julefrokost sem var haldinn í nágrenni höfuðborgarinnar. Þeir tóku lestina inn til Kaupmannahafnar daginn eftir, en þá voru þeir svo þreyttir, einhverra hluta vegna, að þeir komust aldrei út af lestarstöðinni heldur settust þar á írskan bar og horfðu á fótboltaleik. Fóru svo beint út á flugvöll með lest. Þegar þeir komu aftur til vinnu í Reykjavík og voru spurðir: „Er ekki orðið jólalegt í Köben?“ svöruðu þeir einfaldlega, fremur þurrlega: „Þegiði.“
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar