Körfubolti

Þóra Kristín með þrefalda tvennu í mikilvægum sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þóra Kristín er lykilmaður í liði Hauka
Þóra Kristín er lykilmaður í liði Hauka vísir/vilhelm
Haukar unnu sautján stiga sigur á Breiðabliki í fallslag í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Hauka með 23 stig, 11 fráköst og 11 stoðsendingar og nældi sér þar með í þrefalda tvennu. Þá stal hún þremur boltum af Blikum.

Haukar leiddu með þremur stigum eftir fyrsta leikhlutann og juku forskotið í öðrum leikhluta. Þegar komið var til hálfleiks var staðan 42-32 fyrir Hauka.

Heimakonur sigldu hægt og rólega lengra fram úr í seinni hálfleik og urður lokatölur 80-63.

Í liði Breiðabliks var Kelly Faris atkvæðamest með 18 stig og Sóllilja Bjarnadóttir gerði 15.

Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir Hauka en fyrir leiki kvöldsins skildu aðeins tvö stig liðin að í 7. og 8. sæti deildarinnar. Haukarnir náðu að stækka bilið niður í fallsætið og eru nú jafnir Skallagrími að stigum.

Haukar-Breiðablik 80-63 (18-15, 24-17, 18-15, 20-16)

Haukar:
Þóra Kristín Jónsdóttir 23/11 fráköst/11 stoðsendingar, Eva Margrét Kristjánsdóttir 15/8 fráköst, LeLe Hardy 13/13 fráköst/8 stoðsendingar, Magdalena Gísladóttir 10, Bríet Lilja Sigurðardóttir 9/11 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 8/10 fráköst, Anna Lóa Óskarsdóttir 2.

Breiðablik: Kelly Faris 18/9 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 15, Sanja Orazovic 10/8 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 9/9 fráköst, Björk Gunnarsdótir 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×