Viðskipti innlent

Ríkið greiðir Vísi fyrir kynningar

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Ernir
Utanríkisráðuneytið greiðir vefmiðlinum visir.is 350 þúsund krónur á mánuði fyrir að birta greinar sem skrifaðar eru um þróunarsamvinnu. Greinarnar eru birtar sem kynningarefni á vefnum.

Samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins var ákveðið að leita leiða til að auka útbreiðslu frétta frá Heimsljósi, sem er undirsíða á vef Stjórnarráðsins.

„Fyrirspurn var send á tvo stærstu vefmiðla landsins, mbl.is og visir.is, þar sem óskað var eftir verðtilboðum. Báðir miðla lýstu yfir áhuga á frekara samstarfi um birtingu frétta um þróunarsamvinnu. Þar sem tilboð Vísis var hagstæðara var ákveðið að ganga til samninga við þann miðil,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins.

Samkvæmt samningnum fær starfsmaður Vísis efni frá Heimsljósi og afritar inn í ritstjórnarkerfi Vísis og þurfa greinarnar að vera sýnilegar ofarlega á síðunni en fara svo í sér undirflokk. Vísir leggur jafnframt til fasta auglýsingaborða sem vísa á Heimsljós og tryggja 15-20 þúsund birtingar á dag.

Samningurinn tók gildi 1. október og gildir til fjögurra mánaða með heimild um að framlengja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×