Trump útilokar ekki að náða Manafort Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 08:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. Þá átti einnig að rétta yfir honum fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir en hann gerði samkomulag við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu. Mueller hefur nú fellt þetta samkomulag niður og sagði Manafort hafa brotið gegn því með því að ljúga að rannsakendum. Þá tjáði lögmaður Manafort lögmönnum Trump um allar þær spurningar sem Manafort var spurður af rannsakendum Mueller. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 þegar hann steig til hliðar í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Lögspekingar hafa velt því fyrir sér hvort Manafort hafi freistað þess að fá forsetann til að náða sig á sama tíma og hann reyndi að fá Mueller til að milda refsingu sína.Sjá einnig: Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hansÍ viðtali við New York Post, sem birt var í gær, líkti Trump Rússarannsókninni við leit Joe McCarthy að kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar, sem er auðvelt að túlka á þann veg að hann telji þetta vera ofsóknir gegn sér. Þá sagði hann mögulega náðun Manafort aldrei hafa verið rædda en hann vildi þó ekki útiloka að náða hann. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði Trump. Mark Warner, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og æðsti meðlimur flokksins í njósnamálanefnd öldungadeildarinnar, sagði á Twitter að náðunarvald forseta Bandaríkjanna væri ekki persónulegt tól Trump til að vernda sig og vini sína. Hann sagði ljóst náðun Manafort væri gróf misbeiting valds.This would be a blatant and unacceptable abuse of power. The pardon power is not the President's personal tool for protecting himself and his friends. https://t.co/sM5UnUmOnW— Mark Warner (@MarkWarner) November 28, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. Þá átti einnig að rétta yfir honum fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir en hann gerði samkomulag við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu. Mueller hefur nú fellt þetta samkomulag niður og sagði Manafort hafa brotið gegn því með því að ljúga að rannsakendum. Þá tjáði lögmaður Manafort lögmönnum Trump um allar þær spurningar sem Manafort var spurður af rannsakendum Mueller. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 þegar hann steig til hliðar í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Lögspekingar hafa velt því fyrir sér hvort Manafort hafi freistað þess að fá forsetann til að náða sig á sama tíma og hann reyndi að fá Mueller til að milda refsingu sína.Sjá einnig: Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hansÍ viðtali við New York Post, sem birt var í gær, líkti Trump Rússarannsókninni við leit Joe McCarthy að kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar, sem er auðvelt að túlka á þann veg að hann telji þetta vera ofsóknir gegn sér. Þá sagði hann mögulega náðun Manafort aldrei hafa verið rædda en hann vildi þó ekki útiloka að náða hann. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði Trump. Mark Warner, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og æðsti meðlimur flokksins í njósnamálanefnd öldungadeildarinnar, sagði á Twitter að náðunarvald forseta Bandaríkjanna væri ekki persónulegt tól Trump til að vernda sig og vini sína. Hann sagði ljóst náðun Manafort væri gróf misbeiting valds.This would be a blatant and unacceptable abuse of power. The pardon power is not the President's personal tool for protecting himself and his friends. https://t.co/sM5UnUmOnW— Mark Warner (@MarkWarner) November 28, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46
Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23