Húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 12:33 Verið er að leita sérstaklega að upplýsingum um tvo starfsmenn bankans sakaðir eru um að hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að þvo fé. AP/Michael Probst Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleit í skrifstofuhúsnæði Deutsce Bank í Frankfurt í dag. Það var gert vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti bankans. Verið er að leita sérstaklega að upplýsingum um tvo starfsmenn bankans sakaðir eru um að hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að þvo fé. Rætur rannsóknarinnar má rekja til Panamaskjalanna frá Mossack Fonseca sem lekið var til fjölmiðla árið 2016. Þá tengist málið sömuleiðis peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Allt að 150 milljarðar evra sem voru þvættaðar í gegnum Danske bank runnu í gegnum þýska bankann Deutsche bank að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra danska bankans sem gerðist uppljóstrari í málinu.Sjá einnig: Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bankBBC bendir á að Deutsche Bank hafi verið refsað áður vegna peningaþvættis. Fjármálaráðuneyti Þýskalands skipaði forsvarsmönnum bankans í september að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir peningaþvætti og að fjármagn ætlað hryðjuverkasamtökum færi í gegnum bankann. Þá var sérstakur eftirlitsmaður skipaður til að fylgjast með bankanum í þrjú ár. Yfirvöld Bandaríkjanna og Bretlands sektuðu bankann í fyrra í tengslum við peningaþvætti rússneskra auðjöfra. Reuters segir virði hlutabréfa fyrirtækisins hafa lækkað eftir að fregnir bárust af húsleitunum. Tekjur Deutsche Bank hafa dregist saman að undanförnu og nýr forstjóri fyrirtækisins hefur gripið til þess ráðs að segja upp fólki og skera niður kostnað. Á þessu ári hefur virði hlutabréfa Deutsche Banka lækkað um helming. Eistland Panama-skjölin Þýskaland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Um 170 lögregluþjónar og aðrir embættismenn framkvæmdu húsleit í skrifstofuhúsnæði Deutsce Bank í Frankfurt í dag. Það var gert vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti bankans. Verið er að leita sérstaklega að upplýsingum um tvo starfsmenn bankans sakaðir eru um að hafa hjálpað skjólstæðingum sínum að þvo fé. Rætur rannsóknarinnar má rekja til Panamaskjalanna frá Mossack Fonseca sem lekið var til fjölmiðla árið 2016. Þá tengist málið sömuleiðis peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Allt að 150 milljarðar evra sem voru þvættaðar í gegnum Danske bank runnu í gegnum þýska bankann Deutsche bank að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra danska bankans sem gerðist uppljóstrari í málinu.Sjá einnig: Deutsche bank bendlaður við peningaþvættishneyksli Danske bankBBC bendir á að Deutsche Bank hafi verið refsað áður vegna peningaþvættis. Fjármálaráðuneyti Þýskalands skipaði forsvarsmönnum bankans í september að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir peningaþvætti og að fjármagn ætlað hryðjuverkasamtökum færi í gegnum bankann. Þá var sérstakur eftirlitsmaður skipaður til að fylgjast með bankanum í þrjú ár. Yfirvöld Bandaríkjanna og Bretlands sektuðu bankann í fyrra í tengslum við peningaþvætti rússneskra auðjöfra. Reuters segir virði hlutabréfa fyrirtækisins hafa lækkað eftir að fregnir bárust af húsleitunum. Tekjur Deutsche Bank hafa dregist saman að undanförnu og nýr forstjóri fyrirtækisins hefur gripið til þess ráðs að segja upp fólki og skera niður kostnað. Á þessu ári hefur virði hlutabréfa Deutsche Banka lækkað um helming.
Eistland Panama-skjölin Þýskaland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira