Drengir, feður, stríð Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Í gær voru 100 ár liðin frá lokum þeirra stríðsátaka sem Íslendingar kalla í bjartsýni sinni Fyrri heimsstyrjöldina. Upp undir 20 milljón manns létu lífið í þessari fjögurra ára martröð og annar eins fjöldi særðist. Alls börðust um 70 milljón hermenn í stríðinu, mest drengir. Fjölmargar lýsingar eru til af því hversu viðurstyggileg hörmung þetta stríð var. Ungir menn með rotnar tennur fastir í skotgröfum, skríðandi í drullu innan um sprengingar. Það er ein af dýpri ráðgátum mannkynssögunnar hvers vegna svona margir ungir karlmenn, jafnvel unglingar undir lögaldri, buðu sig fram til hermennsku til þess að storma inn á vígvöllinn og drepa hver annan. Ein kenningin er sú að fólk hafi almennt, eftir langvarandi frið í Evrópu, verið búið að gleyma því hvernig stríð færi fram. Önnur kenning er einfaldlega sú að múgæsing hafi gripið um sig, einhvers konar allsherjar þrýstingur á unga menn í samfélögum Evrópu um að nú skyldu þeir sanna karlmennsku sína. Með því að skjóta hver annan. Oft hefur það verið hlutskipti karlmanna í mannkynssögunni að vera með einum eða öðrum hætti fallbyssufóður. Að ganga í takt við aðra unga menn í einkennisklæddum massa með byssu á öxl inn í martraðir og dauða. Fyrri heimsstyrjöldin var í raun og veru ein samfelld, markviss tortíming á ungum karlmönnum. Þeim var fórnað í milljónavís í valdatafli sem fáir í raun skilja, ef einhver. Út af hverju var eiginlega þessi heimsstyrjöld? Af hverju dóu allir þessir drengir?Karlfrelsisbarátta Það var eitthvað viðeigandi við það að 100 ára afmæli stríðslokanna skyldi bera upp á feðradaginn að þessu sinni. Báðir viðburðirnir setja karlmennskuna í brennidepil, með ólíku móti. Feðradagurinn á Íslandi á sér ekki langa sögu. Hann var fyrst haldinn árið 2006. Þá var efnt til ráðstefnu á Nordica, á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Félags ábyrgra feðra, um feður í samfélagi nútímans og um þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Síðan þá er dagurinn haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember ár hvert. Ég fékk knús. En reyndar bara eftir að ég var búinn að tilkynna heimilishaldinu, eins föðurlega og mér er unnt, að feðradagurinn væri. Það var ekki vitað. En hvað um það. Knúsið var gott. Og ég, semsagt, hugsaði um fyrri heimsstyrjöldina í leiðinni og allar breytingarnar á veröldinni frá því hún var háð. Ég held að það gleymist stundum hvað jafnréttisbaráttan, kvenfrelsisbaráttan hefur verið mikilvæg fyrir karlmenn líka. Hvað hún hefur gert fyrir okkur feðurna og drengina. Karlmenn eiga ekki að drepa. Þeir þurfa ekki að rjúka í stríð til að sanna karlmennsku sína. Þeir eiga að ala upp börn. Sinna heimilinu. Skipta um bleyjur. Tala um tilfinningar sínar. Ég held að jafnréttisbaráttan og breytingarnar á veröldinni sem hafa orðið út af henni sé langlíklegust til að koma í veg fyrir að nokkru sinni myndist aftur sú stemmning í Evrópu að ungir karlmenn telji sig almennt knúna til að rjúka í stríð og drepa hver annan. Kvenfrelsisbaráttan hefur þannig orðið karlfrelsisbarátta líka.Barðir menn Saga karlmennskunnar er órjúfanlega tengd ofbeldi og átökum, þótt vissulega eigi hún sér fallegar og uppbyggilegar hliðar líka eins og hetjudáðir og ósérhlífni. En ég þekki semsagt — held ég að mér sé óhætt að segja — engan karlmann sem hefur ekki á einhverjum tímapunkti í lífi sínu verið barinn. Þannig er að vera karl. Einu sinni var ég, fimmtán ára, laminn á einu kvöldi á útihátíð þrisvar sinnum af þremur ótengdum, en álíka pöddufullum, mér eldri strákum af engri ástæðu. Maður hristi þetta af sér. Svona var lífið. Það var alltaf verið að lemja einhverja. Ég náði líka í öllum tilvikum að hlaupa burt. Þegar upp er staðið var kvöldið líka gott vegna þess að þarna í fyrsta skipti kyssti mig stelpa. Í lopapeysu á tjaldstæði. Það trompaði barsmíðarnar. Hér er ég auðvitað að bera mig mannalega. Í hreinskilni sagt hefur þetta alltaf setið í mér. Að vera laminn er ekki gaman. Að verða fyrir ofbeldi er niðurlægjandi og trámatísk reynsla sem skilur eftir ör á sálinni. Ég held að mjög margir karlmenn beri slík ör, þótt þeir láti ekki endilega mikið með það. Kem ég þá aftur að hinu. Megi jafnréttisbaráttan halda áfram sem aldrei fyrr og ná nýjum hæðum helst, þar sem markmiðum beggja kynja er náð, um að búa til veröld þar sem ofbeldi er ekki liðið — hvaða nafni sem það nefnist — og bæði karlar og konur, drengir og stúlkur, geta um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki undir nokkrum kringumstæðum að sanna eitthvert bull með því að meiða, lemja eða drepa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær voru 100 ár liðin frá lokum þeirra stríðsátaka sem Íslendingar kalla í bjartsýni sinni Fyrri heimsstyrjöldina. Upp undir 20 milljón manns létu lífið í þessari fjögurra ára martröð og annar eins fjöldi særðist. Alls börðust um 70 milljón hermenn í stríðinu, mest drengir. Fjölmargar lýsingar eru til af því hversu viðurstyggileg hörmung þetta stríð var. Ungir menn með rotnar tennur fastir í skotgröfum, skríðandi í drullu innan um sprengingar. Það er ein af dýpri ráðgátum mannkynssögunnar hvers vegna svona margir ungir karlmenn, jafnvel unglingar undir lögaldri, buðu sig fram til hermennsku til þess að storma inn á vígvöllinn og drepa hver annan. Ein kenningin er sú að fólk hafi almennt, eftir langvarandi frið í Evrópu, verið búið að gleyma því hvernig stríð færi fram. Önnur kenning er einfaldlega sú að múgæsing hafi gripið um sig, einhvers konar allsherjar þrýstingur á unga menn í samfélögum Evrópu um að nú skyldu þeir sanna karlmennsku sína. Með því að skjóta hver annan. Oft hefur það verið hlutskipti karlmanna í mannkynssögunni að vera með einum eða öðrum hætti fallbyssufóður. Að ganga í takt við aðra unga menn í einkennisklæddum massa með byssu á öxl inn í martraðir og dauða. Fyrri heimsstyrjöldin var í raun og veru ein samfelld, markviss tortíming á ungum karlmönnum. Þeim var fórnað í milljónavís í valdatafli sem fáir í raun skilja, ef einhver. Út af hverju var eiginlega þessi heimsstyrjöld? Af hverju dóu allir þessir drengir?Karlfrelsisbarátta Það var eitthvað viðeigandi við það að 100 ára afmæli stríðslokanna skyldi bera upp á feðradaginn að þessu sinni. Báðir viðburðirnir setja karlmennskuna í brennidepil, með ólíku móti. Feðradagurinn á Íslandi á sér ekki langa sögu. Hann var fyrst haldinn árið 2006. Þá var efnt til ráðstefnu á Nordica, á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Félags ábyrgra feðra, um feður í samfélagi nútímans og um þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Síðan þá er dagurinn haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember ár hvert. Ég fékk knús. En reyndar bara eftir að ég var búinn að tilkynna heimilishaldinu, eins föðurlega og mér er unnt, að feðradagurinn væri. Það var ekki vitað. En hvað um það. Knúsið var gott. Og ég, semsagt, hugsaði um fyrri heimsstyrjöldina í leiðinni og allar breytingarnar á veröldinni frá því hún var háð. Ég held að það gleymist stundum hvað jafnréttisbaráttan, kvenfrelsisbaráttan hefur verið mikilvæg fyrir karlmenn líka. Hvað hún hefur gert fyrir okkur feðurna og drengina. Karlmenn eiga ekki að drepa. Þeir þurfa ekki að rjúka í stríð til að sanna karlmennsku sína. Þeir eiga að ala upp börn. Sinna heimilinu. Skipta um bleyjur. Tala um tilfinningar sínar. Ég held að jafnréttisbaráttan og breytingarnar á veröldinni sem hafa orðið út af henni sé langlíklegust til að koma í veg fyrir að nokkru sinni myndist aftur sú stemmning í Evrópu að ungir karlmenn telji sig almennt knúna til að rjúka í stríð og drepa hver annan. Kvenfrelsisbaráttan hefur þannig orðið karlfrelsisbarátta líka.Barðir menn Saga karlmennskunnar er órjúfanlega tengd ofbeldi og átökum, þótt vissulega eigi hún sér fallegar og uppbyggilegar hliðar líka eins og hetjudáðir og ósérhlífni. En ég þekki semsagt — held ég að mér sé óhætt að segja — engan karlmann sem hefur ekki á einhverjum tímapunkti í lífi sínu verið barinn. Þannig er að vera karl. Einu sinni var ég, fimmtán ára, laminn á einu kvöldi á útihátíð þrisvar sinnum af þremur ótengdum, en álíka pöddufullum, mér eldri strákum af engri ástæðu. Maður hristi þetta af sér. Svona var lífið. Það var alltaf verið að lemja einhverja. Ég náði líka í öllum tilvikum að hlaupa burt. Þegar upp er staðið var kvöldið líka gott vegna þess að þarna í fyrsta skipti kyssti mig stelpa. Í lopapeysu á tjaldstæði. Það trompaði barsmíðarnar. Hér er ég auðvitað að bera mig mannalega. Í hreinskilni sagt hefur þetta alltaf setið í mér. Að vera laminn er ekki gaman. Að verða fyrir ofbeldi er niðurlægjandi og trámatísk reynsla sem skilur eftir ör á sálinni. Ég held að mjög margir karlmenn beri slík ör, þótt þeir láti ekki endilega mikið með það. Kem ég þá aftur að hinu. Megi jafnréttisbaráttan halda áfram sem aldrei fyrr og ná nýjum hæðum helst, þar sem markmiðum beggja kynja er náð, um að búa til veröld þar sem ofbeldi er ekki liðið — hvaða nafni sem það nefnist — og bæði karlar og konur, drengir og stúlkur, geta um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki undir nokkrum kringumstæðum að sanna eitthvert bull með því að meiða, lemja eða drepa.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun