LeBron tróð fyrir sigri Lakers Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 07:30 Chandler og James fagna í nótt vísir/getty LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106 NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
LeBron James tróð fyrir sigri Los Angeles Lakers gegn Atlanta Hawks í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann sinn þriðja leik í röð á tímabilinu. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir af leiknum tróð James boltanum í körfu Atlanta og kom Lakers yfir 107-106. Það var svo Tyson Chandler sem sá til þess að þeir færu heim til Los Angeles með sigurinn með því að verja sniðskot Trae Young í lokasókn Atlanta. Sigurinn var sá fimmti í sex leikjum hjá Lakers sem situr nú í áttunda sæti Vesturdeildarinnar.The @Lakers & @ATLHawks go down to the wire in a fantastic finish at Staples Center! #LakeShowpic.twitter.com/ilb2vjjbLR — NBA (@NBA) November 12, 2018 Houston Rockets, sem fór alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar í vor, vann loks sinn fyrsta heimaleik á nýju tímabili eftir fjögur töp. Sigurinn var hvað helst James Harden að þakka sem átti stórleik og skoraði 40 stig fyrir Rockets ásamt 9 stoðsendingum og 7 fráköstum. Chris Paul bætti við 26 stigum fyrir Houston í 115-103 sigri á Indiana Pacers. Gestirnir frá Indiana voru nálægt því að gera leikinn spennandi undir lokin þegar Cory Joseph minnkaði muninn í átta stig og 90 sekúndur voru á klukkunni en Chris Paul svaraði strax og batt enda á alla drauma um endurkomu. Indiana tapaði þriðja leiknum í síðustu fjórum.James Harden hits 8 3's en route to a season-high 40 PTS, 9 AST, 7 REB for the @HoustonRockets! #Rocketspic.twitter.com/KrA3WvMmTf — NBA (@NBA) November 12, 2018 Í Portland náðu heimamenn í Portland Trail Blazers í sinn fjórða sigur í röð þegar þeir unnu Boston Celtics 100-94. Portland var mest með 21 stigs forskot í leiknum en gestirnir frá Boston gáfust aldrei upp. Í byrjun fjórða leikhluta tóku þeir 13-2 áhlaup og minnkuðu muninn í 85-83. Heimamenn svöruðu strax og héldu forskotinu út leikinn þökk sé tveimur mikilvægum þristum frá Al-Farouq Aminu á loka mínútunum.Damian Lillard records 19 PTS, 12 AST to lift the @trailblazers to victory at home! #RipCitypic.twitter.com/rs5bsmWSf7 — NBA (@NBA) November 12, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Charlotte Hornets 103-113 Houston Rockets - Indiana Pacers 115-103 New York Knicks - Orlando Magic 89-115 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 114-121 Portland Trail Blazers - Boston Celtics 100-94 Los Angeles Lakers - Atlanta Hawks 107-106
NBA Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum