Erlent

Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gerard Butler fyrir framan brunarústirnar.
Gerard Butler fyrir framan brunarústirnar. Twitter/@GerardButler
Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. Þeir greina allir þrír frá þessu í færslum á samfélagsmiðlum.

Tala látinna af völdum eldanna er komin upp í 31 og þá er 200 saknað í ríkinu. Um 250 þúsund manns hafa auk þess þurft að flýja heimili sín, og hefur gríðarlegur fjöldi húsa brunnið til grunna.

Butler birti mynd af rústum heimilis síns í Malibu á Twitter í gær og þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir hugrekki sitt.

Hús tónlistarmannsins Robin Thicke virðist einnig hafa orðið eldunum að bráð. Hann kom á framfæri þökkum til viðbragðsaðila sem reyndu að bjarga heimili hans og fjölskyldu hans í Instagram-færslu í gær.

 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Robin Thicke (@robinthicke) on Nov 11, 2018 at 12:47pm PST

Þá greindi Neil Young frá því í færslu á heimasíðu sinni að hann hefði nú misst heimili sitt vegna kjarrelda í Kaliforníu í annað skipti. Hann kallaði jafnframt eftir aðgerðum til að bregðast við loftslagsbreytingum.

Woolsey-eldurinn er einn þriggja kjarrelda sem geisa nú í Kaliforníu en hann logar í grennd við Los Angeles. Tveir hafa fundist látnir vegna eldsins og þá er gert ráð fyrir að um 57 þúsund heimili séu í bráðri hættu vegna hans.


Tengdar fréttir

„Paradís er horfin“

Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa.

Draumur Íslendings í Paradís lifir enn

Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×