Fá fræðslu um samskipti kynjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 13:00 Ætla má að Reykjavíkurborg þjónusti um 450 umsækjendur um alþjóðlega vernd á þessu ári. Vísir/Vilhelm Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna. Reykjavíkurborg, líkt og önnur sveitarfélög, þjónustar umsækjendur um vernd samkvæmt samningi við Útlendingastofnun og sér fólki fyrir húsnæði, framfærslu og annarri þjónustu. Það sem af er þessa árs hafa 398 verið í þjónustu borgarinnar en ætla má að í heildina verði þetta um 450 manns við lok þessa árs að því er segir í frétt á vef borgrinnar. Að sögn Sigþrúðar Erlu Arnardóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, má rekja fjölgunina til nýs verklags hjá Útlendingastofnun sem hraðað hefur afgreiðslu umsókna. „Samningur Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun er upp á 200 einstaklinga á hverjum tíma svo þar af leiðandi er ákveðin skipti náttúrlega sem eiga sér stað þegar fólk fær synjun og nýtt fólk kemur inn,“ segir Sigþrúður. Það eigi við hvort sem fólk fær synjun eða stöðu flóttafólks. Sérstakt teymi hjá borginni veitir umsækjendum stuðning á meðan þeir bíða niðurstöðu en meðal þeirrar þjónustu sem boðið er upp á eru ýmis virkniverkefni á borð við samfélagsfræðslu, íþróttir, myndlist og fleira sem stuðla á að betri aðlögun að samfélaginu. Teymið hefur til að mynda staðið fyrir fræðslu fyrir unga karlmenn sem snýr að menningarlæsi þar sem áhersla er m.a. lögð á fræðslu um samskipti kynjanna, ólíka stöðu í jafnréttismálum og hlutverkum kynjanna á milli landa og þeim meðal annars kennt hvernig koma eigi fram við konur á Íslandi „Það er bara ólíkur menningarmunur sem fólk er að koma úr og þar af leiðandi teljum við mjög mikilvægt að við staðsetjum viðkomandi í því umhverfi sem hann er, þetta er bæði varðandi börn og barnauppeldi og líka varðandi samskipti kynjanna . Þetta eru bara þættir sem eru ólíkir á milli landa og við teljum mikilvægt að fræða um,“ segir Sigþrúður. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þjónustaðir eru af Reykjavíkurborg hefur fjölgað um 318 á fimm árum. Borgin býður upp á námskeið fyrir unga karlmenn úr þessum hópi þar sem þeir fá meðal annars fræðslu um samskipti kynjanna. Reykjavíkurborg, líkt og önnur sveitarfélög, þjónustar umsækjendur um vernd samkvæmt samningi við Útlendingastofnun og sér fólki fyrir húsnæði, framfærslu og annarri þjónustu. Það sem af er þessa árs hafa 398 verið í þjónustu borgarinnar en ætla má að í heildina verði þetta um 450 manns við lok þessa árs að því er segir í frétt á vef borgrinnar. Að sögn Sigþrúðar Erlu Arnardóttur, framkvæmdastjóra þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, má rekja fjölgunina til nýs verklags hjá Útlendingastofnun sem hraðað hefur afgreiðslu umsókna. „Samningur Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun er upp á 200 einstaklinga á hverjum tíma svo þar af leiðandi er ákveðin skipti náttúrlega sem eiga sér stað þegar fólk fær synjun og nýtt fólk kemur inn,“ segir Sigþrúður. Það eigi við hvort sem fólk fær synjun eða stöðu flóttafólks. Sérstakt teymi hjá borginni veitir umsækjendum stuðning á meðan þeir bíða niðurstöðu en meðal þeirrar þjónustu sem boðið er upp á eru ýmis virkniverkefni á borð við samfélagsfræðslu, íþróttir, myndlist og fleira sem stuðla á að betri aðlögun að samfélaginu. Teymið hefur til að mynda staðið fyrir fræðslu fyrir unga karlmenn sem snýr að menningarlæsi þar sem áhersla er m.a. lögð á fræðslu um samskipti kynjanna, ólíka stöðu í jafnréttismálum og hlutverkum kynjanna á milli landa og þeim meðal annars kennt hvernig koma eigi fram við konur á Íslandi „Það er bara ólíkur menningarmunur sem fólk er að koma úr og þar af leiðandi teljum við mjög mikilvægt að við staðsetjum viðkomandi í því umhverfi sem hann er, þetta er bæði varðandi börn og barnauppeldi og líka varðandi samskipti kynjanna . Þetta eru bara þættir sem eru ólíkir á milli landa og við teljum mikilvægt að fræða um,“ segir Sigþrúður.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira