CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 14:56 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. AP/Evan Vucci Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira