Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 118-100 │Martin með skotsýningu í Hertz hellinum Böðvar Sigurbjörnsson skrifar 14. nóvember 2018 21:45 Justin Martin skoraði 45 stig vísir/bára ÍR vann Val 118-100 þegar liðin mættust í Hertz-höllinni í Breiðholti í kvöld. Leikurinn var í sjöundu umferð Dominosdeildar karla í körfubolta og ÍR hefur nú unnið fjóra leiki. Valsmenn eru áfram með einn sigurleik. Justin Martin var frábær í liði ÍR og skoraði 45 stig. Gerald Robinson átti líka mjög góðan leik og skoraði 29 stig. Kendall Lamont Anthony var stigahæstur í liði Vals með 28 stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af sókn og meiri sókn. Bæði lið reyndu nokkrar útgáfur af varnarleik en ekkert gekk upp. Alls voru settar niður 15 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og þar voru Valsmenn mun heitari en Valur skoraði níu þrista í fyrri hálfleik. Valsmenn höfðu undirtökin lengstum í fyrri hálfleik en frábær sprettur Justin Martin kom heimamönnum yfir þegar skammt var eftir. Þá svöruðu Valsmenn aftur með skothríð og héldu til búningsherbergja með naumt forskot, 58-59. Austin Magnus Bracey byrjaði seinni hálfleikinn með látum og skoraði átta stig á skömmum tíma. Þessi frammistaða kappans skilaði Val ágætri forystu sem hvarf þó fljótt þegar áðurnefndur Justin Martin lifnaði heldur betur til lífsins. Martin skoraði 16 stig í þriðja leikhluta og átti stærsta heiðurinn af fjögurra stiga forystu ÍR að honum loknum, 86-82. Fjórði og síðasti leikhluti var svo algjörlega eign heimamanna sem keyrðu yfir Valsmenn og lönduðu að lokum sætum 18 stiga sigri.Af hverju vann ÍR leikinn? Sóknarleikur ÍR var einfaldlega frábær allan leikinn. Áður hefur verið minnst á frammistöðu Martin en það skiluðu fjölmargir leikmenn liðsins góðu framlagi í leiknum. Það munaði líka um að ÍR fann örlítinn takt varnarlega á kaflanum þar sem skildi í sundur.Hverjir stóðu upp úr? Justin Martin var einstaklega góður og Gerald Robinson sömuleiðis. Sigurður Gunnar Þorsteinsson lék líka afar vel með 24 stig og sjö fráköst. Kendall Lamont Anthony var atkvæðamestur Valsmanna en kappinn hitti ekki vel í kvöld. Heilt yfir var Austin Magnus Bracey besti maður Vals í kvöld.Tölfræði sem vakti athygli Alls voru tekin 67 þriggja stiga skot í leiknum! Það eru rúmlega 16 þristar í hverjum leikfjórðung, sem er einfaldlega galin tölfræði.Hvað gerist næst? ÍR fer í erfiðan útileik á Sauðárkróki og mætir það Tindastóli. Valsmenn taka á móti spræku liði Breiðabliks á heimavelli sínum að Hlíðarenda.ÍR-Valur 118-100 (27-34, 31-25, 28-23, 32-18)ÍR: Justin Martin 45/10 fráköst, Gerald Robinson 29/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 12/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6, Sæþór Elmar Kristjánsson 2.Valur: Kendall Lamont Anthony 28/11 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 25, Aleks Simeonov 17/5 fráköst, William Saunders 10, Ragnar Agust Nathanaelsson 9/5 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 6, Benedikt Blöndal 3, Illugi Steingrímsson 2/4 fráköst.Ágúst var svekktur eftir leikinn í kvöldVísir/ErnirÁgúst: Niðurlægðir í fráköstunum Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals var frekar daufur eftir tapið gegn ÍR. „Varnarleikurinn var afleitur hjá báðum liðum og þetta var bara spurning hvort liðið næði einhverjum stoppum í vörninni hjá sér. Það er í raun ótrúlegt að við vorum inn í leik þar sem við erum gjörsamlega teknir í bakaríið í frákastabaráttunni. Við vorum bara niðurlægðir í fráköstum í þessum leik og það er vandamál hjá okkur,“ sagði Ágúst í samtali eftir leik. En snúast fráköst ekki að miklu leyti um hungur og vilja? „Það er a.m.k. alveg ljóst hvoru liðinu langaði meira í fráköstin í kvöld. Það var miklu meiri barátta í ÍR og þá langaði meira í fráköstin sem voru í boði.“ Getur þjálfarinn tekið eitthvað jákvætt úr Breiðholtinu í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar er bara fínn. Við erum í smá rugli þar í lokin en annars er hann bara í góðu lagi. Sem lið erum við bara nokkuð góðir sóknarlega en varnarlega erum við slakasta lið í deildinni,“ sagði frekar ósáttur Ágúst að lokum.Justin Martinvísir/báraJustin Martin: Ghetto Hooligans eru einstakir „Það var mikilvægt að ná í sigurinn. Okkur hefur vantað leikstjórnanda í undanförnum leikjum (Matthías Orri Sigurðarson er meiddur) og erum í raun að leita að takti aftur í liðið. Takturinn var til staðar í sókninni en varnarlega getum við bætt okkur mikið,“ sagði Justin Martin sem átti frábæran leik fyrir ÍR í 118-100 sigri liðins gegn Val í Dominosdeild karla. Þrátt fyrir að Martin hafi skorað 45 stig, viðurkenndi kappinn að heilsan væri ekki góð. „Mér líður ekki vel, er bara hundveikur. Þetta er bara hörkuvinna að ná svona leik og reyna að ná einhverjum stöðugleika. Ég geri bara það sem ég þarf að gera til að liðið mitt vinni körfuboltaleiki“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals vildi meina að sigur ÍR væri ekki síst að þakk þeirri staðreynd að liðið rúllaði yfir Val í frákastabaráttunni. „Þetta er alltaf lykilatriði, þ.e. að stýra fráköstunum og ná í kjölfarið að nýta það til góðra verka. Varnarfráköst skila hraðupphlaupum og auðveldum körfum. Sóknarfráköst skila körfum, svo einfalt er það. Við erum með eitt hávaxnasta lið deildarinnar og verðum að að eigna okkur teiginn.“ Stuðningsmannasveit ÍR fór mikinn á pöllunum og Martin kann svo sannarlega að meta þeirra stuðning. „Úff maður, þetta er einstakt. Ég hef leikið í nokkrum löndum í Evrópu en þessir áhorfendur eiga sérstakan stað í mínu hjarta. Þeir koma alltaf með mikla og góða orku með sér og það er nánast eins og að hafa sex leikmenn á vellinum. Ghetto Hooligans, þeir heita það víst,“ sagði Martin brosandi að lokum. Dominos-deild karla
ÍR vann Val 118-100 þegar liðin mættust í Hertz-höllinni í Breiðholti í kvöld. Leikurinn var í sjöundu umferð Dominosdeildar karla í körfubolta og ÍR hefur nú unnið fjóra leiki. Valsmenn eru áfram með einn sigurleik. Justin Martin var frábær í liði ÍR og skoraði 45 stig. Gerald Robinson átti líka mjög góðan leik og skoraði 29 stig. Kendall Lamont Anthony var stigahæstur í liði Vals með 28 stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af sókn og meiri sókn. Bæði lið reyndu nokkrar útgáfur af varnarleik en ekkert gekk upp. Alls voru settar niður 15 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og þar voru Valsmenn mun heitari en Valur skoraði níu þrista í fyrri hálfleik. Valsmenn höfðu undirtökin lengstum í fyrri hálfleik en frábær sprettur Justin Martin kom heimamönnum yfir þegar skammt var eftir. Þá svöruðu Valsmenn aftur með skothríð og héldu til búningsherbergja með naumt forskot, 58-59. Austin Magnus Bracey byrjaði seinni hálfleikinn með látum og skoraði átta stig á skömmum tíma. Þessi frammistaða kappans skilaði Val ágætri forystu sem hvarf þó fljótt þegar áðurnefndur Justin Martin lifnaði heldur betur til lífsins. Martin skoraði 16 stig í þriðja leikhluta og átti stærsta heiðurinn af fjögurra stiga forystu ÍR að honum loknum, 86-82. Fjórði og síðasti leikhluti var svo algjörlega eign heimamanna sem keyrðu yfir Valsmenn og lönduðu að lokum sætum 18 stiga sigri.Af hverju vann ÍR leikinn? Sóknarleikur ÍR var einfaldlega frábær allan leikinn. Áður hefur verið minnst á frammistöðu Martin en það skiluðu fjölmargir leikmenn liðsins góðu framlagi í leiknum. Það munaði líka um að ÍR fann örlítinn takt varnarlega á kaflanum þar sem skildi í sundur.Hverjir stóðu upp úr? Justin Martin var einstaklega góður og Gerald Robinson sömuleiðis. Sigurður Gunnar Þorsteinsson lék líka afar vel með 24 stig og sjö fráköst. Kendall Lamont Anthony var atkvæðamestur Valsmanna en kappinn hitti ekki vel í kvöld. Heilt yfir var Austin Magnus Bracey besti maður Vals í kvöld.Tölfræði sem vakti athygli Alls voru tekin 67 þriggja stiga skot í leiknum! Það eru rúmlega 16 þristar í hverjum leikfjórðung, sem er einfaldlega galin tölfræði.Hvað gerist næst? ÍR fer í erfiðan útileik á Sauðárkróki og mætir það Tindastóli. Valsmenn taka á móti spræku liði Breiðabliks á heimavelli sínum að Hlíðarenda.ÍR-Valur 118-100 (27-34, 31-25, 28-23, 32-18)ÍR: Justin Martin 45/10 fráköst, Gerald Robinson 29/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/7 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 12/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6, Sæþór Elmar Kristjánsson 2.Valur: Kendall Lamont Anthony 28/11 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 25, Aleks Simeonov 17/5 fráköst, William Saunders 10, Ragnar Agust Nathanaelsson 9/5 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 6, Benedikt Blöndal 3, Illugi Steingrímsson 2/4 fráköst.Ágúst var svekktur eftir leikinn í kvöldVísir/ErnirÁgúst: Niðurlægðir í fráköstunum Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals var frekar daufur eftir tapið gegn ÍR. „Varnarleikurinn var afleitur hjá báðum liðum og þetta var bara spurning hvort liðið næði einhverjum stoppum í vörninni hjá sér. Það er í raun ótrúlegt að við vorum inn í leik þar sem við erum gjörsamlega teknir í bakaríið í frákastabaráttunni. Við vorum bara niðurlægðir í fráköstum í þessum leik og það er vandamál hjá okkur,“ sagði Ágúst í samtali eftir leik. En snúast fráköst ekki að miklu leyti um hungur og vilja? „Það er a.m.k. alveg ljóst hvoru liðinu langaði meira í fráköstin í kvöld. Það var miklu meiri barátta í ÍR og þá langaði meira í fráköstin sem voru í boði.“ Getur þjálfarinn tekið eitthvað jákvætt úr Breiðholtinu í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar er bara fínn. Við erum í smá rugli þar í lokin en annars er hann bara í góðu lagi. Sem lið erum við bara nokkuð góðir sóknarlega en varnarlega erum við slakasta lið í deildinni,“ sagði frekar ósáttur Ágúst að lokum.Justin Martinvísir/báraJustin Martin: Ghetto Hooligans eru einstakir „Það var mikilvægt að ná í sigurinn. Okkur hefur vantað leikstjórnanda í undanförnum leikjum (Matthías Orri Sigurðarson er meiddur) og erum í raun að leita að takti aftur í liðið. Takturinn var til staðar í sókninni en varnarlega getum við bætt okkur mikið,“ sagði Justin Martin sem átti frábæran leik fyrir ÍR í 118-100 sigri liðins gegn Val í Dominosdeild karla. Þrátt fyrir að Martin hafi skorað 45 stig, viðurkenndi kappinn að heilsan væri ekki góð. „Mér líður ekki vel, er bara hundveikur. Þetta er bara hörkuvinna að ná svona leik og reyna að ná einhverjum stöðugleika. Ég geri bara það sem ég þarf að gera til að liðið mitt vinni körfuboltaleiki“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals vildi meina að sigur ÍR væri ekki síst að þakk þeirri staðreynd að liðið rúllaði yfir Val í frákastabaráttunni. „Þetta er alltaf lykilatriði, þ.e. að stýra fráköstunum og ná í kjölfarið að nýta það til góðra verka. Varnarfráköst skila hraðupphlaupum og auðveldum körfum. Sóknarfráköst skila körfum, svo einfalt er það. Við erum með eitt hávaxnasta lið deildarinnar og verðum að að eigna okkur teiginn.“ Stuðningsmannasveit ÍR fór mikinn á pöllunum og Martin kann svo sannarlega að meta þeirra stuðning. „Úff maður, þetta er einstakt. Ég hef leikið í nokkrum löndum í Evrópu en þessir áhorfendur eiga sérstakan stað í mínu hjarta. Þeir koma alltaf með mikla og góða orku með sér og það er nánast eins og að hafa sex leikmenn á vellinum. Ghetto Hooligans, þeir heita það víst,“ sagði Martin brosandi að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum