Fótbolti

Alfreð á eitt af flottustu mörkum Þjóðadeildarinnar hjá Sky Sports

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason skorar hér markið sitt á móti Sviss.
Alfreð Finnbogason skorar hér markið sitt á móti Sviss. Vísir/Vilhelm
Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason skoraði magnað mark á móti Sviss á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði og svo flott mark að það kemst í hóp þeirra flottustu í Þjóðadeildinni á tímabilinu.

Sky Sports tók saman myndband með flottustu mörkum Þjóðadeildarinnar til þessa og þar má sjá mark Alfreðs.

Alfreð fékk þarna boltann langt fyrir utan teig, stakk sér inn í svæði og lét síðan vaða af löngu færi. Boltinn söng efst í markhorninu óverjandi fyrir markvörð Svisslendinga.

Aðrir sem komast í hóp með Alfreð eru þeir Jaba Kankava frá Georgíu, Norðmaðurinn Ole Selnaes, Englendingurinn Raheem Sterling, Gareth Bale hjá Wales, Milot Rashica frá Kosóvó, Rolandas Baravykas frá Litháen, Giorgi Chakvetadze frá Georgíu, Isco frá Spáni og Armeninn Marcos Pizzelli

Alfreð Finnbogason verður í mikilvægu hlutverki í kvöld þegar íslenska landsliðið spilar lokaleik sinn í Þjóðadeildinni sem verður á móti Belgíu í Brussel. Leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir er líka með menn úti og fjallar ítarlega um leikinn.

Það er hægt að sjá öll þessi mörk hér fyrir neðan en á Alfreð ekki bara flottasta markið?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×