Erlent

56 látnir og 130 saknað í Kaliforníu

Samúel Karl Ólason skrifar
Lík fundið í Paradise.
Lík fundið í Paradise. AP/Noah Berger
Minnst 56 eru látnir vegna skógar- og kjarrelda í Kaliforníu og 130 er saknað þegar vika er liðin frá því að bærinn Paradise varð eldinum að bráð. Veður hefur hjálpað slökkviliðsmönnum við ná tökunum á eldunum í norðurhluta ríkisins og er talið að búið sé að ná tökum á stórum hluta þeirra. Eldarnir loga á um 570 ferkílómetra svæði.

Rúmlega 450 björgunaraðilar vinna nú að því að leita að líkamsleifum í Paradise, en nánast allar byggingar bæjarins brunnu þegar eldurinn fór þar yfir. Þá er einnig leitað í bænum Magalia sem er nærri Paradise og fór verulega illa.

Margir þeirra sem saknað er eru eldri borgarar frá Magalia, samkvæmt AP fréttaveitunni. Talið er að um 8.800 heimili hafi brunnið í norðurhluta Kaliforníu.



Slökkviliðsmenn berjast enn við skógarelda í suðurhluta Kaliforníu sem hafa valdið miklu tjóni í Malibu og valdið minnst þremur dauðsföllum.

Hér má sjá myndband sem sýnir eyðilegginguna í Paradise.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×