Nítján prósent styðja drög May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Theresa May er forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira