Tölvukunnátta María Bjarnadóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Japanski ráðherrann sem ber ábyrgð á netöryggismálum notar ekki tölvur. Hann upplýsti um þetta á svipuðum tíma og hann tók þátt í þingumræðum um netöryggismál í kjarnorkuverum og það kom í ljós að hann var ekki alveg viss um hvað USB-kubbur væri. Það er í sjálfu sér ekki hræðilegt að vita ekki hvað USB-kubbur er. Við munum ekki alltaf hvað allar skammstafanir þýða. Þessi kjarnorkutenging gerði mig samt örlítið órólega. Kveikti líka nokkrar spurningar. Hvernig er hægt að vera ráðherra í heimalandi Nintendo, Sony og Toshiba og nota ekki tölvu? Hvað með allan tölvupóstinn, innhólfið sem aldrei tæmist? Hvernig fylgist hann með fréttum? Les hann bara blaðið og ekkert annað? Eru engar myndir úr sumarfríinu á Instagram? Hvernig eiga kjósendur að tengja við hann sem einstakling nema að hafa aðgang að upplýsingum um hvernig sumarfrístýpa hann er? Hvernig er hægt að vera ráðherra netöryggismála og nota ekki tölvur? Er hægt að móta stefnu í málaflokki án þess að hafa raunverulegan skilning á grundvallaratriðum sem fjallað er um? Stjórnmálin fást oft við stór og flókin álitaefni. Við ætlum stjórnmálamönnum stundum að vera sérfræðingar í öllu sem þau fást við, en það eru þau auðvitað ekki. Þess vegna fá þau til liðs við sig aðstoðarfólk, sérfræðinga, ráðgjafa. Stjórnmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa migið í saltan sjó til þess að hafa trúverðuga sýn á kvótamál. Það er hægt að taka pólitíska umræðu um málefni fólks á flótta án þess að hafa þurft að búa í flóttamannabúðum. Það er hægt að hafa pólitíska sýn án þess að hafa reynt alla anga hennar persónulega. Það hlýtur samt að hjálpa að kunna á tölvu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Japanski ráðherrann sem ber ábyrgð á netöryggismálum notar ekki tölvur. Hann upplýsti um þetta á svipuðum tíma og hann tók þátt í þingumræðum um netöryggismál í kjarnorkuverum og það kom í ljós að hann var ekki alveg viss um hvað USB-kubbur væri. Það er í sjálfu sér ekki hræðilegt að vita ekki hvað USB-kubbur er. Við munum ekki alltaf hvað allar skammstafanir þýða. Þessi kjarnorkutenging gerði mig samt örlítið órólega. Kveikti líka nokkrar spurningar. Hvernig er hægt að vera ráðherra í heimalandi Nintendo, Sony og Toshiba og nota ekki tölvu? Hvað með allan tölvupóstinn, innhólfið sem aldrei tæmist? Hvernig fylgist hann með fréttum? Les hann bara blaðið og ekkert annað? Eru engar myndir úr sumarfríinu á Instagram? Hvernig eiga kjósendur að tengja við hann sem einstakling nema að hafa aðgang að upplýsingum um hvernig sumarfrístýpa hann er? Hvernig er hægt að vera ráðherra netöryggismála og nota ekki tölvur? Er hægt að móta stefnu í málaflokki án þess að hafa raunverulegan skilning á grundvallaratriðum sem fjallað er um? Stjórnmálin fást oft við stór og flókin álitaefni. Við ætlum stjórnmálamönnum stundum að vera sérfræðingar í öllu sem þau fást við, en það eru þau auðvitað ekki. Þess vegna fá þau til liðs við sig aðstoðarfólk, sérfræðinga, ráðgjafa. Stjórnmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa migið í saltan sjó til þess að hafa trúverðuga sýn á kvótamál. Það er hægt að taka pólitíska umræðu um málefni fólks á flótta án þess að hafa þurft að búa í flóttamannabúðum. Það er hægt að hafa pólitíska sýn án þess að hafa reynt alla anga hennar persónulega. Það hlýtur samt að hjálpa að kunna á tölvu.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar