Markalaust á San Siro og Portúgal vinnur riðilinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. nóvember 2018 21:30 Markalaust í hundraðasta leik Chiellini vísir/getty Portúgal tryggði sér sigur í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar með markalaustu jafntefli gegn Ítalíu á San Siro í kvöld. Þetta var síðasti leikur Ítala og þurftu þeir þrjú stig til að hirða toppsætið af Portúgölum, sem eiga þó einn leik eftir; gegn Pólverjum. Portúgölum nægði því jafntefli og þeir voru ekki mikið á því að sækja í leiknum í kvöld. Ítalir reyndu hvað þeir gátu en sóknarleikur þeirra var hugmyndasnauður og endaði leikurinn með steindauðu markalausu jafntefli. Portúgal sigrar því riðilinn þrátt fyrir að þeirra skærasta stjarna, Cristiano Ronaldo, hafi ekkert tekið þátt í keppninni. Stigið tryggði 2.sætið fyrir Ítalina og falla þeir því ekki úr A-deild. Þjóðadeild UEFA
Portúgal tryggði sér sigur í þriðja riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar með markalaustu jafntefli gegn Ítalíu á San Siro í kvöld. Þetta var síðasti leikur Ítala og þurftu þeir þrjú stig til að hirða toppsætið af Portúgölum, sem eiga þó einn leik eftir; gegn Pólverjum. Portúgölum nægði því jafntefli og þeir voru ekki mikið á því að sækja í leiknum í kvöld. Ítalir reyndu hvað þeir gátu en sóknarleikur þeirra var hugmyndasnauður og endaði leikurinn með steindauðu markalausu jafntefli. Portúgal sigrar því riðilinn þrátt fyrir að þeirra skærasta stjarna, Cristiano Ronaldo, hafi ekkert tekið þátt í keppninni. Stigið tryggði 2.sætið fyrir Ítalina og falla þeir því ekki úr A-deild.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti