Ábyrgð óábyrgra Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun