Togaði í bremsu andstæðings í miðri mótorhjólakeppni en má nú keppa á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 17:45 Romano Fenati. Vísir/Getty Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati hneykslaði marga með framkomu sinni fyrr á þessu ári en hann hefur nú fengið keppnisleyfi á ný þrátt fyrir allt. Romano Fenati togaði í bremsu andstæðings þegar þeir voru hlið við hlið í miðri mótorhjólakeppni í San Marino í september síðastliðnum en þeir voru þá á 217 kílómetra hraða. Það þarf ekkert að ítreka það að þetta er stórhættulegt og Giovanni Castiglioni, forseti Agusta liðsins, lýsti þessu sem hættulegustu hegðun sem hann hafi orðið vitni að í keppni. Romano Fenati má keppa á næsta ári en hann var skiljanlega settur í bann strax eftir atvikið. Hinn 22 ára gamli Fenati mun keppa áfram fyrir liðið sitt Marinelli Snipers þrátt fyrir að hann hafi verið rekinn frá félaginu strax eftir atvikið. Forráðamenn Marinelli Snipers hafa ákveðið að gefa honum annað tækifæri.Italian rider Romano Fenati, who was banned for pulling a rival's brake lever while travelling at 135mph during a race, is set to return next season. Full story: https://t.co/qGLMPSs5nrpic.twitter.com/2tYFmggyhV — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018Romano Fenati fékk hinsvegar „stöðulækkun“. Hann var að keppa í Moto2 þegar hann setti andstæðing sinn í þessa miklu hættu. Á næsta keppnistímabili mun hann aftur á móti keppa í Moto3. Romano Fenati baðst strax afsökunar á hegðun sinni og talaði sjálfur um að hún hafi verið skammarleg. Alþjóðamótórhjólasambandið, FIM, frysti keppnisleyfi hans út árið 2018 en hefur nú gefið honum aftur grænt ljós frá og með janúar 2019. Fenati hefur unnið tíu Moto3 keppnir á ferlinum og hefur 23 sinnum komist á verðlaunapallinn. Aðrar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Ítalski mótorhjólakappinn Romano Fenati hneykslaði marga með framkomu sinni fyrr á þessu ári en hann hefur nú fengið keppnisleyfi á ný þrátt fyrir allt. Romano Fenati togaði í bremsu andstæðings þegar þeir voru hlið við hlið í miðri mótorhjólakeppni í San Marino í september síðastliðnum en þeir voru þá á 217 kílómetra hraða. Það þarf ekkert að ítreka það að þetta er stórhættulegt og Giovanni Castiglioni, forseti Agusta liðsins, lýsti þessu sem hættulegustu hegðun sem hann hafi orðið vitni að í keppni. Romano Fenati má keppa á næsta ári en hann var skiljanlega settur í bann strax eftir atvikið. Hinn 22 ára gamli Fenati mun keppa áfram fyrir liðið sitt Marinelli Snipers þrátt fyrir að hann hafi verið rekinn frá félaginu strax eftir atvikið. Forráðamenn Marinelli Snipers hafa ákveðið að gefa honum annað tækifæri.Italian rider Romano Fenati, who was banned for pulling a rival's brake lever while travelling at 135mph during a race, is set to return next season. Full story: https://t.co/qGLMPSs5nrpic.twitter.com/2tYFmggyhV — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018Romano Fenati fékk hinsvegar „stöðulækkun“. Hann var að keppa í Moto2 þegar hann setti andstæðing sinn í þessa miklu hættu. Á næsta keppnistímabili mun hann aftur á móti keppa í Moto3. Romano Fenati baðst strax afsökunar á hegðun sinni og talaði sjálfur um að hún hafi verið skammarleg. Alþjóðamótórhjólasambandið, FIM, frysti keppnisleyfi hans út árið 2018 en hefur nú gefið honum aftur grænt ljós frá og með janúar 2019. Fenati hefur unnið tíu Moto3 keppnir á ferlinum og hefur 23 sinnum komist á verðlaunapallinn.
Aðrar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Ísland mætir Kósovó í afar sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira