Veiklunda verkalýðsforysta Bolli Héðinsson skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Kröfur verkalýðsforystunnar fyrir komandi kjarasamninga eru óðar að taka á sig mynd. Kröfurnar snúa jafnt að vinnuveitendum sem og ríkisvaldinu um aukna skattheimtu. Eitt vekur þó furðu, að verkalýðsforystan treystir sér ekki til að krefjast þeirra fjármuna sem umbjóðendur þeirra eiga nú þegar og vinnuveitendur færa sér í nyt. Hér er auðvitað átt við fiskinn í sjónum, veiðigjaldið sem þjóðinni ber fyrir hagnýtingu auðlindarinnar en stjórnvöld láta nú af hendi til útgerðarmanna gegn málamyndagjaldi. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir aukin framlög ríkisins til húsnæðismála, bætur almannatrygginga o.fl. þá ætlar verkalýðsforystan samt ekki að krefjast innköllunar aflaheimilda þannig að hægt væri að bjóða hluta þeirra út á hverju ári svo hámarksverð skili sér til hinna mörgu verkefna ríkissjóðs. Hvað veldur þessu veiklyndi verkalýðsforystunnar skal ósagt látið en vitað er að útgerðarmenn eru margir hverjir óvandir að meðulum þegar kemur að því að þjóðin krefji þá um sanngjarnt gjald fyrir afnot fiskimiðanna. Þannig er þekkt að sjómenn eru hraktir úr skiprúmi ef þeir leyfa sér að andæfa útgerðunum. Sjómenn vita hvað til þeirra friðar heyrir vilji þeir halda sínu plássi. Sjávarútvegsfyrirtæki hóta að leggja niður fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum verði ekki farið að vilja þeirra. Þess er krafist að starfsmenn þjónustufyrirtækja sjávarútvegsins skuli reknir verði þeir uppvísir að því að vera á móti núverandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda. Dæmi um þennan yfirgang útgerðanna er auðvelt að finna, yfirgang sem á ekki að líðast, sem heldur þjóðfélaginu í heljargreipum og hvetur til alvarlegrar þöggunar í lýðræðissamfélagi. Verkalýðshreyfingin hefur þann valkost að taka forystuna í þessu máli með því að krefja ríkisvaldið um innheimtu ásættanlegs veiðigjalds, samhliða öðrum kröfum hreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, eða láta sem ekkert sé. Kverkatak útgerðanna eitt og sér sýnir hversu brýnt er að ráðast í breytt fyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda sem skiluðu útgerðunum tæpum 50 milljörðum á ári frá 2011 meðan aðeins rúmir 7 milljarðar skiluðu sér í ríkissjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Skoðun Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Kröfur verkalýðsforystunnar fyrir komandi kjarasamninga eru óðar að taka á sig mynd. Kröfurnar snúa jafnt að vinnuveitendum sem og ríkisvaldinu um aukna skattheimtu. Eitt vekur þó furðu, að verkalýðsforystan treystir sér ekki til að krefjast þeirra fjármuna sem umbjóðendur þeirra eiga nú þegar og vinnuveitendur færa sér í nyt. Hér er auðvitað átt við fiskinn í sjónum, veiðigjaldið sem þjóðinni ber fyrir hagnýtingu auðlindarinnar en stjórnvöld láta nú af hendi til útgerðarmanna gegn málamyndagjaldi. Þrátt fyrir brýna þörf fyrir aukin framlög ríkisins til húsnæðismála, bætur almannatrygginga o.fl. þá ætlar verkalýðsforystan samt ekki að krefjast innköllunar aflaheimilda þannig að hægt væri að bjóða hluta þeirra út á hverju ári svo hámarksverð skili sér til hinna mörgu verkefna ríkissjóðs. Hvað veldur þessu veiklyndi verkalýðsforystunnar skal ósagt látið en vitað er að útgerðarmenn eru margir hverjir óvandir að meðulum þegar kemur að því að þjóðin krefji þá um sanngjarnt gjald fyrir afnot fiskimiðanna. Þannig er þekkt að sjómenn eru hraktir úr skiprúmi ef þeir leyfa sér að andæfa útgerðunum. Sjómenn vita hvað til þeirra friðar heyrir vilji þeir halda sínu plássi. Sjávarútvegsfyrirtæki hóta að leggja niður fiskvinnslu í heilu byggðarlögunum verði ekki farið að vilja þeirra. Þess er krafist að starfsmenn þjónustufyrirtækja sjávarútvegsins skuli reknir verði þeir uppvísir að því að vera á móti núverandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda. Dæmi um þennan yfirgang útgerðanna er auðvelt að finna, yfirgang sem á ekki að líðast, sem heldur þjóðfélaginu í heljargreipum og hvetur til alvarlegrar þöggunar í lýðræðissamfélagi. Verkalýðshreyfingin hefur þann valkost að taka forystuna í þessu máli með því að krefja ríkisvaldið um innheimtu ásættanlegs veiðigjalds, samhliða öðrum kröfum hreyfingarinnar á hendur ríkisvaldinu, eða láta sem ekkert sé. Kverkatak útgerðanna eitt og sér sýnir hversu brýnt er að ráðast í breytt fyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda sem skiluðu útgerðunum tæpum 50 milljörðum á ári frá 2011 meðan aðeins rúmir 7 milljarðar skiluðu sér í ríkissjóð.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar