Erfitt fyrir slökkviliðsmenn að halda aftur af sér Jóhann K. Jóhannsson og Kjartan Kjartansson skrifa 1. nóvember 2018 21:11 Slökkviliðsmenn á viðrunarfundi eftir úkallið vegna brunans á Selfossi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Snemma var ljóst að ekki yrði hægt að bjarga fólki úr húsinu sem brann á Selfossi í gær. Slökkviliðsstjórinn á svæðinu segir að við þær aðstæður geti slökkviliðsmenn átt erfitt með að halda aftur af sér þegar þeim er skipað að fara ekki inn. Slökkviliðsmennirnir funduðu í dag til að ræða um störfin á vettvangi í gær sem reyndu mikið á þá. Karl og kona sem voru gestkomandi fórust í brunanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi í gær. Greint var frá nöfnum þeirra í dag. Konan hét Kristrún Sæbjörnsdóttir, fædd árið 1971 og búsett í Reykjavík. Hún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn hét Guðmundur Bárðarson, fæddur 1969 og búsettur á Selfossi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Húsráðandi og kona sem var þar gestkomandi voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í kvöld. Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af völdum manna. Þegar slökkviliðið kom að húsinu í gær hafði það vitneskju um að ein eða tvær manneskjur væru innandyra. Þá var húsið hins vegar þegar nær alelda. Mikill hiti og þrýstingur var á efri hæð hússins og segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, að snemma hafi því verið ljóst að ekki yrði hægt að bjarga lífum fólksins. Það hafi valdið miklu álagi á slökkviliðsmennina. „Það er þannig að menn þurfa að taka á öllu sínu til þess að halda stillingu og geta farið eftir fyrirmælum þegar þannig er,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Með hvöt til þess að bjarga Nú síðdegis áttu slökkviliðsmennirnir svokallaðan viðrunarfund. Í samtali við Vísi segir Pétur slökkviliðsstjóri að slíkir fundir séu haldnir eftir erfið útköll. Á þeim viðri menn það sem var gert á vettvangi, hver gerði hvað, hvernig og af hverju. Markmið er að tryggja að allir hafi sama skilning á verkinu því ekki sé víst að allir hafi vitað af hverju tilteknar ákvarðanir á vettvangi hafi verið teknar og hvað leiddi til þess. „Menn í þessum störfum fara allir í þau vegna þess að þeir hafa einhverja hvöt í sér til þess að hjálpa og bjarga. Þess vegna getur verið afskaplega erfitt fyrir menn að halda aftur af sér þegar þeir fá þau fyrirmæli að fara ekki inn þrátt fyrir að þeir viti sjálfir að aðstæður séu algerlega ólífvænlegar. Þá getur hvötin verið svo mikil að menn vilja gera það sem þeir geta,“ segir Pétur. Á fundinum gátu menn rætt störfin, borið upp spurningar og vangaveltur sínar. „Ég held að það hafi allir gengið mjög sáttir í sínu hjarta frá þessum fundi með að það var gert það sem hægt var að gera,“ segir Pétur. Eftir að ljóst var að ekki væri hægt að bjarga lífum segir Pétur að slökkviliðið hafi einbeitt sér að því að tryggja rannsóknarhagsmuni. Það verk hafi gengið eins vel og best verður á kosið.Pétur slökkviliðsstjóri svaraði spurningum slökkviliðsmanna um slökkvistörfin í gær á viðrunarfundinum í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonViðbragðsaðilar manneskjur með tilfinningar Viðrunarfundir eins og sá sem var haldinn í dag eru hluti af því að fylgjast með slökkviliðsmönnum eftir erfið útköll. Pétur segir að ef fundirnir dugi ekki til að létta á fólki sé því beint á brautir þar sem það fær sérhæfða aðstoð. „Við reynum að vera vakandi og fylgjast með okkar fólki,“ segir hann. Andlegu áhrifin koma hins vegar stundum ekki í ljós fyrr en einhverjum dögum á eftir að sögn Péturs þar sem fyrst á eftir sé heilinn enn að vinna úr atburðum. „Allir þessi menn, sama hvort það eru lögreglumenn, slökkviliðsmenn eða sjúkraflutningamenn, þó að þetta virðist allt mjög hart fólk er þetta bara manneskjur með allar sínar tilfinningar,“ segir slökkviliðsstjórinn. Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Eldsupptök talin vera af mannavöldum Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 14:06 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Snemma var ljóst að ekki yrði hægt að bjarga fólki úr húsinu sem brann á Selfossi í gær. Slökkviliðsstjórinn á svæðinu segir að við þær aðstæður geti slökkviliðsmenn átt erfitt með að halda aftur af sér þegar þeim er skipað að fara ekki inn. Slökkviliðsmennirnir funduðu í dag til að ræða um störfin á vettvangi í gær sem reyndu mikið á þá. Karl og kona sem voru gestkomandi fórust í brunanum á Kirkjuvegi 18 á Selfossi í gær. Greint var frá nöfnum þeirra í dag. Konan hét Kristrún Sæbjörnsdóttir, fædd árið 1971 og búsett í Reykjavík. Hún lætur eftir sig þrjá syni. Karlmaðurinn hét Guðmundur Bárðarson, fæddur 1969 og búsettur á Selfossi. Hann var ókvæntur og barnlaus. Húsráðandi og kona sem var þar gestkomandi voru úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í kvöld. Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að eldurinn hafi kviknað af völdum manna. Þegar slökkviliðið kom að húsinu í gær hafði það vitneskju um að ein eða tvær manneskjur væru innandyra. Þá var húsið hins vegar þegar nær alelda. Mikill hiti og þrýstingur var á efri hæð hússins og segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, að snemma hafi því verið ljóst að ekki yrði hægt að bjarga lífum fólksins. Það hafi valdið miklu álagi á slökkviliðsmennina. „Það er þannig að menn þurfa að taka á öllu sínu til þess að halda stillingu og geta farið eftir fyrirmælum þegar þannig er,“ sagði Pétur í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Með hvöt til þess að bjarga Nú síðdegis áttu slökkviliðsmennirnir svokallaðan viðrunarfund. Í samtali við Vísi segir Pétur slökkviliðsstjóri að slíkir fundir séu haldnir eftir erfið útköll. Á þeim viðri menn það sem var gert á vettvangi, hver gerði hvað, hvernig og af hverju. Markmið er að tryggja að allir hafi sama skilning á verkinu því ekki sé víst að allir hafi vitað af hverju tilteknar ákvarðanir á vettvangi hafi verið teknar og hvað leiddi til þess. „Menn í þessum störfum fara allir í þau vegna þess að þeir hafa einhverja hvöt í sér til þess að hjálpa og bjarga. Þess vegna getur verið afskaplega erfitt fyrir menn að halda aftur af sér þegar þeir fá þau fyrirmæli að fara ekki inn þrátt fyrir að þeir viti sjálfir að aðstæður séu algerlega ólífvænlegar. Þá getur hvötin verið svo mikil að menn vilja gera það sem þeir geta,“ segir Pétur. Á fundinum gátu menn rætt störfin, borið upp spurningar og vangaveltur sínar. „Ég held að það hafi allir gengið mjög sáttir í sínu hjarta frá þessum fundi með að það var gert það sem hægt var að gera,“ segir Pétur. Eftir að ljóst var að ekki væri hægt að bjarga lífum segir Pétur að slökkviliðið hafi einbeitt sér að því að tryggja rannsóknarhagsmuni. Það verk hafi gengið eins vel og best verður á kosið.Pétur slökkviliðsstjóri svaraði spurningum slökkviliðsmanna um slökkvistörfin í gær á viðrunarfundinum í dag.Vísir/Jóhann K. JóhannssonViðbragðsaðilar manneskjur með tilfinningar Viðrunarfundir eins og sá sem var haldinn í dag eru hluti af því að fylgjast með slökkviliðsmönnum eftir erfið útköll. Pétur segir að ef fundirnir dugi ekki til að létta á fólki sé því beint á brautir þar sem það fær sérhæfða aðstoð. „Við reynum að vera vakandi og fylgjast með okkar fólki,“ segir hann. Andlegu áhrifin koma hins vegar stundum ekki í ljós fyrr en einhverjum dögum á eftir að sögn Péturs þar sem fyrst á eftir sé heilinn enn að vinna úr atburðum. „Allir þessi menn, sama hvort það eru lögreglumenn, slökkviliðsmenn eða sjúkraflutningamenn, þó að þetta virðist allt mjög hart fólk er þetta bara manneskjur með allar sínar tilfinningar,“ segir slökkviliðsstjórinn.
Bruni á Kirkjuvegi Tengdar fréttir Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47 Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Eldsupptök talin vera af mannavöldum Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 14:06 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Nöfn þeirra sem létust í brunanum á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út nöfn þeirra tveggja sem létust í brunanum á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 18:47
Úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna brunans Lögregla telur rökstuddan grun um að eldurinn á Kirkjuvegi á Selfossi hafi kviknað af völdum manna. 1. nóvember 2018 20:26
Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54
Eldsupptök talin vera af mannavöldum Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir karli og konu sem handtekin voru í tengslum við eldsvoða við Kirkjuveg á Selfossi í gær. 1. nóvember 2018 14:06