Norska ríkisstjórnin heldur velli Kjartan Kjartansson skrifar 2. nóvember 2018 17:28 Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, Trine Skei Grande , formaður Venstre, Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins daginn eftir kosningar í september. Saman hafa þau myndað svonefnda bláa blokk í norskum stjórnmálum. Vísir/AFP Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins í Noregi ákvað að halda áfram stuðningi sínum við hægristjórn Ernu Solberg forsætisráðherra í dag. Knut Arild Hareide, formaður flokksins, ætlar að segja af sér í kjölfarið en hann vildi vinna með flokkum af vinstri vængnum. Hægriflokkur Solberg og Framfaraflokkurinn hafa unnið saman í ríkisstjórn frá árinu 2013 með stuðningi Venstre og Kristilega þjóðarflokksins. Venstre gekk síðan til liðs við stjórnina í janúar en þjóðarflokkurinn stóð áfram utan hennar þó að hann héldi áfram stuðningi við hana. Hareide lýsti því óvænt yfir að hann vildi frekar samstarf við vinstri blokkina á norska Stórþinginu fyrir fimm vikum. Flokkurinn hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarið og á það á hættu að þurrkast út. Hareide hefur jafnframt sagt að hann vilji ekki vinna með Framfaraflokknum sem er lengst til hægri í norskum stjórnmálum. Greidd voru atkvæði á aukalandsfundi flokksins í dag og vildi meirihluti halda tryggð við núverandi ríkisstjórn, að sögn norska ríkisútvarpsins. Níutíu og átta fulltrúar greiddu atkvæði með því að halda stuðningnum áfram en níutíu vildi fylgja formanninum. Hareide lýsti yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna og segist ætla að segja af sér sem formaður en halda áfram sem þingmaður. Norðurlönd Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi segist munu segja af sér sem formaður flokksins ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. 2. nóvember 2018 11:36 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Aukalandsfundur Kristilega þjóðarflokksins í Noregi ákvað að halda áfram stuðningi sínum við hægristjórn Ernu Solberg forsætisráðherra í dag. Knut Arild Hareide, formaður flokksins, ætlar að segja af sér í kjölfarið en hann vildi vinna með flokkum af vinstri vængnum. Hægriflokkur Solberg og Framfaraflokkurinn hafa unnið saman í ríkisstjórn frá árinu 2013 með stuðningi Venstre og Kristilega þjóðarflokksins. Venstre gekk síðan til liðs við stjórnina í janúar en þjóðarflokkurinn stóð áfram utan hennar þó að hann héldi áfram stuðningi við hana. Hareide lýsti því óvænt yfir að hann vildi frekar samstarf við vinstri blokkina á norska Stórþinginu fyrir fimm vikum. Flokkurinn hefur átt mjög undir högg að sækja undanfarið og á það á hættu að þurrkast út. Hareide hefur jafnframt sagt að hann vilji ekki vinna með Framfaraflokknum sem er lengst til hægri í norskum stjórnmálum. Greidd voru atkvæði á aukalandsfundi flokksins í dag og vildi meirihluti halda tryggð við núverandi ríkisstjórn, að sögn norska ríkisútvarpsins. Níutíu og átta fulltrúar greiddu atkvæði með því að halda stuðningnum áfram en níutíu vildi fylgja formanninum. Hareide lýsti yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna og segist ætla að segja af sér sem formaður en halda áfram sem þingmaður.
Norðurlönd Tengdar fréttir Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00 Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi segist munu segja af sér sem formaður flokksins ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. 2. nóvember 2018 11:36 Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Allt stefnir nú í að Kristilegir demókratar í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn hefji samstarf við rauðu flokkana. 30. október 2018 10:00
Hareide setur landsfundarfulltrúum úrslitakosti Formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi segist munu segja af sér sem formaður flokksins ákveði landsfundur að vera áfram hluti bláu blokkarinnar í norskum stjórnmálum. 2. nóvember 2018 11:36
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04