Facebook biðst afsökunar á að hafa birt auglýsingu "hvítra þjóðernissinna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 16:41 Facebook hefur beðist afsökunar á málinu. Vísir/Getty Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar. Facebook Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samskiptamiðillinn Facebook hefur beðist opinberlega afsökunar eftir að hafa samþykkt að birta auglýsingu sem beindist að áhugamönnum um samsæriskenningar smíðuðum af hvítum þjóðernissinnum. Fréttavefsíðan The Intercept gat birt auglýsingu á Facebook, en auglýsingin beindist að tæplega 170 þúsund notendum sem höfðu merkt sig áhugasama á „þjóðarmorði á hvítu fólki“ (e. white genocide). Það gerði miðillinn í þeim tilgangi að athuga hversu auðvelt væri fyrir ýmsa öfga- eða haturshópa að beina boðskap sínum að Facebook-notendum sem kynnu að hafa áhuga á slíku. Þá komst Intercept einnig að því að auðvelt væri að koma Facebook-auglýsingum til notenda eftir því hvernig þeir lýstu sjálfum sér á samskiptamiðlinum. Þannig sýndi miðillinn fram á að auðvelt væri að koma auglýsingum til þeirra sem lýstu sjálfum sér sem „gyðingahöturum.“ Sækjendur í máli Roberts Bowers, mannsins sem ákærður er fyrir að hafa orðið 11 manns að bana í árás á bænahús Gyðinga í Pittsburgh, telja mögulegt að samsæriskenningar um að „utanaðkomandi aðilar“ vilji eyða hinum hvíta „kynstofni“ hafi hvatt árásarmanninn til þess að fremja voðaverkin. Eftir að Intercept hafði samband við Facebook í von um viðbrögð baðst samskiptarisinn afsökunar, breytti auglýsingakerfi sínu og eyddi út þeim eiginleikum sem talið var að öfgahópar gætu nýtt sér við dreifingu og gerð auglýsinga. Þá hét Facebook því að bæta fleiri „mannlegum endurskoðendum“ við ferlið sem fer af stað þegar auglýsingar eru samþykktar til birtingar.
Facebook Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira