Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 08:03 Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. Fréttablaðið/Eyþór Átta félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun til að krefjast félagsfundar vegna erfiðrar stöðu sem komin er upp í félaginu fordæma formann og stjórn félagsins fyrir að hafa hvorki staðfest móttöku listans né orðið við beiðninni en lög Sjómannafélagsins kveða á um að 100 félagsmenn þurfi til að boða til fundar í félaginu. Rúmlega 160 félagsmenn kröfðust þess að félagsfundur yrði haldinn til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr sjómannafélaginu. „Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna,“ segir í yfirlýsingu átta félagsmanna. Þeir segja að framferði stjórnarinnar vera félaginu til minnkunar og að hún skaði ímynd allra félagsmanna. „Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið ný sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og við krefjumst svara strax,“ segja félagsmennirnir. Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í gær, að lögmæti kröfunnar sé óljóst. Það ætti eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina væru í raun félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Yfirlýsingin í heild sinni:Eftirfarandi bréf var sent til formanns, gjaldkera og á almennt netfang Sjómannafélags Íslands:Til formanns og stjórnar Sjómannafélags Íslands.Við félagsmenn í Sjómannafélaginu sem höfum sett nafn okkar á undirskriftalistann sem krefst félagsfundar krefjumst nú svars við beiðni okkar, að móttaka listans hafi ekki einu sinni verið staðfest við okkur er fyrir neðan allar hellur. Að við, félagið sjálft, heyrum í fjölmiðlum að krafan hafi verið lesin en okkur ekki svarað er óboðlegt. Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna.Að forðast að taka ábyrgð á gjörðum sínum er félaginu til mikillar minnkunar og skaðar ímynd okkar allra. Skortur á viðbrögðum ykkar hefur grafið undan félaginu og starfi þess, en jafnframt hagsmunum okkar sjómannanna sem í félaginu erum. Þessi framkoma formanns og stjórnar eru algjörlega ólíðandi, en í stað þess að vinna að málefnum félagsins og félagsmanna, hafið þið farið þá leið, með skorti á viðbrögðum, að níða skóinn af félaginu og félagsmönnum með því að taka ekki afstöðu svo eftir því er tekið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið nú sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og krefjumst við svara strax.Sigurður Jóhann AtlasonRúnar GunnarssonDavíð SigurðssonSæþór ÁgústssonSigurdór HalldórssonÓlafur Ingvar KristjánssonJúlíus JakobssonFriðrik Elís Ásmundsson Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Átta félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun til að krefjast félagsfundar vegna erfiðrar stöðu sem komin er upp í félaginu fordæma formann og stjórn félagsins fyrir að hafa hvorki staðfest móttöku listans né orðið við beiðninni en lög Sjómannafélagsins kveða á um að 100 félagsmenn þurfi til að boða til fundar í félaginu. Rúmlega 160 félagsmenn kröfðust þess að félagsfundur yrði haldinn til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr sjómannafélaginu. „Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna,“ segir í yfirlýsingu átta félagsmanna. Þeir segja að framferði stjórnarinnar vera félaginu til minnkunar og að hún skaði ímynd allra félagsmanna. „Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið ný sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og við krefjumst svara strax,“ segja félagsmennirnir. Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í gær, að lögmæti kröfunnar sé óljóst. Það ætti eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina væru í raun félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands. Yfirlýsingin í heild sinni:Eftirfarandi bréf var sent til formanns, gjaldkera og á almennt netfang Sjómannafélags Íslands:Til formanns og stjórnar Sjómannafélags Íslands.Við félagsmenn í Sjómannafélaginu sem höfum sett nafn okkar á undirskriftalistann sem krefst félagsfundar krefjumst nú svars við beiðni okkar, að móttaka listans hafi ekki einu sinni verið staðfest við okkur er fyrir neðan allar hellur. Að við, félagið sjálft, heyrum í fjölmiðlum að krafan hafi verið lesin en okkur ekki svarað er óboðlegt. Það er algjör óvirðing við okkur, sem erum félagið, að listinn hafi ekki þegar verið yfirfarinn og afstaða tekin í málinu og að nota þá afsökun í stóra samhenginu sýnir hroka stjórnar í garð félagsmanna.Að forðast að taka ábyrgð á gjörðum sínum er félaginu til mikillar minnkunar og skaðar ímynd okkar allra. Skortur á viðbrögðum ykkar hefur grafið undan félaginu og starfi þess, en jafnframt hagsmunum okkar sjómannanna sem í félaginu erum. Þessi framkoma formanns og stjórnar eru algjörlega ólíðandi, en í stað þess að vinna að málefnum félagsins og félagsmanna, hafið þið farið þá leið, með skorti á viðbrögðum, að níða skóinn af félaginu og félagsmönnum með því að taka ekki afstöðu svo eftir því er tekið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Rótgróið félag eins og Sjómannafélag Íslands hefur ekkert með formann og stjórn að gera sem hlusta ekki á vilja félagsmanna sinna sem eru félagið. Ykkur sem hefur verið treyst fyrir að hugsa um hag okkar hafið nú sýnt að það traust er horfið út um kýraugað og krefjumst við svara strax.Sigurður Jóhann AtlasonRúnar GunnarssonDavíð SigurðssonSæþór ÁgústssonSigurdór HalldórssonÓlafur Ingvar KristjánssonJúlíus JakobssonFriðrik Elís Ásmundsson
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Má ekki verða fordæmisgefandi Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið. 3. nóvember 2018 09:45