Sport

Víkingur bikarmeistari í borðtennis

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nevana Tasic, Magnús K. Magnússon og Ingi Darvis
Nevana Tasic, Magnús K. Magnússon og Ingi Darvis mynd/btí
Víkingur er bikarmeistari í borðtennis eftir sigur á BH í úrslitaleiknum í gær.

Magnús K. Magnússon, Nevana Tasic og Ingi Darvis unnu öll sínar einstaklingsviðureignir, Ingi og Nevana unnu svo tvenndarkeppnina gegn Magnúsi Gauta Úlfarssyni og Harriet Cardew.

Eini sigur BH kom í tvíliðaleiknum þar sem Magnús Gauti og Birgir Ívarsson höfðu betur gegn Magnúsi og Inga.

Víkingur vann því 4-1 sigur í úrslitunum.

Viðureignir úrslitaleiksins:

Magnús K. Magnússon – Magnús Gauti Úlfarsson: 13 -11, 6-11, 6-11, 11-5.

Ingi Darvis – Birgir Ívarsson: 11-6, 11-9, 11-7.

Nevana Tasic –Harriet Cardew: 11-5, 11-6, 11-7.

Tvíliðaleikur: Magnús/Ingi Darvis – Birgir/Magnús Gauti: 1-11, 6-11,11-7,4-11.

Tvenndarkeppni: Ingi Darvis/Nevana – Magnús Gauti/Harriet: 11-7,11-7,11-5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×