Erlent

Nýjar upplýsingar um morðið á Palme kynntar í nýrri bók

Atli Ísleifsson skrifar
Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar þegar hann var skotinn til bana árið 1986 í miðborg Stokkhólms.
Olof Palme var forsætisráðherra Svíþjóðar þegar hann var skotinn til bana árið 1986 í miðborg Stokkhólms. vísir/getty

Maður, sem þekktur var fyrir andúð sína á Olof Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, og aðstoðarmaður hans eru bendlaðir við morðið á Palme í nýrri bók. Bókin byggir á gögnum sem rannsóknarblaðamaðurinn og metsöluhöfundurinn Stieg Larsson heitinn safnaði saman.

Aftonbladet  greinir frá því að Palmehópurinn svokallaði, sem hefur morðið á Palme til rannsóknar, kanni nú möguleg tengsl morðingja Palme við hóp í Suður-Afríku.

Palme var skotinn til bana í Stokkhólmi í febrúar 1986 þegar hann var á gangi með eiginkonu sinni Lisbet, á leið heim úr kvikmyndahúsi. Málið telst enn óupplýst.

Kann að hafa verið á Sveavägen

Bókin er rituð af blaðamanninum og rithöfundinum Jan Stocklassa og byggir hann hana á gögnum Larsson. Kenningin sem varpað er fram er þó eigin kenning Stocklassa. Þar kemur meðal annars fram að hinn grunaði, sem hafi áður haft fjarvistarsönnun, kann mögulega að hafa verið á Sveavägen í Stokkhólmi þegar morðið var framið.

Kenning höfundarins tengir meðal annars leigumorðingja frá Suður-Afríku við sænska hægriöfgamenn. Aftonbladet segir að Palmehópurinn hafi áður hunsað manninn sem um ræðir, en rannsaki nú möguleg tengsl hans við morðið.

Rannsakaði málið til dauðadags

Stieg Larsson, höfundur bókarinnar Karlar sem hata konur, rannsakaði sjálfur morðið á Palme allt til dauðadags 2004. Í gögnum Larsson eru meðal annars að finna vísbendingar um möguleg tengsl hægriöfgamanna og hreyfinga við morðið.

Bókin kemur út í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×