Sverrir Þór: Við áttum ekkert skilið Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 5. nóvember 2018 21:42 Sverrir Þór og hans menn eru dottnir út úr Geysisbikarnum. „Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
„Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum