Sverrir Þór: Við áttum ekkert skilið Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 5. nóvember 2018 21:42 Sverrir Þór og hans menn eru dottnir út úr Geysisbikarnum. „Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
„Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30