Innlent

Villikettirnir fá heilt einbýlishús

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stækkað við ketti.
Stækkað við ketti. Nordicphotos/Getty
Bæjarráð Hveragerðis hefur samþykkt að félagið Villikettir fái allt einbýlishúsið á Hveramörk 7 til umráða en ekki bara bakhýsið eins og áður var ákveðið.

Hveragerðisbær samdi við Villiketti um að sinna útigönguköttum í bænum, meðal annars fanga þá og gelda. Hugðist félagið geyma villiketti í bakhýsinu. Í minnisblaði Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra segir að komið hafi í ljós að bakhýsið henti starfseminni afar illa.

Hún stingi því upp á að verða við ósk Villikatta um að fá sjálft íbúðarhúsið sem sé ekki í annarri notkun. Villikettir muni skila húsinu í vor ef bæjarfélagið þurfi á því að halda. „Enginn kostnaður myndi fjalla á sveitarfélagið ef þessi breyting á húsakosti yrði samþykkt,“ segir í minnisblaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×