Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2018 07:37 Matthew Whitaker er af mörgum talinn ólíklegur eða óviljugur til að standa vörð um sjálfstæði dómsmálaráðuneytisins gegn pólitískum afskiptum Trump forseta. Vísir/AP Nýr starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er líklegur til að verða haukur í horni Donalds Trump forseta þegar kemur að rannsóknum á honum. Hann tekur við umsjón yfir Rússarannsókninni svonefndu sem hefur ergt forsetann frá því í fyrra og gæti dregið verulegar úr henni tennurnar eða stöðvað algerlega. Trump lét Jeff Sessions dómsmálaráðherra segja af sér í gær. Forsetinn hefur gagnrýnt Sessions, sem var fyrsti bandaríski þingmaðurinn til þess að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump á sínum tíma, nær linnulaust allt frá því að dómsmálaráðherrann lýsti sig vanhæfan til þess að hafa umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa. Við af honum tekur Matt Whitaker sem hefur verið starfsmannastjóri Sessions. Alla jafna myndi aðstoðardómsmálaráðherrann taka við sem starfandi ráðherra við þessar aðstæður. Trump hefur hins vegar einnig hamast gegn Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni. Bæði Sessions og Rosenstein voru skipaðir af Trump forseta í fyrra.Deildi grein þar sem saksóknurum Mueller var líkt við „hengingasveit“ Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að Whitaker taki nú við umsjón með rannsókninni. Whitaker er lýst sem afar hollum Trump forseta. Áður en hann var skipaður starfsmannastjóri dómsmálaráðuneytisins tjáði hann sig um Rússarannsóknina í fjölmiðlum. Þar sagði hann meðal annars að Mueller-rannsóknin hefði gengið of langt. Lýsti hann hvernig Trump gæti rekið Sessions og skipað starfandi ráðherra sem gæti stöðvað rannsóknina með því að fjársvelta hana. Þá hefur verið rifjað upp að Whitaker deildi skoðanagrein á Twitter þar sem saksóknurunum var lýst sem „hengingasveit Muellers“.Tíst þar sem Whitaker deildi skoðanagrein um Mueller-rannsóknina.SkjáskotWhitaker var áður alríkissaksóknari í Iowa og bauð sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings án árangurs. Eftir það stýrði hann íhaldssamri hugveitu og sat í stjórn fyrirtækis sem var lokað eftir að rannsókn Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) benti til þess að það stundaði svikastarfsemi.Washington Post bendir á að Whitaker hafi tengsl við eitt vitni Mueller-rannsóknarinnar, Sam Clovis, stjórnarformann forsetaframboðs Trump. Whitaker stýrði framboði Clovis til gjaldkera Iowa árið 2014. Clovis hefur verið yfirheyrður um samskipti sín við George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump, sem reyndi ítrekað að koma á fundi milli Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Sem starfandi dómsmálaráðherra hefur Whitaker nú völd til þess að skera niður fjárveitingar til rannsóknar Mueller og setja henni mörk. Þegar og ef Mueller skilar skýrslu með niðurstöðum sínum kæmi það í hlut Whitaker að ákveða hvort gera ætti efni hennar opinbert. Whitaker getur setið sem starfandi ráðherra í 210 daga áður en varanlegur eftirmaður tekið við embættinu. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja skipan hans. Repúblikanar juku við meirihluta sinn í deildinni í þingkosningum á þriðjudag og eru nýir þingmenn flokksins þar sagðir hliðhollari Trump en forverar þeirra.Örlög Rods Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, eru enn ekki ljós. Miklar vangaveltur eru um að honum verði einnig sparkað.Vísir/GettyÁhyggjur þingmanna beggja flokka Demókratar, sem unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningum á þriðjudag, hafa krafist þess að Whitaker lýsi sig vanhæfan til þess að hafa umsjón með Rússarannsókninni vegna ummæla hans um rannsóknina. Hafa þeir heitið því að nota nýfengna aðstöðu sína til að láta þingnefnd rannsaka brottrekstur Sessions þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Connecticut, segist ætla að leggja fram frumvarp um að verja rannsókn Mueller. Jeff Flake, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana í Arizona, krafðist þess að Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í deildinni, léti greiða atkvæði um fyrri frumvörp þess efnis sem hafa verið lögð fram áður. Í sama streng tóku Susan Collins, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Maine, og Mitt Romney, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður flokksins í Utah. Eftir að ljóst var að Trump hefði bolað Sessions úr embætti sagði Collins að rannsókn Mueller „yrði að fá að halda áfram“. „Það er áríðandi að ríkisstjórnin leggi ekki stein í götu rannsóknar Mueller. Ég hef áhyggjur af því að Rod Rosenstein hafi ekki lengur umsjón með rannsókninni,“ tísti Collins í gær. Dómsmálaráðuneytið segir að Whitaker muni fara í gegnum hefðbundið ferli þar sem hann skoðar hvort að hann eigi í einhverjum hagsmunaárekstrum. Mueller var falið að stýra Rússarannsókninni sem alríkislögreglan FBI hafði verið með í gangi í maí í fyrra eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Á meðal þess sem Mueller rannsakar er hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Demókratar ýjað að því að brottrekstur Sessions nú gæti verið önnur tilraun forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“. Mueller hefur engu að síður ákært nokkurn fjölda fyrrverandi bandamanna forsetans, þar á meðal kosningastjóra hans og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions segir af sér að beiðni Trump Jeff Sessions hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að beiðni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2018 19:59 Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Rannsaka hvort konum hafi verið mútað til að bera sakir á sérstaka rannsakandann FBI hefur fengið til rannsóknar ásakanir um að reynt hafi verið að múta konum til að ljúga upp á yfirmann Rússarannsóknarinnar á forsetaframboði Donalds Trump. 30. október 2018 22:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Nýr starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er líklegur til að verða haukur í horni Donalds Trump forseta þegar kemur að rannsóknum á honum. Hann tekur við umsjón yfir Rússarannsókninni svonefndu sem hefur ergt forsetann frá því í fyrra og gæti dregið verulegar úr henni tennurnar eða stöðvað algerlega. Trump lét Jeff Sessions dómsmálaráðherra segja af sér í gær. Forsetinn hefur gagnrýnt Sessions, sem var fyrsti bandaríski þingmaðurinn til þess að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump á sínum tíma, nær linnulaust allt frá því að dómsmálaráðherrann lýsti sig vanhæfan til þess að hafa umsjón með rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússa. Við af honum tekur Matt Whitaker sem hefur verið starfsmannastjóri Sessions. Alla jafna myndi aðstoðardómsmálaráðherrann taka við sem starfandi ráðherra við þessar aðstæður. Trump hefur hins vegar einnig hamast gegn Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur haft umsjón með Rússarannsókninni. Bæði Sessions og Rosenstein voru skipaðir af Trump forseta í fyrra.Deildi grein þar sem saksóknurum Mueller var líkt við „hengingasveit“ Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að Whitaker taki nú við umsjón með rannsókninni. Whitaker er lýst sem afar hollum Trump forseta. Áður en hann var skipaður starfsmannastjóri dómsmálaráðuneytisins tjáði hann sig um Rússarannsóknina í fjölmiðlum. Þar sagði hann meðal annars að Mueller-rannsóknin hefði gengið of langt. Lýsti hann hvernig Trump gæti rekið Sessions og skipað starfandi ráðherra sem gæti stöðvað rannsóknina með því að fjársvelta hana. Þá hefur verið rifjað upp að Whitaker deildi skoðanagrein á Twitter þar sem saksóknurunum var lýst sem „hengingasveit Muellers“.Tíst þar sem Whitaker deildi skoðanagrein um Mueller-rannsóknina.SkjáskotWhitaker var áður alríkissaksóknari í Iowa og bauð sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings án árangurs. Eftir það stýrði hann íhaldssamri hugveitu og sat í stjórn fyrirtækis sem var lokað eftir að rannsókn Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC) benti til þess að það stundaði svikastarfsemi.Washington Post bendir á að Whitaker hafi tengsl við eitt vitni Mueller-rannsóknarinnar, Sam Clovis, stjórnarformann forsetaframboðs Trump. Whitaker stýrði framboði Clovis til gjaldkera Iowa árið 2014. Clovis hefur verið yfirheyrður um samskipti sín við George Papadopoulos, fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump, sem reyndi ítrekað að koma á fundi milli Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Sem starfandi dómsmálaráðherra hefur Whitaker nú völd til þess að skera niður fjárveitingar til rannsóknar Mueller og setja henni mörk. Þegar og ef Mueller skilar skýrslu með niðurstöðum sínum kæmi það í hlut Whitaker að ákveða hvort gera ætti efni hennar opinbert. Whitaker getur setið sem starfandi ráðherra í 210 daga áður en varanlegur eftirmaður tekið við embættinu. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja skipan hans. Repúblikanar juku við meirihluta sinn í deildinni í þingkosningum á þriðjudag og eru nýir þingmenn flokksins þar sagðir hliðhollari Trump en forverar þeirra.Örlög Rods Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, eru enn ekki ljós. Miklar vangaveltur eru um að honum verði einnig sparkað.Vísir/GettyÁhyggjur þingmanna beggja flokka Demókratar, sem unnu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningum á þriðjudag, hafa krafist þess að Whitaker lýsi sig vanhæfan til þess að hafa umsjón með Rússarannsókninni vegna ummæla hans um rannsóknina. Hafa þeir heitið því að nota nýfengna aðstöðu sína til að láta þingnefnd rannsaka brottrekstur Sessions þegar nýtt þing kemur saman í janúar. Richard Blumenthal, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Connecticut, segist ætla að leggja fram frumvarp um að verja rannsókn Mueller. Jeff Flake, fráfarandi öldungadeildarþingmaður repúblikana í Arizona, krafðist þess að Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í deildinni, léti greiða atkvæði um fyrri frumvörp þess efnis sem hafa verið lögð fram áður. Í sama streng tóku Susan Collins, öldungadeildarþingkona repúblikana frá Maine, og Mitt Romney, nýkjörinn öldungadeildarþingmaður flokksins í Utah. Eftir að ljóst var að Trump hefði bolað Sessions úr embætti sagði Collins að rannsókn Mueller „yrði að fá að halda áfram“. „Það er áríðandi að ríkisstjórnin leggi ekki stein í götu rannsóknar Mueller. Ég hef áhyggjur af því að Rod Rosenstein hafi ekki lengur umsjón með rannsókninni,“ tísti Collins í gær. Dómsmálaráðuneytið segir að Whitaker muni fara í gegnum hefðbundið ferli þar sem hann skoðar hvort að hann eigi í einhverjum hagsmunaárekstrum. Mueller var falið að stýra Rússarannsókninni sem alríkislögreglan FBI hafði verið með í gangi í maí í fyrra eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Á meðal þess sem Mueller rannsakar er hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Demókratar ýjað að því að brottrekstur Sessions nú gæti verið önnur tilraun forsetans til þess að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump hefur ítrekað lýst rannsókninni sem „nornaveiðum“. Mueller hefur engu að síður ákært nokkurn fjölda fyrrverandi bandamanna forsetans, þar á meðal kosningastjóra hans og fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions segir af sér að beiðni Trump Jeff Sessions hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að beiðni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2018 19:59 Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Rosenstein íhugar nú stöðu sína 25. september 2018 07:00 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Rannsaka hvort konum hafi verið mútað til að bera sakir á sérstaka rannsakandann FBI hefur fengið til rannsóknar ásakanir um að reynt hafi verið að múta konum til að ljúga upp á yfirmann Rússarannsóknarinnar á forsetaframboði Donalds Trump. 30. október 2018 22:57 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sessions segir af sér að beiðni Trump Jeff Sessions hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að beiðni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2018 19:59
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00
Rannsaka hvort konum hafi verið mútað til að bera sakir á sérstaka rannsakandann FBI hefur fengið til rannsóknar ásakanir um að reynt hafi verið að múta konum til að ljúga upp á yfirmann Rússarannsóknarinnar á forsetaframboði Donalds Trump. 30. október 2018 22:57