Umhverfisþing fer fram í dag Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. nóvember 2018 07:00 Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum. Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrirferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er fagnaðarefni.Loftslagsmál, plast og náttúruvernd Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn. Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum. Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi. Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi, auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum. Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrirferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er fagnaðarefni.Loftslagsmál, plast og náttúruvernd Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn. Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum. Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi. Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi, auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun