Fengu rúmar fjórar milljónir fyrir að semja veiðigjaldafrumvarpið Jóhann Óli Eiðsson. skrifar 31. október 2018 06:30 Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Fréttablaðið Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Sjá meira
Huginn Freyr Þorsteinsson, einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Aton, og Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa samtals fengið greiddar rúmar 4,4 milljónir króna vegna vinnu þeirra við gerð veiðigjaldafrumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Fréttablaðið fékk afrit frá atvinnuvegaráðuneytinu af samningum sem gerðir voru við Hugin og Teit vegna þessa.Huginn Freyr Þorsteinsson.FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍ samningunum segir að þeir veiti ráðherra ráðgjöf og aðstoð við samningu frumvarps um veiðigjöld. Var þeim falið að fullgera frumvarpið. Fyrir þetta skyldu þeir fá greitt 13 þúsund krónur á tímann, án virðisaukaskatts, og giltu samningarnir frá 13. júní til 1. ágúst. Í verkáætlun samkomulagsins er gert ráð fyrir að verkefnið verði að hámarki 150 tímar. Samningur vegna Hugins var gerður við félagið Principa en í tilfelli Teits við hann sjálfan. Síðar meir var gerður viðauki við samkomulagið þar sem verkefnið reyndist meira að umfangi en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Í viðaukanum var kveðið á um að greitt yrði fyrir fimmtíu stundir til viðbótar. Frágangur frumvarpsins tæki þar allt að tuttugu stundir, fundir og samtöl tíu til fimmtán og vinna vegna samráðsnefndar ráðherra og fyrir þingflokka annað eins. Gilti viðaukinn frá upphafi ágúst til loka september. Samtals fékk Huginn rúmar 2,5 milljónir fyrir 193 stunda vinnu og Teitur tæpar tvær milljónir fyrir 149,5 stundir. Tvímenningarnir hafa báðir um skeið verið aðstoðarmenn fjármálaráðherra. Huginn í tíð Steingríms J. Sigfússonar og Teitur hjá Bjarna Benediktssyni frá 2014-16. Þá hefur fyrirtækið Aton meðal annars unnið skýrslur fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.Teitur Björn EinarssonFRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Sjá meira