Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 08:00 Veiðigjöld hafa sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu meiga stunda krókaveiðar, segir bæjarstjórni á Bolungarvík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert. Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert.
Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira