Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2018 16:21 Ríkisstjórn Donalds Trump er nú með það til skoðunar að taka til baka ýmsar breytingar á réttindum þeirra sem vilja fá að skilgreina kyn sitt öðruvísi en líffræðilegt kyn þeirra. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda manns, en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu, sem skrifað var í vor, er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“ Á síðasta ári tjáði Bandaríkjaforseti sig um málefni transfólks í hernum, en þá tísti hann því að ekki megi leggja „gríðarlegan lækniskostnað og truflun“ sem transfólk hefði í för með sér á herðar hernum. Þá staðfesti Trump bannið fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustuÁ undanförnum árum hafa ýmsar breytingar orðið á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn, en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Þá var transfólki gert mun auðveldara að skilgreina eigið kyn. Stefna stjórnar Obama vakti upp miklar og heitar umræður í Bandaríkjunum um rétt transfólks á sviðum þar sem litið var á kyn sem val á milli tveggja kosta, það er karlkyns og kvenkyns. Meðal þess sem bar hæst í þeirri umræðu var réttur fólks til þess að nota almenningssalerni og búningsklefa sem samræmdist þeirra skilgreinda kyni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda manns, en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu, sem skrifað var í vor, er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“ Á síðasta ári tjáði Bandaríkjaforseti sig um málefni transfólks í hernum, en þá tísti hann því að ekki megi leggja „gríðarlegan lækniskostnað og truflun“ sem transfólk hefði í för með sér á herðar hernum. Þá staðfesti Trump bannið fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustuÁ undanförnum árum hafa ýmsar breytingar orðið á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn, en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Þá var transfólki gert mun auðveldara að skilgreina eigið kyn. Stefna stjórnar Obama vakti upp miklar og heitar umræður í Bandaríkjunum um rétt transfólks á sviðum þar sem litið var á kyn sem val á milli tveggja kosta, það er karlkyns og kvenkyns. Meðal þess sem bar hæst í þeirri umræðu var réttur fólks til þess að nota almenningssalerni og búningsklefa sem samræmdist þeirra skilgreinda kyni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23
Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22
Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14