Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir skrifar 22. október 2018 09:00 Á meðan við brunuðum hálfan Flórídaskaga til að ná flugi fann ég tilfinningu í maganum sem vakti mig til umhugsunar. Vikuna áður höfðum við siglt á skemmtiferðaskipi þar sem bornar voru fram allsnægtir af mat frá morgni til kvölds. Lífið hafði snúist um að kitla bragðlaukana. Hungurverkirnir í bílnum gáfu mér hálfgert samviskubit yfir öllu matarsukkinu á bátnum. Samviskubit yfir að hafa tekið þátt í matarbruðlinu á sama tíma og fæðunni er misskipt meðal jarðarbúa. Sums staðar í heiminum deyja börn enn úr vannæringu. Það eru svona aðstæður sem fá mann til að endurskoða viðhorf sín og gildi. Hingað til hef ég alltaf verið hálfsmeyk við hungur og er venjulega ofhlaðin nesti, sem endar ósjaldan í ruslatunnunni. En hvaðan kemur þessi ótti við hungur? Genin okkar eru enn lituð af fyrri tímum þegar fólk nagaði skósóla til að slá á hungrið og drýgði matinn svo hann dugði út veturinn. Hungursneyðir komu upp reglulega eftir styrjaldir, náttúruhamfarir og uppskerubrest. Getur verið að samband okkar við mat sé mótað af því að vera alltaf á varðbergi gagnvart yfirvofandi matarskorti? Að okkur líði best að hafa nóg af mat innan seilingar – til að tryggja að við lifum af næstu hungursneyð. Í allsnægtaheimi má segja að hungurverkir séu lúxusverkir. Við erum ekki að fara deyja úr sulti þótt við höfum ekki borðað neitt síðustu tvo tímana! Fyrir nútímamanninn er allt í lagi að vera stundum svangur og það sem meira er, það getur verið meinhollt. Rannsóknir benda til þess að við getum hægt á öldrun og bætt heilsu með því að borða minna, t.d. dregið úr líkum á sykursýki og hjartasjúkdómum – svo lengi sem við erum ekki vannærð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Á meðan við brunuðum hálfan Flórídaskaga til að ná flugi fann ég tilfinningu í maganum sem vakti mig til umhugsunar. Vikuna áður höfðum við siglt á skemmtiferðaskipi þar sem bornar voru fram allsnægtir af mat frá morgni til kvölds. Lífið hafði snúist um að kitla bragðlaukana. Hungurverkirnir í bílnum gáfu mér hálfgert samviskubit yfir öllu matarsukkinu á bátnum. Samviskubit yfir að hafa tekið þátt í matarbruðlinu á sama tíma og fæðunni er misskipt meðal jarðarbúa. Sums staðar í heiminum deyja börn enn úr vannæringu. Það eru svona aðstæður sem fá mann til að endurskoða viðhorf sín og gildi. Hingað til hef ég alltaf verið hálfsmeyk við hungur og er venjulega ofhlaðin nesti, sem endar ósjaldan í ruslatunnunni. En hvaðan kemur þessi ótti við hungur? Genin okkar eru enn lituð af fyrri tímum þegar fólk nagaði skósóla til að slá á hungrið og drýgði matinn svo hann dugði út veturinn. Hungursneyðir komu upp reglulega eftir styrjaldir, náttúruhamfarir og uppskerubrest. Getur verið að samband okkar við mat sé mótað af því að vera alltaf á varðbergi gagnvart yfirvofandi matarskorti? Að okkur líði best að hafa nóg af mat innan seilingar – til að tryggja að við lifum af næstu hungursneyð. Í allsnægtaheimi má segja að hungurverkir séu lúxusverkir. Við erum ekki að fara deyja úr sulti þótt við höfum ekki borðað neitt síðustu tvo tímana! Fyrir nútímamanninn er allt í lagi að vera stundum svangur og það sem meira er, það getur verið meinhollt. Rannsóknir benda til þess að við getum hægt á öldrun og bætt heilsu með því að borða minna, t.d. dregið úr líkum á sykursýki og hjartasjúkdómum – svo lengi sem við erum ekki vannærð.