Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2018 09:15 Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Hanna „Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
„Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira