Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 18-23 │Valskonur minnkuðu forskot Fram Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 22. október 2018 21:30 Lovísa Thompson vísir/daníel Valur vann öruggann 5 marka sigur á Stjörnunni í kvöld, 18-23. Með sigrinum slitu þær sig frá ÍBV og eru nú með 9 stig í öðru sæti deildarinnar aðeins einu stigi á eftir Fram á toppnum. Leikurinn í Garðabæ var jafn framan af og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 9-10, Val í vil. Fyrri hálfleikurinn var rólegur og frekar dapur sóknarleikur hjá báðum liðum framan af. Að 15 mínútum loknum var staðan jöfn 5-5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálari Vals, tók leikhlé í stöðunni 6-5, en leikur liðsins fram að því hafði ekki verið sannfærandi. Það varð þó lítil breyting á leiknum í framhaldi og staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 9-10, Val í vil. Valskonur mættu grimmar út á völlinn í síðari hálfleik og voru orðnar líkar sjálfum sér. Þær skoruðu fjögur auðveld mörk og staðan orðin 10-14 eftir aðeins 5 mínútur. Garðbæingar áttu því næst ágætis áhlaup og náðu að jafna leikinn á ný. Eitt mark skyldi liðin að þegar stundarfjórðungur var eftir, 15-16. Valur vann síðustu 15 mínútur leiksins 3-7 og lokatölur í Garðabæ, 18-23. Sanngjarn sigur Vals eftir góðan lokakafla þrátt fyrir að heilt yfir hafi þeirra leikur ekki verið sannfærandi í kvöld. Af hverju vann Valur? Valur er með töluvert betur mannað lið en Stjarnan og spiluðu þær á sínu sterkasta liði í kvöld. Það var alltaf spurning hvenær þær kæmu með gott áhlaup sem kæmi þeim í góða stöðu. Síðasta korterið var sannfærandi hjá þeim og skilaði þeim sigrinum. Hverjar stóðu upp úr?Það var engin sem stóð upp úr heilt yfir leikinn en Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, steig upp á réttum tíma og varði vel undir lok leiks. Íris Ásta Pétursdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir voru markahæstar í liði Vals, með 5 mörk. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar, skoraði 9 mörk úr reyndar 16 skotum en hún var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Var óheppin með skotin sín þegar leið á leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var slakur hjá báðum liðum. Sóknarleikur Vals lagaðist í síðari hálfleik, þær urðu agaðar og líkari sjálfum sér en tapaðir boltar Stjörnunnar voru óteljandi í leiknum. Lovísa Thompson náði sér aldrei á stik sóknarlega en hún sinnti sínu starfi í vörninni vel. Þá hefur Laufey Ásta Guðmundsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, einnig átt betri leik en í dag, sérstakega sóknarlega. Hvað er framundan? Í 7.umferð fær Valur nýliða HK í heimsókn en Stjörnunnar bíður erfitt verkefni þegar liðið mætir Haukum.Ágúst: Vörnin frábær í kvöld„Þetta var bara hörkuleikur eins og ég átti von á“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Við unnum 5 marka sigur á Stjörnunni á útivelli og ég er mjög ánægður með það.“ sagði Ágúst Þór sem þakkar vörninni sigurinn í kvöld „Varnarleikurinn var frábær í 60 mínútur og markvarlsan mjög góð. Við vorum að skapa okkur fullt af góðum færum en létum verja alltof mikið frá okkur. Við vorum með yfir 20 skot sem klikkuðu. Það var vörn og markvarsla sem skóp þennann sigur í kvöld.“ Valur er nú í 2.sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir Fram. Ágúst er ánægður með gengi liðsins til þessa. „Jájá við eltum Fram, við erum að mjatla inn þessum stigum og erum alltaf að bæta okkur. Á meðan við erum að vinna okkar leiki og náum í okkar stig þá er ég bara sáttur“ sagði Ágúst að lokum Basti: Erum með íslandsmet í töpuðum boltum„Það er ekki nóg að halda í við lið eins og Val,” sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, eftir fimm marka tap gegn Val í Olís-deild kvenna. „Ég er ánægður með varnarleikinn hjá okkur. Að fá á sig aðeins 23 mörk gegn svona gríðalega öflugu liði eins og Val er bara frábært.” „Sóknarleikurinn hefur verið vandamál. Við erum með íslandsmet í töpuðum boltum. Þetta eru held ég að meðaltali 20 tapaðir boltar í leik.” „En ég hef engar áhyggjur af því, ég er með fullt af leikmönnum sem eru bara ryðgaðir og langt síðan þær hafa verið að spila. Við höfum ekki þann lúxus að vera með fullt af leikmönnum sem eru í standi og hafa verið að spila reglulega síðustu ár.” „Við erum eins og gott app, við erum komin í version 2.11, við þurfum að finna nokkra service pakka og patch þetta aðeins. Um leið og sóknarleikurinn dettur í gang þá hef ég engar áhyggjur á því að við tökum ekki bestu lið landsins.” „Við æfum ekki einu sinni varnarleik, við þurfum þess ekki því við erum með frábæra varnarmenn. Þetta er bara sókn daginn út og daginn inn.” „Að lokum þá smellur þetta hjá okkur. Það var margt uppá við í dag, meiri agi, meiri þolimæði og bið eftir betri færum. Á móti þessum góðu liðum þá er slakt skot bara eins og að skora sjálfsmark.” „En eins og staðan er núna þá er þetta rosalega erfitt, þetta er langtíma prógram sóknarlega. Því miður er staðan bara þannig að við erum búin að henda frá okkur þremur stigum sem við fáum ekki aftur og þurfum að sækja þau bara seinna í vetur á móti liðum sem eru betri en við.” „Hauka-liðið er eitt af þessum fjórum liðum sem eru klassa betri en við í dag, en það þýðir samt ekki að við séum ekki að fara að mæta í næsta leik til að taka tvö stig, við erum ekki í þessu bara til að vera með.” „Við verðum geðveik ef við ætlum að fara að spá í því hvernig leikurinn hefði farið ef við værum með alla okkar leikmenn, við erum ekki þar. Staðreyndin er sú að við erum fimm mörkum á eftir Val í dag og vonandi verðum við bili minna þegar við mætum þeim næst,” sagði Sebastian hress að lokum. Olís-deild kvenna
Valur vann öruggann 5 marka sigur á Stjörnunni í kvöld, 18-23. Með sigrinum slitu þær sig frá ÍBV og eru nú með 9 stig í öðru sæti deildarinnar aðeins einu stigi á eftir Fram á toppnum. Leikurinn í Garðabæ var jafn framan af og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 9-10, Val í vil. Fyrri hálfleikurinn var rólegur og frekar dapur sóknarleikur hjá báðum liðum framan af. Að 15 mínútum loknum var staðan jöfn 5-5. Ágúst Þór Jóhannsson, þjálari Vals, tók leikhlé í stöðunni 6-5, en leikur liðsins fram að því hafði ekki verið sannfærandi. Það varð þó lítil breyting á leiknum í framhaldi og staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 9-10, Val í vil. Valskonur mættu grimmar út á völlinn í síðari hálfleik og voru orðnar líkar sjálfum sér. Þær skoruðu fjögur auðveld mörk og staðan orðin 10-14 eftir aðeins 5 mínútur. Garðbæingar áttu því næst ágætis áhlaup og náðu að jafna leikinn á ný. Eitt mark skyldi liðin að þegar stundarfjórðungur var eftir, 15-16. Valur vann síðustu 15 mínútur leiksins 3-7 og lokatölur í Garðabæ, 18-23. Sanngjarn sigur Vals eftir góðan lokakafla þrátt fyrir að heilt yfir hafi þeirra leikur ekki verið sannfærandi í kvöld. Af hverju vann Valur? Valur er með töluvert betur mannað lið en Stjarnan og spiluðu þær á sínu sterkasta liði í kvöld. Það var alltaf spurning hvenær þær kæmu með gott áhlaup sem kæmi þeim í góða stöðu. Síðasta korterið var sannfærandi hjá þeim og skilaði þeim sigrinum. Hverjar stóðu upp úr?Það var engin sem stóð upp úr heilt yfir leikinn en Íris Björk Símonardóttir, markvörður Vals, steig upp á réttum tíma og varði vel undir lok leiks. Íris Ásta Pétursdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir voru markahæstar í liði Vals, með 5 mörk. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var frábær í liði Stjörnunnar, skoraði 9 mörk úr reyndar 16 skotum en hún var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Var óheppin með skotin sín þegar leið á leikinn. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var slakur hjá báðum liðum. Sóknarleikur Vals lagaðist í síðari hálfleik, þær urðu agaðar og líkari sjálfum sér en tapaðir boltar Stjörnunnar voru óteljandi í leiknum. Lovísa Thompson náði sér aldrei á stik sóknarlega en hún sinnti sínu starfi í vörninni vel. Þá hefur Laufey Ásta Guðmundsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, einnig átt betri leik en í dag, sérstakega sóknarlega. Hvað er framundan? Í 7.umferð fær Valur nýliða HK í heimsókn en Stjörnunnar bíður erfitt verkefni þegar liðið mætir Haukum.Ágúst: Vörnin frábær í kvöld„Þetta var bara hörkuleikur eins og ég átti von á“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Við unnum 5 marka sigur á Stjörnunni á útivelli og ég er mjög ánægður með það.“ sagði Ágúst Þór sem þakkar vörninni sigurinn í kvöld „Varnarleikurinn var frábær í 60 mínútur og markvarlsan mjög góð. Við vorum að skapa okkur fullt af góðum færum en létum verja alltof mikið frá okkur. Við vorum með yfir 20 skot sem klikkuðu. Það var vörn og markvarsla sem skóp þennann sigur í kvöld.“ Valur er nú í 2.sæti deildarinnar, aðeins einu stigi á eftir Fram. Ágúst er ánægður með gengi liðsins til þessa. „Jájá við eltum Fram, við erum að mjatla inn þessum stigum og erum alltaf að bæta okkur. Á meðan við erum að vinna okkar leiki og náum í okkar stig þá er ég bara sáttur“ sagði Ágúst að lokum Basti: Erum með íslandsmet í töpuðum boltum„Það er ekki nóg að halda í við lið eins og Val,” sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Stjörnunnar, eftir fimm marka tap gegn Val í Olís-deild kvenna. „Ég er ánægður með varnarleikinn hjá okkur. Að fá á sig aðeins 23 mörk gegn svona gríðalega öflugu liði eins og Val er bara frábært.” „Sóknarleikurinn hefur verið vandamál. Við erum með íslandsmet í töpuðum boltum. Þetta eru held ég að meðaltali 20 tapaðir boltar í leik.” „En ég hef engar áhyggjur af því, ég er með fullt af leikmönnum sem eru bara ryðgaðir og langt síðan þær hafa verið að spila. Við höfum ekki þann lúxus að vera með fullt af leikmönnum sem eru í standi og hafa verið að spila reglulega síðustu ár.” „Við erum eins og gott app, við erum komin í version 2.11, við þurfum að finna nokkra service pakka og patch þetta aðeins. Um leið og sóknarleikurinn dettur í gang þá hef ég engar áhyggjur á því að við tökum ekki bestu lið landsins.” „Við æfum ekki einu sinni varnarleik, við þurfum þess ekki því við erum með frábæra varnarmenn. Þetta er bara sókn daginn út og daginn inn.” „Að lokum þá smellur þetta hjá okkur. Það var margt uppá við í dag, meiri agi, meiri þolimæði og bið eftir betri færum. Á móti þessum góðu liðum þá er slakt skot bara eins og að skora sjálfsmark.” „En eins og staðan er núna þá er þetta rosalega erfitt, þetta er langtíma prógram sóknarlega. Því miður er staðan bara þannig að við erum búin að henda frá okkur þremur stigum sem við fáum ekki aftur og þurfum að sækja þau bara seinna í vetur á móti liðum sem eru betri en við.” „Hauka-liðið er eitt af þessum fjórum liðum sem eru klassa betri en við í dag, en það þýðir samt ekki að við séum ekki að fara að mæta í næsta leik til að taka tvö stig, við erum ekki í þessu bara til að vera með.” „Við verðum geðveik ef við ætlum að fara að spá í því hvernig leikurinn hefði farið ef við værum með alla okkar leikmenn, við erum ekki þar. Staðreyndin er sú að við erum fimm mörkum á eftir Val í dag og vonandi verðum við bili minna þegar við mætum þeim næst,” sagði Sebastian hress að lokum.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti